Netflix býður upp á niðurhal Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Hægt er að hlaða niður House of Cards. Nordicphotos/AFP Streymisveitan Netflix býður nú notendum sínum upp á að hlaða niður völdum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í snjallsíma sína og spjaldtölvur. Einungis verður hægt að nýta möguleikann á fyrrnefndum tækjum en ekki í borð- eða fartölvum þar sem möguleikann er eingöngu að finna í snjallforriti Netflix. Þá nær möguleikinn ekki til alls efnissafns Netflix heldur einungis valins hluta. Möguleikinn mun gera notendum kleift að hlaða niður þáttum og horfa á þá seinna. Það gæti til að mynda komið að gagni þegar notandinn heldur í langt flug eða bílferð án nettengingar. Með þessari ákvörðun er Netflix að verða við kröfu sem gerð hefur verið til fjölda ára. Fyrirtækið hefur alltaf neitað því að gefa notendum þennan möguleika á þeim grundvelli að farsímanet myndi duga notendum til að streyma efni. Hins vegar er ákvörðun Amazon Prime, keppinautar Netflix, um að leyfa niðurhal sögð hafa haft úrslitaáhrif. Umsvif Amazon Prime hafa aukist vegna möguleikans að því er Cnet greinir frá og það hafi skotið Netflix skelk í bringu. Á meðal sjónvarpsþátta sem hægt er að hlaða niður eru ýmsir þættir sem Netflix hefur sjálft kostað framleiðslu á, til að mynda Orange Is the New Black, House of Cards og Stranger Things. Niðurhal annars efnis, það er að segja sjónvarpsþátta og kvikmynda sem Netflix hefur borgað fyrir að fá að birta, er mjög takmarkað. Þó segir í tilkynningu frá Netflix að opnað verði fyrir niðurhal meira efnis á næstunni. Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Streymisveitan Netflix býður nú notendum sínum upp á að hlaða niður völdum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í snjallsíma sína og spjaldtölvur. Einungis verður hægt að nýta möguleikann á fyrrnefndum tækjum en ekki í borð- eða fartölvum þar sem möguleikann er eingöngu að finna í snjallforriti Netflix. Þá nær möguleikinn ekki til alls efnissafns Netflix heldur einungis valins hluta. Möguleikinn mun gera notendum kleift að hlaða niður þáttum og horfa á þá seinna. Það gæti til að mynda komið að gagni þegar notandinn heldur í langt flug eða bílferð án nettengingar. Með þessari ákvörðun er Netflix að verða við kröfu sem gerð hefur verið til fjölda ára. Fyrirtækið hefur alltaf neitað því að gefa notendum þennan möguleika á þeim grundvelli að farsímanet myndi duga notendum til að streyma efni. Hins vegar er ákvörðun Amazon Prime, keppinautar Netflix, um að leyfa niðurhal sögð hafa haft úrslitaáhrif. Umsvif Amazon Prime hafa aukist vegna möguleikans að því er Cnet greinir frá og það hafi skotið Netflix skelk í bringu. Á meðal sjónvarpsþátta sem hægt er að hlaða niður eru ýmsir þættir sem Netflix hefur sjálft kostað framleiðslu á, til að mynda Orange Is the New Black, House of Cards og Stranger Things. Niðurhal annars efnis, það er að segja sjónvarpsþátta og kvikmynda sem Netflix hefur borgað fyrir að fá að birta, er mjög takmarkað. Þó segir í tilkynningu frá Netflix að opnað verði fyrir niðurhal meira efnis á næstunni.
Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira