Eitt lítið símtal felldi byggingarisana tvo Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. desember 2016 06:00 Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. vísir/valli „Ég gat ekki séð að þetta færi öðruvísi,“ segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, um dóm Hæstaréttar sem sakfelldi átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Upphafið má rekja til þess að starfsmaður Baldurs, sem sá um grófvörudeildina, fékk símtal frá keppinautunum sem báðu hann um að skiptast á verðupplýsingum. Hann neitaði og hringdi í Baldur sem kom og hlustaði næst þegar símtal barst. „Ég er varla kominn inn til hans þegar síminn hringir frá Húsasmiðjunni sem hann leyfði mér að hlusta á. Þetta símtal var borðleggjandi um hvað var í gangi og ég keyrði strax niður til Samkeppniseftirlits og sagði frá.“ Alls voru tólf ákærðir. Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs BYKO, fékk þyngsta dóminn eða 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna. Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, fengu níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Verðsamráðið sem dæmt var fyrir stóð yfir í sex mánuði, frá september 2010 til mars 2011. „Sektin og málaferlin taka bara til þessara sex mánaða. Hvað var þetta búið að vera í gangi lengi á einn eða annan hátt?“ spyr Baldur. Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO um 650 milljónir króna vegna brota gegn samkeppnislögum og EES-samningnum vegna samráðsins við Húsasmiðjuna í fyrra. Málið hófst 2010 er Múrbúðin ætlaði að hefja sölu á grófvöru. Samkeppniseftirlitið gerði 416 blaðsíðna skýrslu um málið árið 2013. Baldur segir að eftir að hafa lesið þá skýrslu hafi honum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þetta var eins og í lygasögu. Ásetningurinn var svo mikill. Og þegar héraðsdómur dæmdi þá svo saklausa og taldi þetta venjuleg viðskipti, veistu?… Það eru bara fífl í þessum héraðsdómi. Ég gat aldrei séð að þetta færi neitt öðruvísi.“ Baldri gremst að stjórnendur og aðrir í fyrirtækjunum gangi hreinir og beinir frá þessu máli . Hann finnur ekki fyrir gleði yfir að áttmenningarnir fengu dóm. Dapurlegt sé hversu málið hafi tekið langan tíma fyrir sakborningana. „En stjórnendur og efstu lögin í fyrirtækjunum eru að labba frá þessu. Fyrir mig er þetta búið að vera rosalegt. Í fyrravor þegar sektin var lækkuð fór alls konar fólk að skíta út mitt nafn og Múrbúðina. En nú eru öll kurl komin til grafar. Nú er æðsti dómstóll landsins búinn að segja sitt síðasta orð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Ég gat ekki séð að þetta færi öðruvísi,“ segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, um dóm Hæstaréttar sem sakfelldi átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Upphafið má rekja til þess að starfsmaður Baldurs, sem sá um grófvörudeildina, fékk símtal frá keppinautunum sem báðu hann um að skiptast á verðupplýsingum. Hann neitaði og hringdi í Baldur sem kom og hlustaði næst þegar símtal barst. „Ég er varla kominn inn til hans þegar síminn hringir frá Húsasmiðjunni sem hann leyfði mér að hlusta á. Þetta símtal var borðleggjandi um hvað var í gangi og ég keyrði strax niður til Samkeppniseftirlits og sagði frá.“ Alls voru tólf ákærðir. Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs BYKO, fékk þyngsta dóminn eða 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna. Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, fengu níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Verðsamráðið sem dæmt var fyrir stóð yfir í sex mánuði, frá september 2010 til mars 2011. „Sektin og málaferlin taka bara til þessara sex mánaða. Hvað var þetta búið að vera í gangi lengi á einn eða annan hátt?“ spyr Baldur. Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO um 650 milljónir króna vegna brota gegn samkeppnislögum og EES-samningnum vegna samráðsins við Húsasmiðjuna í fyrra. Málið hófst 2010 er Múrbúðin ætlaði að hefja sölu á grófvöru. Samkeppniseftirlitið gerði 416 blaðsíðna skýrslu um málið árið 2013. Baldur segir að eftir að hafa lesið þá skýrslu hafi honum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þetta var eins og í lygasögu. Ásetningurinn var svo mikill. Og þegar héraðsdómur dæmdi þá svo saklausa og taldi þetta venjuleg viðskipti, veistu?… Það eru bara fífl í þessum héraðsdómi. Ég gat aldrei séð að þetta færi neitt öðruvísi.“ Baldri gremst að stjórnendur og aðrir í fyrirtækjunum gangi hreinir og beinir frá þessu máli . Hann finnur ekki fyrir gleði yfir að áttmenningarnir fengu dóm. Dapurlegt sé hversu málið hafi tekið langan tíma fyrir sakborningana. „En stjórnendur og efstu lögin í fyrirtækjunum eru að labba frá þessu. Fyrir mig er þetta búið að vera rosalegt. Í fyrravor þegar sektin var lækkuð fór alls konar fólk að skíta út mitt nafn og Múrbúðina. En nú eru öll kurl komin til grafar. Nú er æðsti dómstóll landsins búinn að segja sitt síðasta orð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira