Eitt lítið símtal felldi byggingarisana tvo Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. desember 2016 06:00 Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. vísir/valli „Ég gat ekki séð að þetta færi öðruvísi,“ segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, um dóm Hæstaréttar sem sakfelldi átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Upphafið má rekja til þess að starfsmaður Baldurs, sem sá um grófvörudeildina, fékk símtal frá keppinautunum sem báðu hann um að skiptast á verðupplýsingum. Hann neitaði og hringdi í Baldur sem kom og hlustaði næst þegar símtal barst. „Ég er varla kominn inn til hans þegar síminn hringir frá Húsasmiðjunni sem hann leyfði mér að hlusta á. Þetta símtal var borðleggjandi um hvað var í gangi og ég keyrði strax niður til Samkeppniseftirlits og sagði frá.“ Alls voru tólf ákærðir. Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs BYKO, fékk þyngsta dóminn eða 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna. Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, fengu níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Verðsamráðið sem dæmt var fyrir stóð yfir í sex mánuði, frá september 2010 til mars 2011. „Sektin og málaferlin taka bara til þessara sex mánaða. Hvað var þetta búið að vera í gangi lengi á einn eða annan hátt?“ spyr Baldur. Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO um 650 milljónir króna vegna brota gegn samkeppnislögum og EES-samningnum vegna samráðsins við Húsasmiðjuna í fyrra. Málið hófst 2010 er Múrbúðin ætlaði að hefja sölu á grófvöru. Samkeppniseftirlitið gerði 416 blaðsíðna skýrslu um málið árið 2013. Baldur segir að eftir að hafa lesið þá skýrslu hafi honum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þetta var eins og í lygasögu. Ásetningurinn var svo mikill. Og þegar héraðsdómur dæmdi þá svo saklausa og taldi þetta venjuleg viðskipti, veistu?… Það eru bara fífl í þessum héraðsdómi. Ég gat aldrei séð að þetta færi neitt öðruvísi.“ Baldri gremst að stjórnendur og aðrir í fyrirtækjunum gangi hreinir og beinir frá þessu máli . Hann finnur ekki fyrir gleði yfir að áttmenningarnir fengu dóm. Dapurlegt sé hversu málið hafi tekið langan tíma fyrir sakborningana. „En stjórnendur og efstu lögin í fyrirtækjunum eru að labba frá þessu. Fyrir mig er þetta búið að vera rosalegt. Í fyrravor þegar sektin var lækkuð fór alls konar fólk að skíta út mitt nafn og Múrbúðina. En nú eru öll kurl komin til grafar. Nú er æðsti dómstóll landsins búinn að segja sitt síðasta orð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
„Ég gat ekki séð að þetta færi öðruvísi,“ segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, um dóm Hæstaréttar sem sakfelldi átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Upphafið má rekja til þess að starfsmaður Baldurs, sem sá um grófvörudeildina, fékk símtal frá keppinautunum sem báðu hann um að skiptast á verðupplýsingum. Hann neitaði og hringdi í Baldur sem kom og hlustaði næst þegar símtal barst. „Ég er varla kominn inn til hans þegar síminn hringir frá Húsasmiðjunni sem hann leyfði mér að hlusta á. Þetta símtal var borðleggjandi um hvað var í gangi og ég keyrði strax niður til Samkeppniseftirlits og sagði frá.“ Alls voru tólf ákærðir. Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs BYKO, fékk þyngsta dóminn eða 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna. Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, fengu níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Verðsamráðið sem dæmt var fyrir stóð yfir í sex mánuði, frá september 2010 til mars 2011. „Sektin og málaferlin taka bara til þessara sex mánaða. Hvað var þetta búið að vera í gangi lengi á einn eða annan hátt?“ spyr Baldur. Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO um 650 milljónir króna vegna brota gegn samkeppnislögum og EES-samningnum vegna samráðsins við Húsasmiðjuna í fyrra. Málið hófst 2010 er Múrbúðin ætlaði að hefja sölu á grófvöru. Samkeppniseftirlitið gerði 416 blaðsíðna skýrslu um málið árið 2013. Baldur segir að eftir að hafa lesið þá skýrslu hafi honum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þetta var eins og í lygasögu. Ásetningurinn var svo mikill. Og þegar héraðsdómur dæmdi þá svo saklausa og taldi þetta venjuleg viðskipti, veistu?… Það eru bara fífl í þessum héraðsdómi. Ég gat aldrei séð að þetta færi neitt öðruvísi.“ Baldri gremst að stjórnendur og aðrir í fyrirtækjunum gangi hreinir og beinir frá þessu máli . Hann finnur ekki fyrir gleði yfir að áttmenningarnir fengu dóm. Dapurlegt sé hversu málið hafi tekið langan tíma fyrir sakborningana. „En stjórnendur og efstu lögin í fyrirtækjunum eru að labba frá þessu. Fyrir mig er þetta búið að vera rosalegt. Í fyrravor þegar sektin var lækkuð fór alls konar fólk að skíta út mitt nafn og Múrbúðina. En nú eru öll kurl komin til grafar. Nú er æðsti dómstóll landsins búinn að segja sitt síðasta orð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira