Sushisamba-dómurinn „mikil vonbrigði“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2016 22:12 Fyrirtækið mun virða niðurstöðuna en starfsemi veitingastaðarins mun ekki breytast. Vísir/Getty Forsvarsmenn Sushisamba segja dóm Hæstaréttar vera mikil vonbrigði. Hæstiréttur úrskurðaði í gær að nafn veitingastaðarins Sushisamba skyldi fellt úr gildi hjá Einkaleyfastofu eftir að fyrirtækið Samba LLC, sem rekur veitingastaði undir sama nafni víða um heim höfðaði mál. Fyrirtækið mun virða niðurstöðuna en starfsemi veitingastaðarins mun ekki breytast. Málarekstur vegna heitisins hefur staðið yfir frá árinu 2011 og á öllum fyrri stigum málsins hefur réttur íslenska fyrirtækisins verið staðfestur. Fyrri stig málsins voru hjá Einkaleyfastofu, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar og í héraðsdómi.Slæm tíðindi fyrir viðskiptalífið í heild Í yfirlýsingu frá lögmönnum Sushisamba ehf. segir að ekki hafi verið tekið tillit til mikilvægra sjónarmiða við afgreiðslu málsins í Hæstarétti. Þá segir einnig að dómurinn sé ekki eingöngu slæm tíðindi fyrir fyrirtækið heldur viðskiptalífið í heild. „Umbjóðandi okkar skráði merki sitt hér á landi árið 2011 og var það samþykkt athugasemdalaust af skráningaryfirvöldum. Engin andmæli bárust gegn skráningunni og var það því tekið í notkun í góðri trú. Á þeim tíma sem notkun hófst var starfsemi Samba LLC bundin við Bandaríkin eingöngu og eiga þeir engan vörumerkjarétt hér á landi, hvorki á grundvelli skráningar né notkunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Dómurinn er ekki aðeins slæm tíðindi fyrir umbjóðanda okkar heldur fyrir viðskiptalífið í heild sinni þar sem aðilar í viðskiptum geta nú átt á hættu að þriðji aðili sem engin tengsl hefur við Ísland fari fram á að notkun auðkennis hér á landi verði hætt og að til komi mögulega háar bætur, án þess að sá sem bæturnar fær, eigi nein réttindi hér á landi sem kunni að hafa verið skert.“ Enn fremur segir að það verði að teljast verulega íþyngjandi að leggja þær skyldur á aðila sem séu að velja nafn á vöru sína eða þjónustu sem einungis standi til að bjóða hér á landi, að framkvæmda leitir á vörumerkjum út um allan heim. Hér á landi séu þegar fjöldi fyrirtækja sem beri eins eða lík heiti og fyrirtæki erlendis án nokkurra tengsla. Þá segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi alla tíð verið í góðri trú hvað val á nafni veitingastaðarins varði.Sjá einnig: Voru í vondri trú þegar þeir fengu Sushisamba skráð. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Dómurinn er mikil vonbrigði og virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til mikilvægra sjónarmiða við afgreiðslu málsins í Hæstarétti en málarekstur út af heitinu sushisamba hefur staðið yfir frá árinu 2011. Á öllum fyrri stigum málsins réttur Sushisamba ehf. verið staðfestur, þ.e. fyrir Einkaleyfastofu, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar og svo héraðsdómi.Umbjóðandi okkar skráði merki sitt hér á landi árið 2011 og var það samþykkt athugasemdalaust af skráningaryfirvöldum. Engin andmæli bárust gegn skráningunni og var það því tekið í notkun í góðri trú. Á þeim tíma sem notkun hófst var starfsemi Samba LLC bundin við Bandaríkin eingöngu og eiga þeir engan vörumerkjarétt hér á landi, hvorki á grundvelli skráningar né notkunar.Dómurinn er ekki aðeins slæm tíðindi fyrir umbjóðanda okkar heldur fyrir viðskiptalífið í heild sinni þar sem aðilar í viðskiptum geta nú átt á hættu að þriðji aðili sem engin tengsl hefur við Ísland fari fram á að notkun auðkennis hér á landi verði hætt og að til komi mögulega háar bætur, án þess að sá sem bæturnar fær, eigi nein réttindi hér á landi sem kunni að hafa verið skert.Það verður að teljast verulega íþyngjandi að leggja þær skyldur á aðila sem eru að velja nafn fyrir sína vöru eða þjónustu, sem einungis er ætlunin að bjóða hér á landi, að framkvæma leitir að skráðum vörumerkjum út um allan heim til að koma í veg fyrir að lenda í málarekstri sem þessum. Þá þykir rétt að benda á að hér á landi eru fjöldi fyrirtækja sem bera eins eða lík heiti og fyrirtæki erlendis, án þess að tengsl séu með aðilum eða að neytendur á einhvern hátt tengi þau saman, enda er slíkt og hefur verið með öllu heimilt.Hér er þó komin lokadómur í málinu og mun umbjóðandi okkar að sjálfsögðu virða þá niðurstöðu. Umbjóðandi okkar hefur alla tíð verið í góðri trú hvað val á nafni staðarins varðar og gert það sem af honum er hægt að ætlast í þeim efnum, með umsókn og skráningu nafnsins hjá þar til bærum yfirvöldum. Það er ljóst að starfssemi veitingastaðar umbjóðanda okkar mun ekki breytast í framhaldinu en einhverjar breytingar verður að gera á nafni staðarins. Það liggur fyrir. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Forsvarsmenn Sushisamba segja dóm Hæstaréttar vera mikil vonbrigði. Hæstiréttur úrskurðaði í gær að nafn veitingastaðarins Sushisamba skyldi fellt úr gildi hjá Einkaleyfastofu eftir að fyrirtækið Samba LLC, sem rekur veitingastaði undir sama nafni víða um heim höfðaði mál. Fyrirtækið mun virða niðurstöðuna en starfsemi veitingastaðarins mun ekki breytast. Málarekstur vegna heitisins hefur staðið yfir frá árinu 2011 og á öllum fyrri stigum málsins hefur réttur íslenska fyrirtækisins verið staðfestur. Fyrri stig málsins voru hjá Einkaleyfastofu, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar og í héraðsdómi.Slæm tíðindi fyrir viðskiptalífið í heild Í yfirlýsingu frá lögmönnum Sushisamba ehf. segir að ekki hafi verið tekið tillit til mikilvægra sjónarmiða við afgreiðslu málsins í Hæstarétti. Þá segir einnig að dómurinn sé ekki eingöngu slæm tíðindi fyrir fyrirtækið heldur viðskiptalífið í heild. „Umbjóðandi okkar skráði merki sitt hér á landi árið 2011 og var það samþykkt athugasemdalaust af skráningaryfirvöldum. Engin andmæli bárust gegn skráningunni og var það því tekið í notkun í góðri trú. Á þeim tíma sem notkun hófst var starfsemi Samba LLC bundin við Bandaríkin eingöngu og eiga þeir engan vörumerkjarétt hér á landi, hvorki á grundvelli skráningar né notkunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Dómurinn er ekki aðeins slæm tíðindi fyrir umbjóðanda okkar heldur fyrir viðskiptalífið í heild sinni þar sem aðilar í viðskiptum geta nú átt á hættu að þriðji aðili sem engin tengsl hefur við Ísland fari fram á að notkun auðkennis hér á landi verði hætt og að til komi mögulega háar bætur, án þess að sá sem bæturnar fær, eigi nein réttindi hér á landi sem kunni að hafa verið skert.“ Enn fremur segir að það verði að teljast verulega íþyngjandi að leggja þær skyldur á aðila sem séu að velja nafn á vöru sína eða þjónustu sem einungis standi til að bjóða hér á landi, að framkvæmda leitir á vörumerkjum út um allan heim. Hér á landi séu þegar fjöldi fyrirtækja sem beri eins eða lík heiti og fyrirtæki erlendis án nokkurra tengsla. Þá segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi alla tíð verið í góðri trú hvað val á nafni veitingastaðarins varði.Sjá einnig: Voru í vondri trú þegar þeir fengu Sushisamba skráð. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Dómurinn er mikil vonbrigði og virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til mikilvægra sjónarmiða við afgreiðslu málsins í Hæstarétti en málarekstur út af heitinu sushisamba hefur staðið yfir frá árinu 2011. Á öllum fyrri stigum málsins réttur Sushisamba ehf. verið staðfestur, þ.e. fyrir Einkaleyfastofu, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar og svo héraðsdómi.Umbjóðandi okkar skráði merki sitt hér á landi árið 2011 og var það samþykkt athugasemdalaust af skráningaryfirvöldum. Engin andmæli bárust gegn skráningunni og var það því tekið í notkun í góðri trú. Á þeim tíma sem notkun hófst var starfsemi Samba LLC bundin við Bandaríkin eingöngu og eiga þeir engan vörumerkjarétt hér á landi, hvorki á grundvelli skráningar né notkunar.Dómurinn er ekki aðeins slæm tíðindi fyrir umbjóðanda okkar heldur fyrir viðskiptalífið í heild sinni þar sem aðilar í viðskiptum geta nú átt á hættu að þriðji aðili sem engin tengsl hefur við Ísland fari fram á að notkun auðkennis hér á landi verði hætt og að til komi mögulega háar bætur, án þess að sá sem bæturnar fær, eigi nein réttindi hér á landi sem kunni að hafa verið skert.Það verður að teljast verulega íþyngjandi að leggja þær skyldur á aðila sem eru að velja nafn fyrir sína vöru eða þjónustu, sem einungis er ætlunin að bjóða hér á landi, að framkvæma leitir að skráðum vörumerkjum út um allan heim til að koma í veg fyrir að lenda í málarekstri sem þessum. Þá þykir rétt að benda á að hér á landi eru fjöldi fyrirtækja sem bera eins eða lík heiti og fyrirtæki erlendis, án þess að tengsl séu með aðilum eða að neytendur á einhvern hátt tengi þau saman, enda er slíkt og hefur verið með öllu heimilt.Hér er þó komin lokadómur í málinu og mun umbjóðandi okkar að sjálfsögðu virða þá niðurstöðu. Umbjóðandi okkar hefur alla tíð verið í góðri trú hvað val á nafni staðarins varðar og gert það sem af honum er hægt að ætlast í þeim efnum, með umsókn og skráningu nafnsins hjá þar til bærum yfirvöldum. Það er ljóst að starfssemi veitingastaðar umbjóðanda okkar mun ekki breytast í framhaldinu en einhverjar breytingar verður að gera á nafni staðarins. Það liggur fyrir.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira