Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt Íslands og forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun – og átti í sjóðum sem keyptu og seldu hlutabréf í stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal bönkunum.
Samt sem áður hefur Markús dæmt í málum sem tengjast þessum fyrirtækjum, án þess að víkja sæti.
Markús innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem fréttastofan hefur undir höndum og mun fjalla nánar um á næstunni.
Nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18.30, að vanda.
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt
Nadine Guðrún Yaghi skrifar
