Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Markús Sigurbjörnsson ásamt forsetanum Guðna Th. Jóhanessyni við þingsetningu.
Markús Sigurbjörnsson ásamt forsetanum Guðna Th. Jóhanessyni við þingsetningu.
Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt Íslands og forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun – og átti í sjóðum sem keyptu og seldu hlutabréf í stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal bönkunum.

Samt sem áður hefur Markús dæmt í málum sem tengjast þessum fyrirtækjum, án þess að víkja sæti.

Markús innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem fréttastofan hefur undir höndum og mun fjalla nánar um á næstunni.

Nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18.30, að vanda.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.