Viðskipti innlent

Mesta aukning á hagvexti frá 2007

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var 10,2 prósent.
Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var 10,2 prósent. Vísir/Pjetur
Landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2016 jókst að raungildi um 10,2 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Er það mesta aukning á hagvexti sem mælst hefur frá því á fjórða ársfjórðungi 2007 að því er kemur fram í Hagtíðundum Hagstofu Íslands.

Hagvöxtur er reiknaður sem vöxtur landsframleiðslu frá ári til árs og má skýra aukninguna nú með miklum utanríkisviðskiptum en útflutningur jókst um 16,4 prósent samanborið við sama tímabil árið 2015.

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 jókst landsframleiðslan um 6,2 prósent borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2015. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 9,3 prósent Einkaneysla jókst um 6,7 prósent, samneysla um 1,1 prósent og fjárfesting um 27,4 prósent. Útflutningur jókst um 10 prósent og innflutningur nokkru meira, eða um 16,6 prósent.


Tengdar fréttir

Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast

Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið.

Er bullandi góðæri?

Sindri Sindrason kynnti sér málið í 19.10 í kvöld og ræddi við fasteignasala, ferðaskrifstofur, bílasölur, bankana og hönnunarverslanir - og svörin voru öll á einn veg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×