Stenson stigameistari evrópsku mótaraðarinnar í annað skiptið Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. nóvember 2016 17:30 Stenson sáttur með sigurverðlaunin sem voru að hætti Dubai, risastór. Vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði Race to Dubai, stigakeppni Evrópumótaraðarinnar í golfi en þetta varð ljóst þegar hann hafnaði í 9. sæti á DP World Tour Championship í Dubai. Keppnin í ár stóð aðallega á milli Stenson sem sigraði Opna breska meistaramótið í ár og Danny Willet en Rory McIlroy átti enn veika von fyrir lokamótið. Rory sem hafði titil að verja þurfti að standa uppi sem sigurvegari í Dubai ásamt því að treysta á að Stenson hafnaði í sæti 46. eða neðar. Stenson lék lokahringinn á 65. höggum sem dugði honum til þess að ná níunda sæti og gulltryggja titilinn en þetta er í annað skiptið sem hann hampar þessum titli. Var Rory búinn að bera sigur úr býtum undanfarin tvö ár en þeir tveir hafa skipt þessu sín á milli undanfarin fimm ár. „Þetta hefur verið frábært ár, það besta á ferlinum. Það var erfitt að toppa 2013 þegar ég sigraði stigakeppnina síðast en mér tókst það með þessu,“ sagði Stenson sáttur í viðtali eftir mótið. Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick sigraði á mótinu í Dubai á 17. höggum undir pari en landi hans Tyrrell Hatton hafnaði í öðru sæti, einu höggi á eftir Fitzpatrick. Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði Race to Dubai, stigakeppni Evrópumótaraðarinnar í golfi en þetta varð ljóst þegar hann hafnaði í 9. sæti á DP World Tour Championship í Dubai. Keppnin í ár stóð aðallega á milli Stenson sem sigraði Opna breska meistaramótið í ár og Danny Willet en Rory McIlroy átti enn veika von fyrir lokamótið. Rory sem hafði titil að verja þurfti að standa uppi sem sigurvegari í Dubai ásamt því að treysta á að Stenson hafnaði í sæti 46. eða neðar. Stenson lék lokahringinn á 65. höggum sem dugði honum til þess að ná níunda sæti og gulltryggja titilinn en þetta er í annað skiptið sem hann hampar þessum titli. Var Rory búinn að bera sigur úr býtum undanfarin tvö ár en þeir tveir hafa skipt þessu sín á milli undanfarin fimm ár. „Þetta hefur verið frábært ár, það besta á ferlinum. Það var erfitt að toppa 2013 þegar ég sigraði stigakeppnina síðast en mér tókst það með þessu,“ sagði Stenson sáttur í viðtali eftir mótið. Enski kylfingurinn Matt Fitzpatrick sigraði á mótinu í Dubai á 17. höggum undir pari en landi hans Tyrrell Hatton hafnaði í öðru sæti, einu höggi á eftir Fitzpatrick.
Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira