Ísland fremst Norðurlanda í útflutningi Sæunn Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2016 06:00 Samgöngur og ferðaþjónusta voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014. Fréttablaðið/Ernir Ísland er eina norræna landið þar sem útflutningur eykst meira en í löndum Evrópusambandsins samkvæmt nýrri skýrslu frá hagstofum Norðurlandanna fimm og OECD sem ber saman útflutningstölur Norðurlandanna. Skýrslan er kostuð af Norrænu ráðherranefndinni. Hún verður birt í dag og helstu niðurstöður kynntar á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Útflutningur Norðurlanda er sem fyrr ívið minni en útflutningur aðildarríkja Evrópusambandsins. Árið 2015 nam heildarútflutningur á vörum og þjónustu á Norðurlöndum 557 milljörðum evra, sem er 38 milljörðum minna en árið 2012. Böðvar Þórisson.Útflutningstölur eru hins vegar á hraðri uppleið á Íslandi. Frá 2008 hefur útflutningur á vörum og þjónustu til alþjóðamarkaða aukist um meira en 80 prósent. Árið 2015 flutti Svíþjóð út fyrir hæsta fjárhæð eða yfir 200 milljarða evra, Ísland flutti út fyrir minnst eða 8,1 milljarð evra. Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands, segir grunninn að þessari vinnu hafa verið að eftir hrun fóru menn að sjá að útflutningshneigð ríkja virtist hafa áhrif á þróun vinnumarkaðar og hagkerfis eftir hrun. „Ríkin sem voru með meiri útflutning voru líklegri til að ná bata hratt," segir Böðvar. Böðvar bendir á að útflutningur hafi sérstaklega aukist á Íslandi ef þjónusta er skoðuð. Á tímabilinu 2010 til 2014 jókst útflutningur á þjónustu um 42 prósent – sem er langtum meiri aukning en á hinum Norðurlöndunum. Til samanburðar jókst útflutningur á þjónustu í löndum Evrópusambandsins um 29 prósent. Útflutningur þjónustu var 48 prósent af heildarútflutningi, samanborið við 37 prósent árið 2008. „Við fórum í vinnu um að skoða hvort Norðurlöndin væru ólík, og niðurstaðan var að þetta eru misjöfn lönd. Vöxturinn í þjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur, hann hefur vaxið um 63 prósent á árunum 2010 til 2015,“ segir Böðvar.Skýrslan sýnir að Ísland er það Norðurlandanna sem er mest háð útflutningi. Samtals flutti Ísland út þjónustu fyrir 3,2 milljarða evra árið 2014, sem samsvarar 25 prósentum af landsframleiðslu. Bandaríkin eru mikilvægasti útflutningsmarkaður íslenskra fyrirtækja. Um 17 prósent af öllum útfluttum vörum og þjónustu voru seld til Bandaríkjanna árið 2014. Um 23 prósent voru seld til Norðurlandanna árið 2013. Samgöngur og ferðaþjónusta eru mikilvægustu útflutningsgreinarnar í þjónustugeiranum og voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014 í þessum tveimur greinum. „Norðurlöndin eru mjög ólík. Á Íslandi hefur bati á vinnumarkaði að miklu leyti komið til af þjónustu við ferðamenn. Sem dæmi var meðalfjöldi launþega í farþegaflutningum í flugi árið 2015 2.600, samanborið við 1.900 launþega að meðaltali í framleiðslu málma, sem er sami fjöldi og bara atvinnugreinin þjónusta við flug. Ferðaþjónustan hefur komið inn sem öflug atvinnuskapandi grein eftir hrun,“ segir Böðvar. Þetta er í fyrsta sinn sem unnin er ítarleg samanburðargreining á milliríkjaviðskiptum með vörur og þjónustu frá Norðurlöndunum. Skýrslan inniheldur einnig greiningu á stærð og eignarhaldi norrænna fyrirtækja sem byggja afkomu sína á útflutningi á vörum og þjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Ísland er eina norræna landið þar sem útflutningur eykst meira en í löndum Evrópusambandsins samkvæmt nýrri skýrslu frá hagstofum Norðurlandanna fimm og OECD sem ber saman útflutningstölur Norðurlandanna. Skýrslan er kostuð af Norrænu ráðherranefndinni. Hún verður birt í dag og helstu niðurstöður kynntar á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Útflutningur Norðurlanda er sem fyrr ívið minni en útflutningur aðildarríkja Evrópusambandsins. Árið 2015 nam heildarútflutningur á vörum og þjónustu á Norðurlöndum 557 milljörðum evra, sem er 38 milljörðum minna en árið 2012. Böðvar Þórisson.Útflutningstölur eru hins vegar á hraðri uppleið á Íslandi. Frá 2008 hefur útflutningur á vörum og þjónustu til alþjóðamarkaða aukist um meira en 80 prósent. Árið 2015 flutti Svíþjóð út fyrir hæsta fjárhæð eða yfir 200 milljarða evra, Ísland flutti út fyrir minnst eða 8,1 milljarð evra. Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands, segir grunninn að þessari vinnu hafa verið að eftir hrun fóru menn að sjá að útflutningshneigð ríkja virtist hafa áhrif á þróun vinnumarkaðar og hagkerfis eftir hrun. „Ríkin sem voru með meiri útflutning voru líklegri til að ná bata hratt," segir Böðvar. Böðvar bendir á að útflutningur hafi sérstaklega aukist á Íslandi ef þjónusta er skoðuð. Á tímabilinu 2010 til 2014 jókst útflutningur á þjónustu um 42 prósent – sem er langtum meiri aukning en á hinum Norðurlöndunum. Til samanburðar jókst útflutningur á þjónustu í löndum Evrópusambandsins um 29 prósent. Útflutningur þjónustu var 48 prósent af heildarútflutningi, samanborið við 37 prósent árið 2008. „Við fórum í vinnu um að skoða hvort Norðurlöndin væru ólík, og niðurstaðan var að þetta eru misjöfn lönd. Vöxturinn í þjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur, hann hefur vaxið um 63 prósent á árunum 2010 til 2015,“ segir Böðvar.Skýrslan sýnir að Ísland er það Norðurlandanna sem er mest háð útflutningi. Samtals flutti Ísland út þjónustu fyrir 3,2 milljarða evra árið 2014, sem samsvarar 25 prósentum af landsframleiðslu. Bandaríkin eru mikilvægasti útflutningsmarkaður íslenskra fyrirtækja. Um 17 prósent af öllum útfluttum vörum og þjónustu voru seld til Bandaríkjanna árið 2014. Um 23 prósent voru seld til Norðurlandanna árið 2013. Samgöngur og ferðaþjónusta eru mikilvægustu útflutningsgreinarnar í þjónustugeiranum og voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014 í þessum tveimur greinum. „Norðurlöndin eru mjög ólík. Á Íslandi hefur bati á vinnumarkaði að miklu leyti komið til af þjónustu við ferðamenn. Sem dæmi var meðalfjöldi launþega í farþegaflutningum í flugi árið 2015 2.600, samanborið við 1.900 launþega að meðaltali í framleiðslu málma, sem er sami fjöldi og bara atvinnugreinin þjónusta við flug. Ferðaþjónustan hefur komið inn sem öflug atvinnuskapandi grein eftir hrun,“ segir Böðvar. Þetta er í fyrsta sinn sem unnin er ítarleg samanburðargreining á milliríkjaviðskiptum með vörur og þjónustu frá Norðurlöndunum. Skýrslan inniheldur einnig greiningu á stærð og eignarhaldi norrænna fyrirtækja sem byggja afkomu sína á útflutningi á vörum og þjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira