Ísland fremst Norðurlanda í útflutningi Sæunn Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2016 06:00 Samgöngur og ferðaþjónusta voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014. Fréttablaðið/Ernir Ísland er eina norræna landið þar sem útflutningur eykst meira en í löndum Evrópusambandsins samkvæmt nýrri skýrslu frá hagstofum Norðurlandanna fimm og OECD sem ber saman útflutningstölur Norðurlandanna. Skýrslan er kostuð af Norrænu ráðherranefndinni. Hún verður birt í dag og helstu niðurstöður kynntar á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Útflutningur Norðurlanda er sem fyrr ívið minni en útflutningur aðildarríkja Evrópusambandsins. Árið 2015 nam heildarútflutningur á vörum og þjónustu á Norðurlöndum 557 milljörðum evra, sem er 38 milljörðum minna en árið 2012. Böðvar Þórisson.Útflutningstölur eru hins vegar á hraðri uppleið á Íslandi. Frá 2008 hefur útflutningur á vörum og þjónustu til alþjóðamarkaða aukist um meira en 80 prósent. Árið 2015 flutti Svíþjóð út fyrir hæsta fjárhæð eða yfir 200 milljarða evra, Ísland flutti út fyrir minnst eða 8,1 milljarð evra. Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands, segir grunninn að þessari vinnu hafa verið að eftir hrun fóru menn að sjá að útflutningshneigð ríkja virtist hafa áhrif á þróun vinnumarkaðar og hagkerfis eftir hrun. „Ríkin sem voru með meiri útflutning voru líklegri til að ná bata hratt," segir Böðvar. Böðvar bendir á að útflutningur hafi sérstaklega aukist á Íslandi ef þjónusta er skoðuð. Á tímabilinu 2010 til 2014 jókst útflutningur á þjónustu um 42 prósent – sem er langtum meiri aukning en á hinum Norðurlöndunum. Til samanburðar jókst útflutningur á þjónustu í löndum Evrópusambandsins um 29 prósent. Útflutningur þjónustu var 48 prósent af heildarútflutningi, samanborið við 37 prósent árið 2008. „Við fórum í vinnu um að skoða hvort Norðurlöndin væru ólík, og niðurstaðan var að þetta eru misjöfn lönd. Vöxturinn í þjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur, hann hefur vaxið um 63 prósent á árunum 2010 til 2015,“ segir Böðvar.Skýrslan sýnir að Ísland er það Norðurlandanna sem er mest háð útflutningi. Samtals flutti Ísland út þjónustu fyrir 3,2 milljarða evra árið 2014, sem samsvarar 25 prósentum af landsframleiðslu. Bandaríkin eru mikilvægasti útflutningsmarkaður íslenskra fyrirtækja. Um 17 prósent af öllum útfluttum vörum og þjónustu voru seld til Bandaríkjanna árið 2014. Um 23 prósent voru seld til Norðurlandanna árið 2013. Samgöngur og ferðaþjónusta eru mikilvægustu útflutningsgreinarnar í þjónustugeiranum og voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014 í þessum tveimur greinum. „Norðurlöndin eru mjög ólík. Á Íslandi hefur bati á vinnumarkaði að miklu leyti komið til af þjónustu við ferðamenn. Sem dæmi var meðalfjöldi launþega í farþegaflutningum í flugi árið 2015 2.600, samanborið við 1.900 launþega að meðaltali í framleiðslu málma, sem er sami fjöldi og bara atvinnugreinin þjónusta við flug. Ferðaþjónustan hefur komið inn sem öflug atvinnuskapandi grein eftir hrun,“ segir Böðvar. Þetta er í fyrsta sinn sem unnin er ítarleg samanburðargreining á milliríkjaviðskiptum með vörur og þjónustu frá Norðurlöndunum. Skýrslan inniheldur einnig greiningu á stærð og eignarhaldi norrænna fyrirtækja sem byggja afkomu sína á útflutningi á vörum og þjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Ísland er eina norræna landið þar sem útflutningur eykst meira en í löndum Evrópusambandsins samkvæmt nýrri skýrslu frá hagstofum Norðurlandanna fimm og OECD sem ber saman útflutningstölur Norðurlandanna. Skýrslan er kostuð af Norrænu ráðherranefndinni. Hún verður birt í dag og helstu niðurstöður kynntar á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Útflutningur Norðurlanda er sem fyrr ívið minni en útflutningur aðildarríkja Evrópusambandsins. Árið 2015 nam heildarútflutningur á vörum og þjónustu á Norðurlöndum 557 milljörðum evra, sem er 38 milljörðum minna en árið 2012. Böðvar Þórisson.Útflutningstölur eru hins vegar á hraðri uppleið á Íslandi. Frá 2008 hefur útflutningur á vörum og þjónustu til alþjóðamarkaða aukist um meira en 80 prósent. Árið 2015 flutti Svíþjóð út fyrir hæsta fjárhæð eða yfir 200 milljarða evra, Ísland flutti út fyrir minnst eða 8,1 milljarð evra. Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands, segir grunninn að þessari vinnu hafa verið að eftir hrun fóru menn að sjá að útflutningshneigð ríkja virtist hafa áhrif á þróun vinnumarkaðar og hagkerfis eftir hrun. „Ríkin sem voru með meiri útflutning voru líklegri til að ná bata hratt," segir Böðvar. Böðvar bendir á að útflutningur hafi sérstaklega aukist á Íslandi ef þjónusta er skoðuð. Á tímabilinu 2010 til 2014 jókst útflutningur á þjónustu um 42 prósent – sem er langtum meiri aukning en á hinum Norðurlöndunum. Til samanburðar jókst útflutningur á þjónustu í löndum Evrópusambandsins um 29 prósent. Útflutningur þjónustu var 48 prósent af heildarútflutningi, samanborið við 37 prósent árið 2008. „Við fórum í vinnu um að skoða hvort Norðurlöndin væru ólík, og niðurstaðan var að þetta eru misjöfn lönd. Vöxturinn í þjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur, hann hefur vaxið um 63 prósent á árunum 2010 til 2015,“ segir Böðvar.Skýrslan sýnir að Ísland er það Norðurlandanna sem er mest háð útflutningi. Samtals flutti Ísland út þjónustu fyrir 3,2 milljarða evra árið 2014, sem samsvarar 25 prósentum af landsframleiðslu. Bandaríkin eru mikilvægasti útflutningsmarkaður íslenskra fyrirtækja. Um 17 prósent af öllum útfluttum vörum og þjónustu voru seld til Bandaríkjanna árið 2014. Um 23 prósent voru seld til Norðurlandanna árið 2013. Samgöngur og ferðaþjónusta eru mikilvægustu útflutningsgreinarnar í þjónustugeiranum og voru 70 prósent af öllum þjónustuútflutningi Íslands árið 2014 í þessum tveimur greinum. „Norðurlöndin eru mjög ólík. Á Íslandi hefur bati á vinnumarkaði að miklu leyti komið til af þjónustu við ferðamenn. Sem dæmi var meðalfjöldi launþega í farþegaflutningum í flugi árið 2015 2.600, samanborið við 1.900 launþega að meðaltali í framleiðslu málma, sem er sami fjöldi og bara atvinnugreinin þjónusta við flug. Ferðaþjónustan hefur komið inn sem öflug atvinnuskapandi grein eftir hrun,“ segir Böðvar. Þetta er í fyrsta sinn sem unnin er ítarleg samanburðargreining á milliríkjaviðskiptum með vörur og þjónustu frá Norðurlöndunum. Skýrslan inniheldur einnig greiningu á stærð og eignarhaldi norrænna fyrirtækja sem byggja afkomu sína á útflutningi á vörum og þjónustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira