Viðskipti innlent

Ingibjörg Pálma eignast 1% í Högum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, og fjölskylda hans voru aðaleigendur Haga þar til þau misstu fyrirtækið úr sínum höndum fyrir sjö árum.
Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, og fjölskylda hans voru aðaleigendur Haga þar til þau misstu fyrirtækið úr sínum höndum fyrir sjö árum. Vísir/Vilhelm
Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, stærsta hluthafa fjölmiðlafyrirtækisins 365, hefur eignast eins prósents hlut í smásölurisanum Högum. Fyrirtækið rekur meðal annars Bónus og Hagkaup.

DV greinir frá þessu. Nýstofnað fjárfestingarfélag, SM Investments ehfs., keypti hlutinn en samkvæmt heimildum DV er eini hluthafi þess annað félag á vegum Ingibajargar.

Samkvæmt núverandi gengi bréfa Haga er eignarhlutur SM investments metinn á tæpar 600 milljónir króna.

Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, og fjölskylda hans voru aðaleigendur Haga þar til þau misstu fyrirtækið úr sínum höndum fyrir sjö árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×