ESA: Lánssamningar Seðlabankans við Íslandsbanka og Arion fólu ekki í sér ríkisaðstoð Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2016 10:41 Málið varðar tvo lánssaminga milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka (áður Glitnis) og Seðlabankans og Arion banka (áður Kaupþings). Vísir/Andri Marinó Lánssamningar sem Seðlabanki Íslands gerði við Íslandsbanka og Arion banka í kjölfar bankahrunsins voru gerðir á markaðskjörum og fólu því ekki í sér ríkisaðstoð. Þetta er niðurstaða ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem tók málið til skoðunar eftir að kvörtun hafði borist. Í tilkynningu frá ESA segir að formleg rannsókn hafi hafist í maí 2015. „Meðan á rannsókn málsins stóð aflaði ESA gagna varðandi lánskjör í sambærilegum lánssamningum frá sama tíma, meðal annars frá aðilum málsins. Gögnin sýndu að lánaskilmálarnir sem Seðlabanki Íslands samþykkti voru í samræmi við markaðskjör á þeim tíma sem samningarnir voru undirritaðir. Með samningunum var Seðlabankinn því að verja hagsmuni sína og hámarka endurheimtur af lánunum. ESA komst að þeirri niðurstöðu að umræddar ráðstafanir væru í samræmi við það sem almennur lánveitandi hefði gert í sömu stöðu. Þar af leiðandi fólu samningarnir ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningssins.Forsaga málsins Málið varðar tvo lánssaminga milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka (áður Glitnis) og Seðlabankans og Arion banka (áður Kaupþings). Samningarnir voru undirritaðir í september 2009 og janúar 2010. Með samningunum var skammtíma veðlánum og verðbréfalánum frá Seðlabanka Íslands skuldbreytt í lán til langs tíma. Umrædd skammtíma veðlán voru á sínum tíma veitt með veði í ýmsum skuldabréfum, þar á meðal veðum í húsnæðislánasafni bankanna tveggja. Við endurfjármögnun nýju bankanna (Íslandsbanka og Arion banka), voru innlendar eignir og skuldbindingar forvera þeirra, Glitnis and Kaupþings, færðar til nýju bankanna. Þar á meðal voru skuldbindingar gagnvart Seðlabanka Íslands. Skuldir bankanna við Seðlabankann voru í formi skammtíma veðlána. Krafa um tafarlausa endurgreiðslu þeirra hefði haft veruleg áhrif á lausafjárstöðu nýju bankanna tveggja og dregið úr líkum Seðlabankans á að fá lánin endurgreidd að fullu,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Lánssamningar sem Seðlabanki Íslands gerði við Íslandsbanka og Arion banka í kjölfar bankahrunsins voru gerðir á markaðskjörum og fólu því ekki í sér ríkisaðstoð. Þetta er niðurstaða ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem tók málið til skoðunar eftir að kvörtun hafði borist. Í tilkynningu frá ESA segir að formleg rannsókn hafi hafist í maí 2015. „Meðan á rannsókn málsins stóð aflaði ESA gagna varðandi lánskjör í sambærilegum lánssamningum frá sama tíma, meðal annars frá aðilum málsins. Gögnin sýndu að lánaskilmálarnir sem Seðlabanki Íslands samþykkti voru í samræmi við markaðskjör á þeim tíma sem samningarnir voru undirritaðir. Með samningunum var Seðlabankinn því að verja hagsmuni sína og hámarka endurheimtur af lánunum. ESA komst að þeirri niðurstöðu að umræddar ráðstafanir væru í samræmi við það sem almennur lánveitandi hefði gert í sömu stöðu. Þar af leiðandi fólu samningarnir ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningssins.Forsaga málsins Málið varðar tvo lánssaminga milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka (áður Glitnis) og Seðlabankans og Arion banka (áður Kaupþings). Samningarnir voru undirritaðir í september 2009 og janúar 2010. Með samningunum var skammtíma veðlánum og verðbréfalánum frá Seðlabanka Íslands skuldbreytt í lán til langs tíma. Umrædd skammtíma veðlán voru á sínum tíma veitt með veði í ýmsum skuldabréfum, þar á meðal veðum í húsnæðislánasafni bankanna tveggja. Við endurfjármögnun nýju bankanna (Íslandsbanka og Arion banka), voru innlendar eignir og skuldbindingar forvera þeirra, Glitnis and Kaupþings, færðar til nýju bankanna. Þar á meðal voru skuldbindingar gagnvart Seðlabanka Íslands. Skuldir bankanna við Seðlabankann voru í formi skammtíma veðlána. Krafa um tafarlausa endurgreiðslu þeirra hefði haft veruleg áhrif á lausafjárstöðu nýju bankanna tveggja og dregið úr líkum Seðlabankans á að fá lánin endurgreidd að fullu,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent