Samkeppniseftirlitið ætlar að höfða dómsmál gegn MS Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 16:13 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hyggst stefna Mjólkursamsölunni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu ti MS. Í júlí á þessu ári komst Samkeppniseftirltið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sama hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að þetta veitti MS og tengdum aðilum töluvert samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Með þessu hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS verið skert með alvarlegum hætti. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 21. nóvember síðastliðinn. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál. Hefur Samkeppniseftirlitið nú ákveðið að beita þeirri lagaheimild. Samkeppniseftirlitið segist hafa haft hliðsjón af eftirfarandi atriðum við ákvörðun sína um að stefna MS: • Meirihluti áfrýjunarnefndar tekur ekki tillit til þess að vilji löggjafans var sá að bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu gilti áfram um starfsemi markaðsráðandi mjólkurafurðastöðva, þótt undanþága væri á sínum tíma veitt frá samrunareglum og tilteknum samráðsreglum samkeppnislaga. • Í eldri úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafa verið gerðar strangar kröfur til skýrleika ákvæða búvörulaga til að þau geti vikið samkeppnislögum til hliðar, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 8/2006, Osta og smjörsalan gegn Samkeppniseftirlitinu og í máli nr. 7/2009, Bændasamtök Íslands gegn Samkeppniseftirlitinu. Samkeppniseftirlitið telur að í máli MS hafi meirihluti áfrýjunarnefndar horfið frá þessu. Brýnt er því að fá skorið úr samspili búvörulaga og samkeppnislaga fyrir dómstólum. • Fyrir liggur að MS er margsaga um mikilvæga þætti málsins og að meirihluti áfrýjunarnefndar taldi það ekki hafa þýðingu fyrir úrslit málsins. • Á grundvelli undanþágu frá samkeppnislögum er MS í einstakri yfirburðastöðu á mjólkurmarkaði. Smáir framleiðendur á mjólkurvörum geta ekki starfað án þess að kaupa hrámjólk af MS/Auðhumlu og á sama tíma er MS helsti keppinautur þeirra í sölu á þeim vörum. Þessi staða er afar viðkvæm í samkeppnislegu tilliti. MS hefur því örlög þessara smærri fyrirtækja í hendi sér. Að mati Samkeppniseftirlitsins er brýnt að tryggja, eins og unnt er, að á mjólkurmarkaði sé til staðar sú réttarvernd sem felst í bannreglu 11. gr. samkeppnislaga og þeim skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið setti MS. Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar a.m.k. dregur stórlega úr þeirri réttarvernd. Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hyggst stefna Mjólkursamsölunni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu ti MS. Í júlí á þessu ári komst Samkeppniseftirltið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sama hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að þetta veitti MS og tengdum aðilum töluvert samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Með þessu hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS verið skert með alvarlegum hætti. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 21. nóvember síðastliðinn. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál. Hefur Samkeppniseftirlitið nú ákveðið að beita þeirri lagaheimild. Samkeppniseftirlitið segist hafa haft hliðsjón af eftirfarandi atriðum við ákvörðun sína um að stefna MS: • Meirihluti áfrýjunarnefndar tekur ekki tillit til þess að vilji löggjafans var sá að bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu gilti áfram um starfsemi markaðsráðandi mjólkurafurðastöðva, þótt undanþága væri á sínum tíma veitt frá samrunareglum og tilteknum samráðsreglum samkeppnislaga. • Í eldri úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafa verið gerðar strangar kröfur til skýrleika ákvæða búvörulaga til að þau geti vikið samkeppnislögum til hliðar, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 8/2006, Osta og smjörsalan gegn Samkeppniseftirlitinu og í máli nr. 7/2009, Bændasamtök Íslands gegn Samkeppniseftirlitinu. Samkeppniseftirlitið telur að í máli MS hafi meirihluti áfrýjunarnefndar horfið frá þessu. Brýnt er því að fá skorið úr samspili búvörulaga og samkeppnislaga fyrir dómstólum. • Fyrir liggur að MS er margsaga um mikilvæga þætti málsins og að meirihluti áfrýjunarnefndar taldi það ekki hafa þýðingu fyrir úrslit málsins. • Á grundvelli undanþágu frá samkeppnislögum er MS í einstakri yfirburðastöðu á mjólkurmarkaði. Smáir framleiðendur á mjólkurvörum geta ekki starfað án þess að kaupa hrámjólk af MS/Auðhumlu og á sama tíma er MS helsti keppinautur þeirra í sölu á þeim vörum. Þessi staða er afar viðkvæm í samkeppnislegu tilliti. MS hefur því örlög þessara smærri fyrirtækja í hendi sér. Að mati Samkeppniseftirlitsins er brýnt að tryggja, eins og unnt er, að á mjólkurmarkaði sé til staðar sú réttarvernd sem felst í bannreglu 11. gr. samkeppnislaga og þeim skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið setti MS. Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar a.m.k. dregur stórlega úr þeirri réttarvernd.
Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00
Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27