Már segir innistæðu forsendu vaxtalækkunar og horfir til Norðmanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. nóvember 2016 12:59 Már Guðmundsson seðlabankastjóri Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að innistæða verði að vera fyrir vaxtalækkunum Seðlabankans en Seðlabankinn hefur verið undir mikilli gagnrýni á síðustu vikum. Annars vegar fyrir að hafa kerfisbundið rangt fyrir sér í spám um þróun verðbólgunnar og hins vegar fyrir að hafa ekki lækkað vexti þegar svigrúm var til þess. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði. Verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág.Peningalegur ómöguleiki Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins rifjaði upp í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að Seðlabankinn hefði á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Seðlabankinn hafði þannig kerfisbundið rangt fyrir sér þegar þróun verðbólgunnar var annars vegar. Þess vegna voru vextir í landinu mun hærri en þeir þurftu að vera á á spátímanum.Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsinsEftir vaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar hinn 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir 2,5% markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu ákváðu nefndarmenn að halda vöxtum óbreyttum. Ásdís Kristjánsdóttir spurði í sinni grein: „Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það." Ásdís kallaði þetta peningalegan ómöguleika. „Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. “Erum að brjóta verðbólgudrauginn á bak aftur Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að það þyrfti að vera innistæða fyrir vaxtalækkunum. „Ég vona að okkur takist það á komandi tíð en það verður að vera vaxtalækkun sem er innistæða fyrir. Við erum búin að leggja gífurlega mikið á okkur við það að ná loksins þessu sögulega....við erum að ná að brjóta verðbólgudrauginn á bak aftur. Og særa hann þannig að hann eigi erfiðara með að rísa upp. Hann þarf að sleikja sárin lengi því verðbólguvæntingar eru komnar í markmið og vera þar í svolítinn tíma. Það er algjörlega sögulegt, við höfum ekki haft það áður. Auðvitað á eftir að reyna á þetta þegar það skapast aðstæður eins og til dæmis í Noregi þegar olíuverðið féll. Gengi norsku krónunnar fór niður en verðbólguvæntingar högguðust ekki. Þær voru fastar í 2,5 prósent. Þetta sýndi að þetta hafði fullan trúverðugleika og fólk hafði trú á að gengisverðið færi niður en verðbólga færi upp tímabundið en svo kemur hún aftur í markmið. Ef við komumst í þessa stöðu, sem vísbendingar eru um að við séum kannski komin í eða erum að nálgast, þá verður miklu auðveldara að beita peningastefnunni í hagstjórnarskyni. Því þegar við breytum vöxtunum verður það um leið bein breyting á raunvöxtum,“ sagði Már Guðmundsson. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að innistæða verði að vera fyrir vaxtalækkunum Seðlabankans en Seðlabankinn hefur verið undir mikilli gagnrýni á síðustu vikum. Annars vegar fyrir að hafa kerfisbundið rangt fyrir sér í spám um þróun verðbólgunnar og hins vegar fyrir að hafa ekki lækkað vexti þegar svigrúm var til þess. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði. Verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág.Peningalegur ómöguleiki Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins rifjaði upp í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að Seðlabankinn hefði á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Seðlabankinn hafði þannig kerfisbundið rangt fyrir sér þegar þróun verðbólgunnar var annars vegar. Þess vegna voru vextir í landinu mun hærri en þeir þurftu að vera á á spátímanum.Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsinsEftir vaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar hinn 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir 2,5% markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu ákváðu nefndarmenn að halda vöxtum óbreyttum. Ásdís Kristjánsdóttir spurði í sinni grein: „Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það." Ásdís kallaði þetta peningalegan ómöguleika. „Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. “Erum að brjóta verðbólgudrauginn á bak aftur Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að það þyrfti að vera innistæða fyrir vaxtalækkunum. „Ég vona að okkur takist það á komandi tíð en það verður að vera vaxtalækkun sem er innistæða fyrir. Við erum búin að leggja gífurlega mikið á okkur við það að ná loksins þessu sögulega....við erum að ná að brjóta verðbólgudrauginn á bak aftur. Og særa hann þannig að hann eigi erfiðara með að rísa upp. Hann þarf að sleikja sárin lengi því verðbólguvæntingar eru komnar í markmið og vera þar í svolítinn tíma. Það er algjörlega sögulegt, við höfum ekki haft það áður. Auðvitað á eftir að reyna á þetta þegar það skapast aðstæður eins og til dæmis í Noregi þegar olíuverðið féll. Gengi norsku krónunnar fór niður en verðbólguvæntingar högguðust ekki. Þær voru fastar í 2,5 prósent. Þetta sýndi að þetta hafði fullan trúverðugleika og fólk hafði trú á að gengisverðið færi niður en verðbólga færi upp tímabundið en svo kemur hún aftur í markmið. Ef við komumst í þessa stöðu, sem vísbendingar eru um að við séum kannski komin í eða erum að nálgast, þá verður miklu auðveldara að beita peningastefnunni í hagstjórnarskyni. Því þegar við breytum vöxtunum verður það um leið bein breyting á raunvöxtum,“ sagði Már Guðmundsson.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Sjá meira