Surtur nr. 30 hlaut á dögunum gullverðlaun í flokki reyktra bjóra í hinni alþjóðlegu European Beer Star. Ríflega tvö þúsund bjórar frá 44 löndum tóku þátt í hinum ýmsu flokkum á hátíðinni. Sigurinn er áhugaverður í ljósi þess að hingað til hafa þýskir bjórar nær einokað flokkinn fyrir reykta bjóra.
Surtur, sem er taðreyktur, var sagður einstakur á heimsvísu og tefla fram íslenskri arfleifð á skemmtilegan hátt.
„Framan af þótti fólki þetta helst til framandi sem bragð- og lyktareinkenni í bjór held ég, en með frekari þróun á brugguninni og kannski vaxandi áhuga fólks fyrir öðruvísi bjórum er þetta orðið eftirsótt,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Borg.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Bjórinn frá Borg lagði tvö þúsund
