Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Kínverski varaforsetinn Zhang Gaoli virðir fyrir sér vélmenni fyrirtækisins SIASUN Robot and Automation, ætlað vélvæðingu í framleiðslustörfum. Vélvæðing starfa er þó ekki einangruð við framleiðslustörf enda getur gervigreind á borð við sjálfkeyrandi bíla einnig breytt fjölmörgum störfum. nordicphotos/afp Á næstu árum og áratugum er útlit fyrir að mikill fjöldi starfa muni breytast allverulega sökum aukinnar vélvæðingar. Nú þegar má sjá sjálfkeyrandi bíla og notkun véla við framleiðslu hefur vaxið jafnt og þétt. Mögulegt er að heilu starfsgreinarnar leggist niður á meðan aðrar breytist minna. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og tölvunarfræðingur, segir að þróunin á Íslandi verði í takt við það sem muni gerast annars staðar í heiminum. Störf muni breytast heilmikið með tilkomu nýrrar tækni. „Það sem er í raun og veru að gerast er það sem margir kalla fjórðu iðnbyltinguna. Þá mun tækni sem byggist á gervigreind, sjálfvirkni, tengingu og tölvustýringu breyta heilmiklu í kringum okkur,“ segir Ari. Hann segir að við breytinguna muni sum störf hverfa, þá sérstaklega störf sem grundvallast á endurtekningum. Hins vegar muni ný störf myndast í staðinn. „Það verða sérstaklega tækifæri fyrir nýjar leiðir í framleiðslu, skapandi greinum og þjónustu, til að mynda heilbrigðisþjónustu.“ Ari segir að breytingarnar muni gagnast Íslendingum mjög vel og verði alls ekki dómsdagsbreytingar. Þvert á móti liggi mikil tækifæri í vélvæðingu starfa.Ari Kristinn Jónsson, rektor HR.Sveigjanleiki nauðsynlegur „Til þess að Ísland geti nýtt sér þessi tækifæri þurfum við að vera mjög vel undirbúin,“ segir Ari. Hann segir menntun þurfa að vera góða og að færni í samfélaginu þurfi að vera mikil til þess að nýta tæknina til fullnustu. Þar skipti sköpum að háskólar séu vel í stakk búnir, bæði að því er varðar fjármögnun og sveigjanleika þeirra. Svo þurfi rétta viðhorfið. „Viðhorfið á ekki að vera að læsa úti breytingarnar heldur að taka frumkvæði, vera sveigjanleg og nýta okkur þær til að gera Ísland að betri stað á grunni þeirrar sérstöðu og þeirra gæða sem við höfum.“ Einn mögulegur þáttur umrædds sveigjanleika er borgaralaun. Tæknifrömuðurinn Elon Musk, eigandi Tesla, SpaceX og fleiri fyrirtækja í tæknigeiranum, velti þessari hugmynd fyrir sér á dögunum í viðtali við CNBC. „Það eru frekar góðar líkur á að samfélagið taki upp borgaralaun eða eitthvað í þá áttina vegna vélvæðingar starfa. Ég er ekki viss um hvað annað væri hægt í stöðunni,“ sagði Musk. Nauðsynlegt sé að sjá um þá verkamenn sem missa störf sín í hendur vélmenna og gervigreindar. „Fólk mun þá hafa meiri tíma til þess að einbeita sér að áhugaverðari málum.“ Ari ætlar ekki að segja til um hvort borgaralaun séu rétta leiðin en segir samfélagið þó þurfa að vera undirbúið fyrir breytingarnar. „Það er mikilvægt að hafa í huga að við þurfum að vera sveigjanleg í því hvernig við nálgumst hlutina og vera opin fyrir nýjum leiðum,“ segir Ari. Hann segir að þó ekki sé ástæða til þess að ætla að störfum fækki heilt yfir breytist þau. Það krefjist sveigjanleika. „Störf geta horfið og svo líður ákveðinn tími áður en ný störf eru orðin til. Fólk getur líka þurft á endurþjálfun og endurmenntun að halda til að takast á við ný störf,“ segir Ari.Elon Musk, tæknifrömuður.nordicphotos/gettyEkki einangrað við verksmiðjur „Ég held að öll störf muni breytast mjög mikið. Breytingarnar eru ekki einangraðar við verksmiðjustörf,“ segir Ari. Sem dæmi um störf sem vélar geti tekið yfir nefnir hann sjálfkeyrandi bíla. „Það að koma tæki á milli staða krefst í sjálfu sér ekki innsæis mannsins.“ Hins vegar áætlar hann að í mörgum starfsgreinum muni störf ekki hverfa heldur breytast. „Menn fari að vinna með vélunum og leysa úr þegar eitthvað kemur upp á. Svo eru alls konar störf sem krefjast samskipta og sköpunargáfu, vélarnar taka það aldrei af okkur.“ Ari segir enga ástæðu til að ætla að breytingarnar verði einangraðar við ákveðnar starfsstéttir. Menntafólk sé ekki undanskilið breytingunum. Þá segir hann að erfitt verði að spá um tímasetningar byltingarinnar. „Allt sem þarf til að gera þetta er að verða tilbúið. Það er á lokametrunum í þróun. Það sem þarf að gerast er hins vegar þessi umbreyting líkt og gerðist með snjallsíma. Tæknin sem þurfti til þess að framleiða snjallsíma var til en svo varð allt í einu þessi umbreyting þegar allir þurftu að skipta yfir. Hver sá tímapunktur verður er erfitt að segja til um,“ segir Ari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Á næstu árum og áratugum er útlit fyrir að mikill fjöldi starfa muni breytast allverulega sökum aukinnar vélvæðingar. Nú þegar má sjá sjálfkeyrandi bíla og notkun véla við framleiðslu hefur vaxið jafnt og þétt. Mögulegt er að heilu starfsgreinarnar leggist niður á meðan aðrar breytist minna. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og tölvunarfræðingur, segir að þróunin á Íslandi verði í takt við það sem muni gerast annars staðar í heiminum. Störf muni breytast heilmikið með tilkomu nýrrar tækni. „Það sem er í raun og veru að gerast er það sem margir kalla fjórðu iðnbyltinguna. Þá mun tækni sem byggist á gervigreind, sjálfvirkni, tengingu og tölvustýringu breyta heilmiklu í kringum okkur,“ segir Ari. Hann segir að við breytinguna muni sum störf hverfa, þá sérstaklega störf sem grundvallast á endurtekningum. Hins vegar muni ný störf myndast í staðinn. „Það verða sérstaklega tækifæri fyrir nýjar leiðir í framleiðslu, skapandi greinum og þjónustu, til að mynda heilbrigðisþjónustu.“ Ari segir að breytingarnar muni gagnast Íslendingum mjög vel og verði alls ekki dómsdagsbreytingar. Þvert á móti liggi mikil tækifæri í vélvæðingu starfa.Ari Kristinn Jónsson, rektor HR.Sveigjanleiki nauðsynlegur „Til þess að Ísland geti nýtt sér þessi tækifæri þurfum við að vera mjög vel undirbúin,“ segir Ari. Hann segir menntun þurfa að vera góða og að færni í samfélaginu þurfi að vera mikil til þess að nýta tæknina til fullnustu. Þar skipti sköpum að háskólar séu vel í stakk búnir, bæði að því er varðar fjármögnun og sveigjanleika þeirra. Svo þurfi rétta viðhorfið. „Viðhorfið á ekki að vera að læsa úti breytingarnar heldur að taka frumkvæði, vera sveigjanleg og nýta okkur þær til að gera Ísland að betri stað á grunni þeirrar sérstöðu og þeirra gæða sem við höfum.“ Einn mögulegur þáttur umrædds sveigjanleika er borgaralaun. Tæknifrömuðurinn Elon Musk, eigandi Tesla, SpaceX og fleiri fyrirtækja í tæknigeiranum, velti þessari hugmynd fyrir sér á dögunum í viðtali við CNBC. „Það eru frekar góðar líkur á að samfélagið taki upp borgaralaun eða eitthvað í þá áttina vegna vélvæðingar starfa. Ég er ekki viss um hvað annað væri hægt í stöðunni,“ sagði Musk. Nauðsynlegt sé að sjá um þá verkamenn sem missa störf sín í hendur vélmenna og gervigreindar. „Fólk mun þá hafa meiri tíma til þess að einbeita sér að áhugaverðari málum.“ Ari ætlar ekki að segja til um hvort borgaralaun séu rétta leiðin en segir samfélagið þó þurfa að vera undirbúið fyrir breytingarnar. „Það er mikilvægt að hafa í huga að við þurfum að vera sveigjanleg í því hvernig við nálgumst hlutina og vera opin fyrir nýjum leiðum,“ segir Ari. Hann segir að þó ekki sé ástæða til þess að ætla að störfum fækki heilt yfir breytist þau. Það krefjist sveigjanleika. „Störf geta horfið og svo líður ákveðinn tími áður en ný störf eru orðin til. Fólk getur líka þurft á endurþjálfun og endurmenntun að halda til að takast á við ný störf,“ segir Ari.Elon Musk, tæknifrömuður.nordicphotos/gettyEkki einangrað við verksmiðjur „Ég held að öll störf muni breytast mjög mikið. Breytingarnar eru ekki einangraðar við verksmiðjustörf,“ segir Ari. Sem dæmi um störf sem vélar geti tekið yfir nefnir hann sjálfkeyrandi bíla. „Það að koma tæki á milli staða krefst í sjálfu sér ekki innsæis mannsins.“ Hins vegar áætlar hann að í mörgum starfsgreinum muni störf ekki hverfa heldur breytast. „Menn fari að vinna með vélunum og leysa úr þegar eitthvað kemur upp á. Svo eru alls konar störf sem krefjast samskipta og sköpunargáfu, vélarnar taka það aldrei af okkur.“ Ari segir enga ástæðu til að ætla að breytingarnar verði einangraðar við ákveðnar starfsstéttir. Menntafólk sé ekki undanskilið breytingunum. Þá segir hann að erfitt verði að spá um tímasetningar byltingarinnar. „Allt sem þarf til að gera þetta er að verða tilbúið. Það er á lokametrunum í þróun. Það sem þarf að gerast er hins vegar þessi umbreyting líkt og gerðist með snjallsíma. Tæknin sem þurfti til þess að framleiða snjallsíma var til en svo varð allt í einu þessi umbreyting þegar allir þurftu að skipta yfir. Hver sá tímapunktur verður er erfitt að segja til um,“ segir Ari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira