Verður stærsta leigufélag landsins Sæunn Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2016 09:33 Leigufélagið Ásabyggð á Ásbrú sameinast Heimavöllum leigufélagi og mun sameinað félag undir merkjum Heimavalla hafa um tvö þúsund íbúðir í rekstri. Vísir/GVA Leigufélagið Ásabyggð á Ásbrú sameinast Heimavöllum leigufélagi og mun sameinað félag undir merkjum Heimavalla hafa um tvö þúsund íbúðir í rekstri og stefnir félagið að skráningu á hlutabréfamarkað í lok næsta árs. Hið nýja sameinaða félag verður stærsta leigufélag landsins á almennum markaði segir í tilkynningu. Ásabyggð á 716 leiguíbúðir á Ásbrú. Íbúðirnar hafa verið leigðar námsmönnum hjá Keili auk þess að vera leigðar á almennum markaði. Rekstur Ásabyggðar hófst fyrir liðlega 10 árum í tengslum við þróun og mótun framtíðarbyggðar gamla varnarliðssvæðisins undir forystu fasteignaþróunarfélagsins Klasa. Uppbyggingin á svæðinu hefur gengið vel og hefur nálægðin við flugvöllinn í Keflavík, sem er einn allra stærsti vinnustaður landsins, skapað mörg atvinnutækifæri fyrir íbúa svæðisins. Heimavellir leigufélag var stofnað árið 2014 með samruna þriggja starfandi leigufélaga. Markmiðið var að byggja upp öflugt leigufélag að norrænni fyrirmynd sem gæti boðið einstaklingum og fjölskyldum upp á örugga langtímaleigu. Uppbygging félagsins hefur fyrst og fremst falist í sameiningum og yfirtökum starfandi leigufélaga. Í dag eiga og reka Heimavellir ríflega 960 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og í völdum þéttbýliskjörnum úti á landi. Þá hefur félagið gengið frá kaupum á um 300 nýjum leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu sem fara í útleigu á næstu mánuðum eins og tilkynnt var nýlega.Sameinað félagAð baki Heimavalla stendur breiður hópur 59 hluthafa sem telur meðal annars fjárfestingarfélög, lífeyrissjóði, tryggingafélög og einstaklinga. Við sameiningu félaganna er fyrirhugað að viðhalda núverandi samstarfi á Ásbrúarsvæðinu varðandi útleigu og þjónustu við viðskiptavini. Með tíð og tíma verða samstarfssamningar endurskoðaðir í ljósi þeirra breytinga sem verða á félaginu við sameiningu þess. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka er ráðgjafi eigenda Ásabyggðar í fyrirhuguðum samruna. Eftir viðskiptin bætast félögin Klasi fjárfesting hf., M75 ehf., Stotalækur ehf., Gani ehf. og Snæból ehf. í hluthafahóp Heimavalla. Samanlögð heildarvelta Ásabyggðar og Heimavalla á fyrri helmingi þessa árs var um 960 milljónir króna. Sameinað félag mun eiga og reka yfir tvö þúsund leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Starfsmenn sameinaðs félags verða 16 talsins í 14,5 stöðugildum. Tengdar fréttir Guðbrandur ráðinn til Heimavalla Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavalla og mun hann hefja störf föstudaginn 1. apríl 2016. 31. mars 2016 15:48 Fjörutíu prósent færri íbúðir nú í eigu Íbúðalánasjóðs Á tveimur árum hefur eignum Íbúðalánasjóðs fækkað um átta hundruð. Stefnt er að sölu níu hundruð eigna á árinu. Mikil eignasala hefur átt sér stað á Suðurnesjum. Meirihluti íbúða er seldur einstaklingum. 27. apríl 2016 07:00 Íbúðalánasjóður selur 139 íbúðir Heimavellir slhf. hefur keypt 139 íbúðir af Íbúðalánasjóði á 1,83 milljarða króna. 20. apríl 2016 09:42 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Leigufélagið Ásabyggð á Ásbrú sameinast Heimavöllum leigufélagi og mun sameinað félag undir merkjum Heimavalla hafa um tvö þúsund íbúðir í rekstri og stefnir félagið að skráningu á hlutabréfamarkað í lok næsta árs. Hið nýja sameinaða félag verður stærsta leigufélag landsins á almennum markaði segir í tilkynningu. Ásabyggð á 716 leiguíbúðir á Ásbrú. Íbúðirnar hafa verið leigðar námsmönnum hjá Keili auk þess að vera leigðar á almennum markaði. Rekstur Ásabyggðar hófst fyrir liðlega 10 árum í tengslum við þróun og mótun framtíðarbyggðar gamla varnarliðssvæðisins undir forystu fasteignaþróunarfélagsins Klasa. Uppbyggingin á svæðinu hefur gengið vel og hefur nálægðin við flugvöllinn í Keflavík, sem er einn allra stærsti vinnustaður landsins, skapað mörg atvinnutækifæri fyrir íbúa svæðisins. Heimavellir leigufélag var stofnað árið 2014 með samruna þriggja starfandi leigufélaga. Markmiðið var að byggja upp öflugt leigufélag að norrænni fyrirmynd sem gæti boðið einstaklingum og fjölskyldum upp á örugga langtímaleigu. Uppbygging félagsins hefur fyrst og fremst falist í sameiningum og yfirtökum starfandi leigufélaga. Í dag eiga og reka Heimavellir ríflega 960 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og í völdum þéttbýliskjörnum úti á landi. Þá hefur félagið gengið frá kaupum á um 300 nýjum leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu sem fara í útleigu á næstu mánuðum eins og tilkynnt var nýlega.Sameinað félagAð baki Heimavalla stendur breiður hópur 59 hluthafa sem telur meðal annars fjárfestingarfélög, lífeyrissjóði, tryggingafélög og einstaklinga. Við sameiningu félaganna er fyrirhugað að viðhalda núverandi samstarfi á Ásbrúarsvæðinu varðandi útleigu og þjónustu við viðskiptavini. Með tíð og tíma verða samstarfssamningar endurskoðaðir í ljósi þeirra breytinga sem verða á félaginu við sameiningu þess. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka er ráðgjafi eigenda Ásabyggðar í fyrirhuguðum samruna. Eftir viðskiptin bætast félögin Klasi fjárfesting hf., M75 ehf., Stotalækur ehf., Gani ehf. og Snæból ehf. í hluthafahóp Heimavalla. Samanlögð heildarvelta Ásabyggðar og Heimavalla á fyrri helmingi þessa árs var um 960 milljónir króna. Sameinað félag mun eiga og reka yfir tvö þúsund leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Starfsmenn sameinaðs félags verða 16 talsins í 14,5 stöðugildum.
Tengdar fréttir Guðbrandur ráðinn til Heimavalla Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavalla og mun hann hefja störf föstudaginn 1. apríl 2016. 31. mars 2016 15:48 Fjörutíu prósent færri íbúðir nú í eigu Íbúðalánasjóðs Á tveimur árum hefur eignum Íbúðalánasjóðs fækkað um átta hundruð. Stefnt er að sölu níu hundruð eigna á árinu. Mikil eignasala hefur átt sér stað á Suðurnesjum. Meirihluti íbúða er seldur einstaklingum. 27. apríl 2016 07:00 Íbúðalánasjóður selur 139 íbúðir Heimavellir slhf. hefur keypt 139 íbúðir af Íbúðalánasjóði á 1,83 milljarða króna. 20. apríl 2016 09:42 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Guðbrandur ráðinn til Heimavalla Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavalla og mun hann hefja störf föstudaginn 1. apríl 2016. 31. mars 2016 15:48
Fjörutíu prósent færri íbúðir nú í eigu Íbúðalánasjóðs Á tveimur árum hefur eignum Íbúðalánasjóðs fækkað um átta hundruð. Stefnt er að sölu níu hundruð eigna á árinu. Mikil eignasala hefur átt sér stað á Suðurnesjum. Meirihluti íbúða er seldur einstaklingum. 27. apríl 2016 07:00
Íbúðalánasjóður selur 139 íbúðir Heimavellir slhf. hefur keypt 139 íbúðir af Íbúðalánasjóði á 1,83 milljarða króna. 20. apríl 2016 09:42