Handbolti

Lærisveinar Dags sluppu með skrekkinn gegn nágrönnunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dagur í leik með þýska landsliðinu.
Dagur í leik með þýska landsliðinu. Vísir/getty
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu í handbolta þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum í naumum 23-22 sigri á nágrönnunum í Sviss.

Flestir áttu eflaust von á auðveldum sigri ríkjandi Evrópumeistaranna gegn nágrönnum sínum sem hafa ekki komist á stórmót í tuttugu ár.

Þýskaland leiddi 12-11 í hálfleik en Sviss náði að halda í við Þjóðverja og náði forskotinu 22-21 stuttu fyrir leikslok.

Taugar þýska liðsins reyndust hinsvegar sterkari á lokamínútunum og fögnuðu Þjóðverjar að lokum  naumum sigri.

Var þetta annar sigur Þjóðverja í röð sem eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en Slóvenar geta komist upp að hlið Þýskalandi með sigri gegn Portúgal síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×