Fordæmalausri fjölgun er spáð Svavar Hávarðsson skrifar 22. október 2016 07:00 Næstu fjögur árin verða til 876 ný störf á ári á Keflavíkurflugvelli - eftirspurn er þegar meiri en framboð á húsnæði á Suðurnesjum. Vísir/Stefán Staðan á fasteignamarkaði á Suðurnesjum hefur gjörbreyst á stuttum tíma en eftirspurn er nú meiri en framboð. Frágengnir kaupsamningar á fyrstu níu mánuðum ársins eru helmingi fleiri en allt árið 2013. Á sama tíma er fordæmalausri fjölgun starfa spáð á svæðinu á næstu árum og áratugum, með fyrirsjáanlegum þrýstingi á fasteignamarkaðinn. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi er því spáð að fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli næstu tvo áratugina jafngildi að meðaltali einu álveri árlega – eða rúmlega 400 manns. Rætist þessi spá verður það gríðarlega flókið verkefni fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, og landsmenn alla, að mæta þeirri fólksfjölgun sem um ræðir og er án fordæma, eins og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, benti á. Í greiningu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sem kynnt var á mánudag, er bent á ýmsar ástæður og skýringar sem þessu tengjast. Fyrir það fyrsta hefur fólksfjölgun hvergi verið meiri en á Suðurnesjum síðasta áratug, eða 25,6 prósent. „Þessi mikla fólksfjölgun síðastliðin tíu ár á Suðurnesjum skýrist einna helst af uppbyggingu í Innri-Njarðvík og nýrri íbúðabyggð á Varnarstöðinni, erlendu vinnuafli og auknum fólksflutningum af höfuðborgarsvæðinu vegna ódýrara íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum,“ segir þar.Ingólfur BenderÞar segir einnig að laun hafi hækkað á bilinu tíu til 22 prósent eftir landshlutum frá 2010 og hefur mesta launahækkunin átt sér stað á Suðurnesjum, eða 22 prósent, en þar á eftir kemur höfuðborgarsvæðið með sautján prósent. Sé launaþróun á Suðurnesjum skoðuð í samhengi við þróun á íbúðaverði sést að laun hafa hækkað 29 prósentustigum umfram íbúðaverð, segir í greiningunni. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir þróunina á Suðurnesjum sérstaklega áhugaverða í því ljósi að svæðið hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á nokkurra ára tímabili – frá mesta atvinnuleysi á landsvísu eftir hrun, yfir í blómstrandi ferðaþjónustu dagsins í dag með tilheyrandi uppbyggingu. „Nú bregður svo við að hverfandi atvinnuleysi er á svæðinu og innflutningur á vinnuafli töluvert mikill. Nú þegar er skortur á húsnæði sem þrýstir verðinu upp og ljóst að fasteignamarkaðurinn mun ekki halda í við vöxtinn nema talsvert verði byggt af húsnæði,“ segir Ingólfur og bætir við að sérstaðan sé ekki síst sú að þrýstingur á fasteignamarkaðinn kemur frá auknu vinnuafli á svæðinu, en minna frá ferðamanninum beint sjálfum eins og í Reykjavík þar sem rúmlega þrjú þúsund eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Slagar hátt upp í íbúafjölda Gangi spár eftir um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fjölgar beinum störfum um 11.000 á 20 árum, en það jafngildir helmingi allra íbúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Bæjarstjóri segir verkefnið áskorun. 14. október 2016 07:00 Fjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni Greining Íslandsbanka spáir 11,4 prósenta hækkun íbúðarhúsnæðis á næsta ári. Aldrei hefur verið minna framboð íbúða á söluskrá og styttri sölutími. Skráðum eignum til útleigu á Airbnb í Reykjavík hefur fjölgað um 80 prósent. 18. október 2016 07:00 Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Skortur á lóðum og sala þeirra á milli fjárfesta þrýstir á hærra lóðaverð. Lóðaverð er nú 5 til 10 milljónir króna á hverja íbúð. Ódýrari lóðir og einfaldara byggingarregluverk þarf til að sinna húsnæðismarkaðinum. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Staðan á fasteignamarkaði á Suðurnesjum hefur gjörbreyst á stuttum tíma en eftirspurn er nú meiri en framboð. Frágengnir kaupsamningar á fyrstu níu mánuðum ársins eru helmingi fleiri en allt árið 2013. Á sama tíma er fordæmalausri fjölgun starfa spáð á svæðinu á næstu árum og áratugum, með fyrirsjáanlegum þrýstingi á fasteignamarkaðinn. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi er því spáð að fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli næstu tvo áratugina jafngildi að meðaltali einu álveri árlega – eða rúmlega 400 manns. Rætist þessi spá verður það gríðarlega flókið verkefni fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, og landsmenn alla, að mæta þeirri fólksfjölgun sem um ræðir og er án fordæma, eins og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, benti á. Í greiningu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sem kynnt var á mánudag, er bent á ýmsar ástæður og skýringar sem þessu tengjast. Fyrir það fyrsta hefur fólksfjölgun hvergi verið meiri en á Suðurnesjum síðasta áratug, eða 25,6 prósent. „Þessi mikla fólksfjölgun síðastliðin tíu ár á Suðurnesjum skýrist einna helst af uppbyggingu í Innri-Njarðvík og nýrri íbúðabyggð á Varnarstöðinni, erlendu vinnuafli og auknum fólksflutningum af höfuðborgarsvæðinu vegna ódýrara íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum,“ segir þar.Ingólfur BenderÞar segir einnig að laun hafi hækkað á bilinu tíu til 22 prósent eftir landshlutum frá 2010 og hefur mesta launahækkunin átt sér stað á Suðurnesjum, eða 22 prósent, en þar á eftir kemur höfuðborgarsvæðið með sautján prósent. Sé launaþróun á Suðurnesjum skoðuð í samhengi við þróun á íbúðaverði sést að laun hafa hækkað 29 prósentustigum umfram íbúðaverð, segir í greiningunni. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir þróunina á Suðurnesjum sérstaklega áhugaverða í því ljósi að svæðið hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á nokkurra ára tímabili – frá mesta atvinnuleysi á landsvísu eftir hrun, yfir í blómstrandi ferðaþjónustu dagsins í dag með tilheyrandi uppbyggingu. „Nú bregður svo við að hverfandi atvinnuleysi er á svæðinu og innflutningur á vinnuafli töluvert mikill. Nú þegar er skortur á húsnæði sem þrýstir verðinu upp og ljóst að fasteignamarkaðurinn mun ekki halda í við vöxtinn nema talsvert verði byggt af húsnæði,“ segir Ingólfur og bætir við að sérstaðan sé ekki síst sú að þrýstingur á fasteignamarkaðinn kemur frá auknu vinnuafli á svæðinu, en minna frá ferðamanninum beint sjálfum eins og í Reykjavík þar sem rúmlega þrjú þúsund eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Slagar hátt upp í íbúafjölda Gangi spár eftir um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fjölgar beinum störfum um 11.000 á 20 árum, en það jafngildir helmingi allra íbúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Bæjarstjóri segir verkefnið áskorun. 14. október 2016 07:00 Fjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni Greining Íslandsbanka spáir 11,4 prósenta hækkun íbúðarhúsnæðis á næsta ári. Aldrei hefur verið minna framboð íbúða á söluskrá og styttri sölutími. Skráðum eignum til útleigu á Airbnb í Reykjavík hefur fjölgað um 80 prósent. 18. október 2016 07:00 Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Skortur á lóðum og sala þeirra á milli fjárfesta þrýstir á hærra lóðaverð. Lóðaverð er nú 5 til 10 milljónir króna á hverja íbúð. Ódýrari lóðir og einfaldara byggingarregluverk þarf til að sinna húsnæðismarkaðinum. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Slagar hátt upp í íbúafjölda Gangi spár eftir um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fjölgar beinum störfum um 11.000 á 20 árum, en það jafngildir helmingi allra íbúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Bæjarstjóri segir verkefnið áskorun. 14. október 2016 07:00
Fjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni Greining Íslandsbanka spáir 11,4 prósenta hækkun íbúðarhúsnæðis á næsta ári. Aldrei hefur verið minna framboð íbúða á söluskrá og styttri sölutími. Skráðum eignum til útleigu á Airbnb í Reykjavík hefur fjölgað um 80 prósent. 18. október 2016 07:00
Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Skortur á lóðum og sala þeirra á milli fjárfesta þrýstir á hærra lóðaverð. Lóðaverð er nú 5 til 10 milljónir króna á hverja íbúð. Ódýrari lóðir og einfaldara byggingarregluverk þarf til að sinna húsnæðismarkaðinum. 20. október 2016 07:00