Fjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni Sæunn Gísladóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Tæplega sjö árslaun þarf til að greiða fyrir hundrað fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 1,8 árslaun fyrir sambærilega íbúð á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Sé miðað við að meðaleinstaklingur (með húsnæðislán) verji 16,5 prósentum af ráðstöfunartekjum í húsnæðiskostnað, eins og raunin var árið 2014, má áætla að það taki um 42 ár að greiða niður íbúðina á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 11 ár á Vestfjörðum. Munurinn á milli dýrasta og ódýrasta fermetrans eftir landshlutum á árinu 2015 var um 286 prósent á meðan munur á milli hæstu og lægstu launa nam 24 prósentum. Því eru aðrir áhrifaþættir en laun sem valda þeim mikla mun sem sést á fermetraverði eftir landshlutum. Greining Íslandsbanka spáir því að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 9,3 prósent í ár, 11,4 prósent á næsta ári og um 6,6 prósent á árinu 2018. Jafnframt er því spáð að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 7,8 prósent í ár, 9,7 prósent á næsta ári og um 3,4 prósent á árinu 2018.1,8 árslaun þarf til að kaupa 100 fermetra íbúð á Vestfjörðum.vísir/pjeturVerð íbúðarhúsnæðis á móti launum, leiguverði og byggingarkostnaði er ekki langt frá langtíma meðaltali. Það gefur til kynna að ekki sé verðbóla á íbúðamarkaði. Ein ástæða hækkunar húsnæðisverðs um þessar mundir að mati greiningarinnar er hröð hækkun kaupmáttar. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur launa muni aukast um tíu prósent á þessu ári, og 5,2 prósent á því næsta. Vaxandi kaupmáttur ráðstöfunartekna ásamt lýðfræðilegum þáttum, vexti í ferðaþjónustu og takmörkuðu framboði nýbygginga mun þrýsta verði upp. Deilihagkerfið hefur vaxið hratt undanfarin ár, en 3.049 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. Á hverjum degi í júlí var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík í leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Einnig kemur fram í greiningunni að heildarfjöldi íbúða á söluskrá hefur ekki verið minni svo langt sem gögn Þjóðskrár Íslands ná, en einnig hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Tæplega sjö árslaun þarf til að greiða fyrir hundrað fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 1,8 árslaun fyrir sambærilega íbúð á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Sé miðað við að meðaleinstaklingur (með húsnæðislán) verji 16,5 prósentum af ráðstöfunartekjum í húsnæðiskostnað, eins og raunin var árið 2014, má áætla að það taki um 42 ár að greiða niður íbúðina á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 11 ár á Vestfjörðum. Munurinn á milli dýrasta og ódýrasta fermetrans eftir landshlutum á árinu 2015 var um 286 prósent á meðan munur á milli hæstu og lægstu launa nam 24 prósentum. Því eru aðrir áhrifaþættir en laun sem valda þeim mikla mun sem sést á fermetraverði eftir landshlutum. Greining Íslandsbanka spáir því að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 9,3 prósent í ár, 11,4 prósent á næsta ári og um 6,6 prósent á árinu 2018. Jafnframt er því spáð að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 7,8 prósent í ár, 9,7 prósent á næsta ári og um 3,4 prósent á árinu 2018.1,8 árslaun þarf til að kaupa 100 fermetra íbúð á Vestfjörðum.vísir/pjeturVerð íbúðarhúsnæðis á móti launum, leiguverði og byggingarkostnaði er ekki langt frá langtíma meðaltali. Það gefur til kynna að ekki sé verðbóla á íbúðamarkaði. Ein ástæða hækkunar húsnæðisverðs um þessar mundir að mati greiningarinnar er hröð hækkun kaupmáttar. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur launa muni aukast um tíu prósent á þessu ári, og 5,2 prósent á því næsta. Vaxandi kaupmáttur ráðstöfunartekna ásamt lýðfræðilegum þáttum, vexti í ferðaþjónustu og takmörkuðu framboði nýbygginga mun þrýsta verði upp. Deilihagkerfið hefur vaxið hratt undanfarin ár, en 3.049 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. Á hverjum degi í júlí var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík í leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Einnig kemur fram í greiningunni að heildarfjöldi íbúða á söluskrá hefur ekki verið minni svo langt sem gögn Þjóðskrár Íslands ná, en einnig hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent