Stórfyrirtæki kaupir Vaka fiskeldiskerfi Hafliði Helgason skrifar 26. október 2016 09:19 Ánægja er meðal forsvarsmanna Vaka fiskeldiskerfa með kaup bandaríska stórfyrirtækisins Pentair á fyrirtækinu. Forstjóri Vaka sér mikil framtíðartækifæri með nýjum eiganda. Bandaríska fyrirtækið Pentair Aquatic Eco Systems Ltd. hefur fest kaup á Vaka fiskeldiskerfum. Vaki, sem hlotið hefur bæði Nýsköpunarverðlaun Útflutningsráðs og Útflutningsverðlaun forseta Íslands, hefur verið leiðandi afl í vöruþróun innan fiskeldis um allan heim í þrjá áratugi. „Við erum mjög ánægð með þessi viðskipti og teljum þau mikla viðurkenningu fyrir stöðu og starfsemi okkar undanfarin ár," segir Hermann Kristjánsson, forstjóri Vaka. Hann segir kaupin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en Pentair sé ekki fyrsta fyrirtækið sem sýni Vaka áhuga. "Sterk staða Vaka á helstu mörkuðum og öflug nýsköpun, þar sem beitt er nýjustu tækni við myndgreiningu og tölvusjón, hefur vakið áhuga margra aðila, og er Pentair ekki fyrsta fyrirtækið sem sýnir Vaka áhuga," segir Hermann. Hann segist sjá mikil tækifæri til framtíðar fyrir fyrirtækið með nýjum eiganda. Áætluð velta á þessu ári er 1,3 milljarðar króna, en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) í fyrra var 139 milljónir króna. Verð í viðskiptunum er trúnaðarmál, en rekstur fyrirtækisins hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár og afkoman góð. Hjá fyrirtækinu starfa nú 28 manns hér á Íslandi, auk 22 til viðbótar í dótturfélögum í Chile, Noregi og Skotlandi. Yfir 90% af umsvifum Vaka eru á erlendum mörkuðum og áherslan hér heima er á vöruþróun, þjónustu og sölu. Framleiðslan hefur að mestu leyti verið hjá íslenskum undirverktökum sem sinna bæði rafeindavinnu, stálsmíði og samsetningu af ýmsum toga. Helstu vörur Vaka eru fiskiteljarar, búnaður til stærðarmælinga á eldisfiski, ásamt dælum, flokkurum, fóðurkerfi og öðrum vörum fyrir iðnvætt fiskeldi. Pentair er skráð í kauphöllina í New York og hefur 30.000 starfsmenn í 60 löndum sem starfa m.a. innan orkugeirans, matvælaiðnaðar, vatnsmeðhöndlunar og fjarskipta og er veltan um átta milljarðar dollara eða yfir 900 milljarðar króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í búnaði til vatnshreinsunar og auðgunar vatnsgæða, hönnun endurnýtingarkerfa fyrir fiskeldisstöðvar, vatnsdælum, fiskidælum og mælibúnaði af ýmsum toga. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Pentair Aquatic Eco Systems Ltd. hefur fest kaup á Vaka fiskeldiskerfum. Vaki, sem hlotið hefur bæði Nýsköpunarverðlaun Útflutningsráðs og Útflutningsverðlaun forseta Íslands, hefur verið leiðandi afl í vöruþróun innan fiskeldis um allan heim í þrjá áratugi. „Við erum mjög ánægð með þessi viðskipti og teljum þau mikla viðurkenningu fyrir stöðu og starfsemi okkar undanfarin ár," segir Hermann Kristjánsson, forstjóri Vaka. Hann segir kaupin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en Pentair sé ekki fyrsta fyrirtækið sem sýni Vaka áhuga. "Sterk staða Vaka á helstu mörkuðum og öflug nýsköpun, þar sem beitt er nýjustu tækni við myndgreiningu og tölvusjón, hefur vakið áhuga margra aðila, og er Pentair ekki fyrsta fyrirtækið sem sýnir Vaka áhuga," segir Hermann. Hann segist sjá mikil tækifæri til framtíðar fyrir fyrirtækið með nýjum eiganda. Áætluð velta á þessu ári er 1,3 milljarðar króna, en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) í fyrra var 139 milljónir króna. Verð í viðskiptunum er trúnaðarmál, en rekstur fyrirtækisins hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár og afkoman góð. Hjá fyrirtækinu starfa nú 28 manns hér á Íslandi, auk 22 til viðbótar í dótturfélögum í Chile, Noregi og Skotlandi. Yfir 90% af umsvifum Vaka eru á erlendum mörkuðum og áherslan hér heima er á vöruþróun, þjónustu og sölu. Framleiðslan hefur að mestu leyti verið hjá íslenskum undirverktökum sem sinna bæði rafeindavinnu, stálsmíði og samsetningu af ýmsum toga. Helstu vörur Vaka eru fiskiteljarar, búnaður til stærðarmælinga á eldisfiski, ásamt dælum, flokkurum, fóðurkerfi og öðrum vörum fyrir iðnvætt fiskeldi. Pentair er skráð í kauphöllina í New York og hefur 30.000 starfsmenn í 60 löndum sem starfa m.a. innan orkugeirans, matvælaiðnaðar, vatnsmeðhöndlunar og fjarskipta og er veltan um átta milljarðar dollara eða yfir 900 milljarðar króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í búnaði til vatnshreinsunar og auðgunar vatnsgæða, hönnun endurnýtingarkerfa fyrir fiskeldisstöðvar, vatnsdælum, fiskidælum og mælibúnaði af ýmsum toga.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira