Stórfyrirtæki kaupir Vaka fiskeldiskerfi Hafliði Helgason skrifar 26. október 2016 09:19 Ánægja er meðal forsvarsmanna Vaka fiskeldiskerfa með kaup bandaríska stórfyrirtækisins Pentair á fyrirtækinu. Forstjóri Vaka sér mikil framtíðartækifæri með nýjum eiganda. Bandaríska fyrirtækið Pentair Aquatic Eco Systems Ltd. hefur fest kaup á Vaka fiskeldiskerfum. Vaki, sem hlotið hefur bæði Nýsköpunarverðlaun Útflutningsráðs og Útflutningsverðlaun forseta Íslands, hefur verið leiðandi afl í vöruþróun innan fiskeldis um allan heim í þrjá áratugi. „Við erum mjög ánægð með þessi viðskipti og teljum þau mikla viðurkenningu fyrir stöðu og starfsemi okkar undanfarin ár," segir Hermann Kristjánsson, forstjóri Vaka. Hann segir kaupin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en Pentair sé ekki fyrsta fyrirtækið sem sýni Vaka áhuga. "Sterk staða Vaka á helstu mörkuðum og öflug nýsköpun, þar sem beitt er nýjustu tækni við myndgreiningu og tölvusjón, hefur vakið áhuga margra aðila, og er Pentair ekki fyrsta fyrirtækið sem sýnir Vaka áhuga," segir Hermann. Hann segist sjá mikil tækifæri til framtíðar fyrir fyrirtækið með nýjum eiganda. Áætluð velta á þessu ári er 1,3 milljarðar króna, en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) í fyrra var 139 milljónir króna. Verð í viðskiptunum er trúnaðarmál, en rekstur fyrirtækisins hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár og afkoman góð. Hjá fyrirtækinu starfa nú 28 manns hér á Íslandi, auk 22 til viðbótar í dótturfélögum í Chile, Noregi og Skotlandi. Yfir 90% af umsvifum Vaka eru á erlendum mörkuðum og áherslan hér heima er á vöruþróun, þjónustu og sölu. Framleiðslan hefur að mestu leyti verið hjá íslenskum undirverktökum sem sinna bæði rafeindavinnu, stálsmíði og samsetningu af ýmsum toga. Helstu vörur Vaka eru fiskiteljarar, búnaður til stærðarmælinga á eldisfiski, ásamt dælum, flokkurum, fóðurkerfi og öðrum vörum fyrir iðnvætt fiskeldi. Pentair er skráð í kauphöllina í New York og hefur 30.000 starfsmenn í 60 löndum sem starfa m.a. innan orkugeirans, matvælaiðnaðar, vatnsmeðhöndlunar og fjarskipta og er veltan um átta milljarðar dollara eða yfir 900 milljarðar króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í búnaði til vatnshreinsunar og auðgunar vatnsgæða, hönnun endurnýtingarkerfa fyrir fiskeldisstöðvar, vatnsdælum, fiskidælum og mælibúnaði af ýmsum toga. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Pentair Aquatic Eco Systems Ltd. hefur fest kaup á Vaka fiskeldiskerfum. Vaki, sem hlotið hefur bæði Nýsköpunarverðlaun Útflutningsráðs og Útflutningsverðlaun forseta Íslands, hefur verið leiðandi afl í vöruþróun innan fiskeldis um allan heim í þrjá áratugi. „Við erum mjög ánægð með þessi viðskipti og teljum þau mikla viðurkenningu fyrir stöðu og starfsemi okkar undanfarin ár," segir Hermann Kristjánsson, forstjóri Vaka. Hann segir kaupin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en Pentair sé ekki fyrsta fyrirtækið sem sýni Vaka áhuga. "Sterk staða Vaka á helstu mörkuðum og öflug nýsköpun, þar sem beitt er nýjustu tækni við myndgreiningu og tölvusjón, hefur vakið áhuga margra aðila, og er Pentair ekki fyrsta fyrirtækið sem sýnir Vaka áhuga," segir Hermann. Hann segist sjá mikil tækifæri til framtíðar fyrir fyrirtækið með nýjum eiganda. Áætluð velta á þessu ári er 1,3 milljarðar króna, en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) í fyrra var 139 milljónir króna. Verð í viðskiptunum er trúnaðarmál, en rekstur fyrirtækisins hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár og afkoman góð. Hjá fyrirtækinu starfa nú 28 manns hér á Íslandi, auk 22 til viðbótar í dótturfélögum í Chile, Noregi og Skotlandi. Yfir 90% af umsvifum Vaka eru á erlendum mörkuðum og áherslan hér heima er á vöruþróun, þjónustu og sölu. Framleiðslan hefur að mestu leyti verið hjá íslenskum undirverktökum sem sinna bæði rafeindavinnu, stálsmíði og samsetningu af ýmsum toga. Helstu vörur Vaka eru fiskiteljarar, búnaður til stærðarmælinga á eldisfiski, ásamt dælum, flokkurum, fóðurkerfi og öðrum vörum fyrir iðnvætt fiskeldi. Pentair er skráð í kauphöllina í New York og hefur 30.000 starfsmenn í 60 löndum sem starfa m.a. innan orkugeirans, matvælaiðnaðar, vatnsmeðhöndlunar og fjarskipta og er veltan um átta milljarðar dollara eða yfir 900 milljarðar króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í búnaði til vatnshreinsunar og auðgunar vatnsgæða, hönnun endurnýtingarkerfa fyrir fiskeldisstöðvar, vatnsdælum, fiskidælum og mælibúnaði af ýmsum toga.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent