Mikill áhugi á uppbyggingu hleðslustöðva: Sótt um 800 milljónir en 200 í boði Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2016 07:00 Hleðslustöðvum fyrir rafbíla fjölgar hratt þessa dagana - og er til vitnis um aukinn áhuga á nýrri tækni. vísir/pjetur Mikill áhugi á átaksverkefni stjórnvalda, Rafbílar – átak í innviðum, kom ljóslega fram í fjölda styrkumsókna frá fyrirtækjum og sveitarfélögum – en verkefnið miðar að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir hleðslu rafbíla á landsvísu á komandi árum. Sótt var um fjórfalt hærri upphæð en stjórnvöld ætla til verkefnisins á næstu þremur árum, eða rétt tæplega 800 milljónir króna. Á fjárlögum 2016 er að finna tímabundna fjárheimild að fjárhæð 67 milljónir króna á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Er verkefnið eitt af átta verkefnum í sóknaráætluninni sem miða að samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, sem fellur undir Orkustofnun, segir áhugann á verkefninu meiri en búist var við; alls bárust 33 umsóknir frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp hverjir sóttu um, en einhver skörun umsókna er ekki útilokuð. Stóra myndin liggur þó fyrir. „Heildarupphæðin sem sótt er um er 800 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við verkefnin sem um ræðir er rétt um tveir milljarðar króna þannig að áhuginn er gríðarlegur,“ segir Jakob og bætir við að augljóslega fái ekki allir það sem sóst er eftir. Hægt var að sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir styrkir til fjárfestinga og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði hvers verkefnis, sem þýðir að sá sem sækir um ætlar að leggja fram sömu upphæð, eða meira eins og tölurnar sýna en hugmyndir um uppbyggingu í umsóknum eru um milljarður – 200 milljónum meira en ef um krónu á móti krónu væri að ræða. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 milljónir en tvær milljónir að lágmarki. „Það eru margir sem hafa stórar hugmyndir um uppbyggingu. Umsækjendur tala um að á næstu árum muni þrýstingur á fjölgun rafbíla aukast stórlega, og ef ríkið ætlar að koma að því þá þurfi að bæta í,“ segir Jakob og vísar til texta umsóknanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Mikill áhugi á átaksverkefni stjórnvalda, Rafbílar – átak í innviðum, kom ljóslega fram í fjölda styrkumsókna frá fyrirtækjum og sveitarfélögum – en verkefnið miðar að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir hleðslu rafbíla á landsvísu á komandi árum. Sótt var um fjórfalt hærri upphæð en stjórnvöld ætla til verkefnisins á næstu þremur árum, eða rétt tæplega 800 milljónir króna. Á fjárlögum 2016 er að finna tímabundna fjárheimild að fjárhæð 67 milljónir króna á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Er verkefnið eitt af átta verkefnum í sóknaráætluninni sem miða að samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, sem fellur undir Orkustofnun, segir áhugann á verkefninu meiri en búist var við; alls bárust 33 umsóknir frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp hverjir sóttu um, en einhver skörun umsókna er ekki útilokuð. Stóra myndin liggur þó fyrir. „Heildarupphæðin sem sótt er um er 800 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við verkefnin sem um ræðir er rétt um tveir milljarðar króna þannig að áhuginn er gríðarlegur,“ segir Jakob og bætir við að augljóslega fái ekki allir það sem sóst er eftir. Hægt var að sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir styrkir til fjárfestinga og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði hvers verkefnis, sem þýðir að sá sem sækir um ætlar að leggja fram sömu upphæð, eða meira eins og tölurnar sýna en hugmyndir um uppbyggingu í umsóknum eru um milljarður – 200 milljónum meira en ef um krónu á móti krónu væri að ræða. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 milljónir en tvær milljónir að lágmarki. „Það eru margir sem hafa stórar hugmyndir um uppbyggingu. Umsækjendur tala um að á næstu árum muni þrýstingur á fjölgun rafbíla aukast stórlega, og ef ríkið ætlar að koma að því þá þurfi að bæta í,“ segir Jakob og vísar til texta umsóknanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira