Mikill áhugi á uppbyggingu hleðslustöðva: Sótt um 800 milljónir en 200 í boði Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2016 07:00 Hleðslustöðvum fyrir rafbíla fjölgar hratt þessa dagana - og er til vitnis um aukinn áhuga á nýrri tækni. vísir/pjetur Mikill áhugi á átaksverkefni stjórnvalda, Rafbílar – átak í innviðum, kom ljóslega fram í fjölda styrkumsókna frá fyrirtækjum og sveitarfélögum – en verkefnið miðar að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir hleðslu rafbíla á landsvísu á komandi árum. Sótt var um fjórfalt hærri upphæð en stjórnvöld ætla til verkefnisins á næstu þremur árum, eða rétt tæplega 800 milljónir króna. Á fjárlögum 2016 er að finna tímabundna fjárheimild að fjárhæð 67 milljónir króna á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Er verkefnið eitt af átta verkefnum í sóknaráætluninni sem miða að samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, sem fellur undir Orkustofnun, segir áhugann á verkefninu meiri en búist var við; alls bárust 33 umsóknir frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp hverjir sóttu um, en einhver skörun umsókna er ekki útilokuð. Stóra myndin liggur þó fyrir. „Heildarupphæðin sem sótt er um er 800 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við verkefnin sem um ræðir er rétt um tveir milljarðar króna þannig að áhuginn er gríðarlegur,“ segir Jakob og bætir við að augljóslega fái ekki allir það sem sóst er eftir. Hægt var að sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir styrkir til fjárfestinga og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði hvers verkefnis, sem þýðir að sá sem sækir um ætlar að leggja fram sömu upphæð, eða meira eins og tölurnar sýna en hugmyndir um uppbyggingu í umsóknum eru um milljarður – 200 milljónum meira en ef um krónu á móti krónu væri að ræða. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 milljónir en tvær milljónir að lágmarki. „Það eru margir sem hafa stórar hugmyndir um uppbyggingu. Umsækjendur tala um að á næstu árum muni þrýstingur á fjölgun rafbíla aukast stórlega, og ef ríkið ætlar að koma að því þá þurfi að bæta í,“ segir Jakob og vísar til texta umsóknanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Mikill áhugi á átaksverkefni stjórnvalda, Rafbílar – átak í innviðum, kom ljóslega fram í fjölda styrkumsókna frá fyrirtækjum og sveitarfélögum – en verkefnið miðar að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir hleðslu rafbíla á landsvísu á komandi árum. Sótt var um fjórfalt hærri upphæð en stjórnvöld ætla til verkefnisins á næstu þremur árum, eða rétt tæplega 800 milljónir króna. Á fjárlögum 2016 er að finna tímabundna fjárheimild að fjárhæð 67 milljónir króna á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Er verkefnið eitt af átta verkefnum í sóknaráætluninni sem miða að samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, sem fellur undir Orkustofnun, segir áhugann á verkefninu meiri en búist var við; alls bárust 33 umsóknir frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp hverjir sóttu um, en einhver skörun umsókna er ekki útilokuð. Stóra myndin liggur þó fyrir. „Heildarupphæðin sem sótt er um er 800 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við verkefnin sem um ræðir er rétt um tveir milljarðar króna þannig að áhuginn er gríðarlegur,“ segir Jakob og bætir við að augljóslega fái ekki allir það sem sóst er eftir. Hægt var að sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir styrkir til fjárfestinga og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði hvers verkefnis, sem þýðir að sá sem sækir um ætlar að leggja fram sömu upphæð, eða meira eins og tölurnar sýna en hugmyndir um uppbyggingu í umsóknum eru um milljarður – 200 milljónum meira en ef um krónu á móti krónu væri að ræða. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 milljónir en tvær milljónir að lágmarki. „Það eru margir sem hafa stórar hugmyndir um uppbyggingu. Umsækjendur tala um að á næstu árum muni þrýstingur á fjölgun rafbíla aukast stórlega, og ef ríkið ætlar að koma að því þá þurfi að bæta í,“ segir Jakob og vísar til texta umsóknanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira