Helga Valfells opnaði Nasdaq kauphöllina í New York Sæunn Gísladóttir skrifar 11. október 2016 14:58 Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins opnaði Nasdaq kauphöllina í New York í dag. Mynd/Icelandic Startups Leiðtogar norræna sprotasamfélagsins söfnuðust saman í New York í dag til að opna Nasdaq kauphöllina með bjölluhringingu klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Á staðnum er Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, ásamt öðrum norrænum frumkvöðlasetrum og íslensku sprotafyrirtækjunum Sling og Watchbox. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins veitti ræðu við tilefnið, segir í tilkynningu. Markmið ferðarinnar er að kynna norræna sprotasamfélagið betur á austurströnd Bandaríkjanna ásamt því að veita sprotafyrirtækjum sem með eru í för tækifæri til að kynna sig fyrir bandarískum fjárfestum og fjölmiðlum. Tölur benda til að hátt í tíu þúsund sprotafyrirtæki séu virk í New York um þessar mundir sem gerir borgina afar vænlega til tengslamyndunar. Helga Valfells veitti ræðu við tilefnið.Mynd/Icelandic StartupsÞetta er í þriðja sinn sem hópurinn heldur til New York í þessum tilgangi. Icelandic Startups hefur unnið að því síðustu ár að byggja upp norrænt samstarf í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi íslenskra sprotafyrirtækja að erlendum mörkuðum og auka áhuga alþjóðlegra fjárfesta og fjölmiðla á starfsemi íslenska sprotasamfélagsins. Norræna sprota- og tæknisenan hefur vaxið hratt undanfarin ár og engin merki um að hægjast sé á þeirri þróun. Þrátt fyrir að íbúafjöldi á Norðurlöndunum telji einungis 1% af fólksfjölda heimsins þá áttu þau um 10% af heildarveltu síðasta áratugs. Hin öfluga norræna sprotasena hefur getið af sér fyrirtæki á borð við Klarna, Unity, Spotify og Supercell. Uppgefinn hagnaður af sölu á hlutum í norrænum sprotafyrirtækjum, var samkvæmt The Nordic Web, 1,27 milljarðar Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Myllumerki viðburðarins #NordicMade er ætlað að sameina allar fréttir af norræna sprotaumhverfinu á einn stað. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira
Leiðtogar norræna sprotasamfélagsins söfnuðust saman í New York í dag til að opna Nasdaq kauphöllina með bjölluhringingu klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Á staðnum er Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, ásamt öðrum norrænum frumkvöðlasetrum og íslensku sprotafyrirtækjunum Sling og Watchbox. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins veitti ræðu við tilefnið, segir í tilkynningu. Markmið ferðarinnar er að kynna norræna sprotasamfélagið betur á austurströnd Bandaríkjanna ásamt því að veita sprotafyrirtækjum sem með eru í för tækifæri til að kynna sig fyrir bandarískum fjárfestum og fjölmiðlum. Tölur benda til að hátt í tíu þúsund sprotafyrirtæki séu virk í New York um þessar mundir sem gerir borgina afar vænlega til tengslamyndunar. Helga Valfells veitti ræðu við tilefnið.Mynd/Icelandic StartupsÞetta er í þriðja sinn sem hópurinn heldur til New York í þessum tilgangi. Icelandic Startups hefur unnið að því síðustu ár að byggja upp norrænt samstarf í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi íslenskra sprotafyrirtækja að erlendum mörkuðum og auka áhuga alþjóðlegra fjárfesta og fjölmiðla á starfsemi íslenska sprotasamfélagsins. Norræna sprota- og tæknisenan hefur vaxið hratt undanfarin ár og engin merki um að hægjast sé á þeirri þróun. Þrátt fyrir að íbúafjöldi á Norðurlöndunum telji einungis 1% af fólksfjölda heimsins þá áttu þau um 10% af heildarveltu síðasta áratugs. Hin öfluga norræna sprotasena hefur getið af sér fyrirtæki á borð við Klarna, Unity, Spotify og Supercell. Uppgefinn hagnaður af sölu á hlutum í norrænum sprotafyrirtækjum, var samkvæmt The Nordic Web, 1,27 milljarðar Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Myllumerki viðburðarins #NordicMade er ætlað að sameina allar fréttir af norræna sprotaumhverfinu á einn stað.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira