Helga Valfells opnaði Nasdaq kauphöllina í New York Sæunn Gísladóttir skrifar 11. október 2016 14:58 Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins opnaði Nasdaq kauphöllina í New York í dag. Mynd/Icelandic Startups Leiðtogar norræna sprotasamfélagsins söfnuðust saman í New York í dag til að opna Nasdaq kauphöllina með bjölluhringingu klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Á staðnum er Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, ásamt öðrum norrænum frumkvöðlasetrum og íslensku sprotafyrirtækjunum Sling og Watchbox. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins veitti ræðu við tilefnið, segir í tilkynningu. Markmið ferðarinnar er að kynna norræna sprotasamfélagið betur á austurströnd Bandaríkjanna ásamt því að veita sprotafyrirtækjum sem með eru í för tækifæri til að kynna sig fyrir bandarískum fjárfestum og fjölmiðlum. Tölur benda til að hátt í tíu þúsund sprotafyrirtæki séu virk í New York um þessar mundir sem gerir borgina afar vænlega til tengslamyndunar. Helga Valfells veitti ræðu við tilefnið.Mynd/Icelandic StartupsÞetta er í þriðja sinn sem hópurinn heldur til New York í þessum tilgangi. Icelandic Startups hefur unnið að því síðustu ár að byggja upp norrænt samstarf í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi íslenskra sprotafyrirtækja að erlendum mörkuðum og auka áhuga alþjóðlegra fjárfesta og fjölmiðla á starfsemi íslenska sprotasamfélagsins. Norræna sprota- og tæknisenan hefur vaxið hratt undanfarin ár og engin merki um að hægjast sé á þeirri þróun. Þrátt fyrir að íbúafjöldi á Norðurlöndunum telji einungis 1% af fólksfjölda heimsins þá áttu þau um 10% af heildarveltu síðasta áratugs. Hin öfluga norræna sprotasena hefur getið af sér fyrirtæki á borð við Klarna, Unity, Spotify og Supercell. Uppgefinn hagnaður af sölu á hlutum í norrænum sprotafyrirtækjum, var samkvæmt The Nordic Web, 1,27 milljarðar Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Myllumerki viðburðarins #NordicMade er ætlað að sameina allar fréttir af norræna sprotaumhverfinu á einn stað. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Leiðtogar norræna sprotasamfélagsins söfnuðust saman í New York í dag til að opna Nasdaq kauphöllina með bjölluhringingu klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Á staðnum er Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, ásamt öðrum norrænum frumkvöðlasetrum og íslensku sprotafyrirtækjunum Sling og Watchbox. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins veitti ræðu við tilefnið, segir í tilkynningu. Markmið ferðarinnar er að kynna norræna sprotasamfélagið betur á austurströnd Bandaríkjanna ásamt því að veita sprotafyrirtækjum sem með eru í för tækifæri til að kynna sig fyrir bandarískum fjárfestum og fjölmiðlum. Tölur benda til að hátt í tíu þúsund sprotafyrirtæki séu virk í New York um þessar mundir sem gerir borgina afar vænlega til tengslamyndunar. Helga Valfells veitti ræðu við tilefnið.Mynd/Icelandic StartupsÞetta er í þriðja sinn sem hópurinn heldur til New York í þessum tilgangi. Icelandic Startups hefur unnið að því síðustu ár að byggja upp norrænt samstarf í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi íslenskra sprotafyrirtækja að erlendum mörkuðum og auka áhuga alþjóðlegra fjárfesta og fjölmiðla á starfsemi íslenska sprotasamfélagsins. Norræna sprota- og tæknisenan hefur vaxið hratt undanfarin ár og engin merki um að hægjast sé á þeirri þróun. Þrátt fyrir að íbúafjöldi á Norðurlöndunum telji einungis 1% af fólksfjölda heimsins þá áttu þau um 10% af heildarveltu síðasta áratugs. Hin öfluga norræna sprotasena hefur getið af sér fyrirtæki á borð við Klarna, Unity, Spotify og Supercell. Uppgefinn hagnaður af sölu á hlutum í norrænum sprotafyrirtækjum, var samkvæmt The Nordic Web, 1,27 milljarðar Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Myllumerki viðburðarins #NordicMade er ætlað að sameina allar fréttir af norræna sprotaumhverfinu á einn stað.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira