Leiddi vöruþróun við eitt stærsta verkefni í sögu Google Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2016 07:00 Gummi Hafsteinsson hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá 2005. vísir/Anton Brink Gummi Hafsteinsson frumkvöðull seldi Google fyrirtæki sitt Emu fyrir tveimur árum. Síðustu tvö ár hefur hann stýrt teyminu sem þróaði vöruna Google Assistant meðal annars út frá vöru Emu. Google Assistant var kynnt þann 4. október síðastliðinn. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í. „Við höfum aldrei séð aðra eins sameiningu innan fyrirtækisins á bak við eina vöru. Þetta var eitt stærsta teymi í sögu Google að vinna að Google Assistant. Það var mjög spennandi að vera að leiða þetta verkefni áfram,“ segir Gummi. Hann hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá því árið 2005. Gummi starfaði fyrst hjá Google í fimm ár þar sem hann byrjaði að vinna að Google Maps fyrir farsíma og stýrði markaðssetningu þess. Síðar starfað hann hjá Apple þar sem hann vann meðal annars að þróun aðstoðarforritsins Siri. Hann stofnaði svo fyrirtækið Emu sem bauð upp á sýndaraðstoð við skilaboðaforrit. Google keypti svo það fyrirtæki í ágúst 2014 og sneri Gummi þá aftur til starfa hjá Google. „Það má líta á Google Assistant sem samtal við Google-leitarvélina. Í Emu vorum við að koma með sýndaraðstoð inn í skilaboðaforrit. Þetta kemur svo allt saman, eins og margir litlir lækir, í Google Assistant. Eftir að þetta er búið að renna saman síðustu tvö árin þá verður þetta að næstu kynslóð af Google í rauninni,“ segir hann. „Með Google Assistant geturðu nýtt leitarvélina með því að tala við Google. Ef þú vilt panta borð á veitingastað geturðu beðið Google um lista af veitingastöðum og svo spyrðu Google hvort sé laust borð klukkan sjö á morgun til dæmis,“ segir hann. Gummi segir vöruna að vissu leyti svipaða Siri. „En með Google nær þetta víðar en síminn. Þú getur fengið Google Assistant bæði í símanum og í Allo, nýja skilaboðaforritinu, og svo geturðu fengið þetta í Google Home. Í Google Home er Google Assistant byggður inn í hátalara sem þú getur haft inni í stofu eða eldhúsi og getur þá til dæmis spurt hvað þú eigir að sjóða egg lengi til að það verði harðsoðið. Þetta er rosalega eðlilegt og þægilegt. Þetta er stærðarinnar verkefni innan Google og ég er yfir vöruþróuninni. Þetta er orðið eitt helsta verkefni fyrirtækisins og meira að segja fyrir Google er þetta óvenju stórt verkefni. Þetta er sennilega í heildina séð eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í,“ segir hann. Fram undan hjá Gumma er áframhaldandi þróun á vörunni. „Manni finnst alltaf eins og þegar varan komi á markað sé hún búin, en við verðum á fullu að fylgja þessu eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Gummi Hafsteinsson frumkvöðull seldi Google fyrirtæki sitt Emu fyrir tveimur árum. Síðustu tvö ár hefur hann stýrt teyminu sem þróaði vöruna Google Assistant meðal annars út frá vöru Emu. Google Assistant var kynnt þann 4. október síðastliðinn. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í. „Við höfum aldrei séð aðra eins sameiningu innan fyrirtækisins á bak við eina vöru. Þetta var eitt stærsta teymi í sögu Google að vinna að Google Assistant. Það var mjög spennandi að vera að leiða þetta verkefni áfram,“ segir Gummi. Hann hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá því árið 2005. Gummi starfaði fyrst hjá Google í fimm ár þar sem hann byrjaði að vinna að Google Maps fyrir farsíma og stýrði markaðssetningu þess. Síðar starfað hann hjá Apple þar sem hann vann meðal annars að þróun aðstoðarforritsins Siri. Hann stofnaði svo fyrirtækið Emu sem bauð upp á sýndaraðstoð við skilaboðaforrit. Google keypti svo það fyrirtæki í ágúst 2014 og sneri Gummi þá aftur til starfa hjá Google. „Það má líta á Google Assistant sem samtal við Google-leitarvélina. Í Emu vorum við að koma með sýndaraðstoð inn í skilaboðaforrit. Þetta kemur svo allt saman, eins og margir litlir lækir, í Google Assistant. Eftir að þetta er búið að renna saman síðustu tvö árin þá verður þetta að næstu kynslóð af Google í rauninni,“ segir hann. „Með Google Assistant geturðu nýtt leitarvélina með því að tala við Google. Ef þú vilt panta borð á veitingastað geturðu beðið Google um lista af veitingastöðum og svo spyrðu Google hvort sé laust borð klukkan sjö á morgun til dæmis,“ segir hann. Gummi segir vöruna að vissu leyti svipaða Siri. „En með Google nær þetta víðar en síminn. Þú getur fengið Google Assistant bæði í símanum og í Allo, nýja skilaboðaforritinu, og svo geturðu fengið þetta í Google Home. Í Google Home er Google Assistant byggður inn í hátalara sem þú getur haft inni í stofu eða eldhúsi og getur þá til dæmis spurt hvað þú eigir að sjóða egg lengi til að það verði harðsoðið. Þetta er rosalega eðlilegt og þægilegt. Þetta er stærðarinnar verkefni innan Google og ég er yfir vöruþróuninni. Þetta er orðið eitt helsta verkefni fyrirtækisins og meira að segja fyrir Google er þetta óvenju stórt verkefni. Þetta er sennilega í heildina séð eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í,“ segir hann. Fram undan hjá Gumma er áframhaldandi þróun á vörunni. „Manni finnst alltaf eins og þegar varan komi á markað sé hún búin, en við verðum á fullu að fylgja þessu eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent