Leiddi vöruþróun við eitt stærsta verkefni í sögu Google Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2016 07:00 Gummi Hafsteinsson hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá 2005. vísir/Anton Brink Gummi Hafsteinsson frumkvöðull seldi Google fyrirtæki sitt Emu fyrir tveimur árum. Síðustu tvö ár hefur hann stýrt teyminu sem þróaði vöruna Google Assistant meðal annars út frá vöru Emu. Google Assistant var kynnt þann 4. október síðastliðinn. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í. „Við höfum aldrei séð aðra eins sameiningu innan fyrirtækisins á bak við eina vöru. Þetta var eitt stærsta teymi í sögu Google að vinna að Google Assistant. Það var mjög spennandi að vera að leiða þetta verkefni áfram,“ segir Gummi. Hann hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá því árið 2005. Gummi starfaði fyrst hjá Google í fimm ár þar sem hann byrjaði að vinna að Google Maps fyrir farsíma og stýrði markaðssetningu þess. Síðar starfað hann hjá Apple þar sem hann vann meðal annars að þróun aðstoðarforritsins Siri. Hann stofnaði svo fyrirtækið Emu sem bauð upp á sýndaraðstoð við skilaboðaforrit. Google keypti svo það fyrirtæki í ágúst 2014 og sneri Gummi þá aftur til starfa hjá Google. „Það má líta á Google Assistant sem samtal við Google-leitarvélina. Í Emu vorum við að koma með sýndaraðstoð inn í skilaboðaforrit. Þetta kemur svo allt saman, eins og margir litlir lækir, í Google Assistant. Eftir að þetta er búið að renna saman síðustu tvö árin þá verður þetta að næstu kynslóð af Google í rauninni,“ segir hann. „Með Google Assistant geturðu nýtt leitarvélina með því að tala við Google. Ef þú vilt panta borð á veitingastað geturðu beðið Google um lista af veitingastöðum og svo spyrðu Google hvort sé laust borð klukkan sjö á morgun til dæmis,“ segir hann. Gummi segir vöruna að vissu leyti svipaða Siri. „En með Google nær þetta víðar en síminn. Þú getur fengið Google Assistant bæði í símanum og í Allo, nýja skilaboðaforritinu, og svo geturðu fengið þetta í Google Home. Í Google Home er Google Assistant byggður inn í hátalara sem þú getur haft inni í stofu eða eldhúsi og getur þá til dæmis spurt hvað þú eigir að sjóða egg lengi til að það verði harðsoðið. Þetta er rosalega eðlilegt og þægilegt. Þetta er stærðarinnar verkefni innan Google og ég er yfir vöruþróuninni. Þetta er orðið eitt helsta verkefni fyrirtækisins og meira að segja fyrir Google er þetta óvenju stórt verkefni. Þetta er sennilega í heildina séð eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í,“ segir hann. Fram undan hjá Gumma er áframhaldandi þróun á vörunni. „Manni finnst alltaf eins og þegar varan komi á markað sé hún búin, en við verðum á fullu að fylgja þessu eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Gummi Hafsteinsson frumkvöðull seldi Google fyrirtæki sitt Emu fyrir tveimur árum. Síðustu tvö ár hefur hann stýrt teyminu sem þróaði vöruna Google Assistant meðal annars út frá vöru Emu. Google Assistant var kynnt þann 4. október síðastliðinn. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í. „Við höfum aldrei séð aðra eins sameiningu innan fyrirtækisins á bak við eina vöru. Þetta var eitt stærsta teymi í sögu Google að vinna að Google Assistant. Það var mjög spennandi að vera að leiða þetta verkefni áfram,“ segir Gummi. Hann hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá því árið 2005. Gummi starfaði fyrst hjá Google í fimm ár þar sem hann byrjaði að vinna að Google Maps fyrir farsíma og stýrði markaðssetningu þess. Síðar starfað hann hjá Apple þar sem hann vann meðal annars að þróun aðstoðarforritsins Siri. Hann stofnaði svo fyrirtækið Emu sem bauð upp á sýndaraðstoð við skilaboðaforrit. Google keypti svo það fyrirtæki í ágúst 2014 og sneri Gummi þá aftur til starfa hjá Google. „Það má líta á Google Assistant sem samtal við Google-leitarvélina. Í Emu vorum við að koma með sýndaraðstoð inn í skilaboðaforrit. Þetta kemur svo allt saman, eins og margir litlir lækir, í Google Assistant. Eftir að þetta er búið að renna saman síðustu tvö árin þá verður þetta að næstu kynslóð af Google í rauninni,“ segir hann. „Með Google Assistant geturðu nýtt leitarvélina með því að tala við Google. Ef þú vilt panta borð á veitingastað geturðu beðið Google um lista af veitingastöðum og svo spyrðu Google hvort sé laust borð klukkan sjö á morgun til dæmis,“ segir hann. Gummi segir vöruna að vissu leyti svipaða Siri. „En með Google nær þetta víðar en síminn. Þú getur fengið Google Assistant bæði í símanum og í Allo, nýja skilaboðaforritinu, og svo geturðu fengið þetta í Google Home. Í Google Home er Google Assistant byggður inn í hátalara sem þú getur haft inni í stofu eða eldhúsi og getur þá til dæmis spurt hvað þú eigir að sjóða egg lengi til að það verði harðsoðið. Þetta er rosalega eðlilegt og þægilegt. Þetta er stærðarinnar verkefni innan Google og ég er yfir vöruþróuninni. Þetta er orðið eitt helsta verkefni fyrirtækisins og meira að segja fyrir Google er þetta óvenju stórt verkefni. Þetta er sennilega í heildina séð eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í,“ segir hann. Fram undan hjá Gumma er áframhaldandi þróun á vörunni. „Manni finnst alltaf eins og þegar varan komi á markað sé hún búin, en við verðum á fullu að fylgja þessu eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira