Leiddi vöruþróun við eitt stærsta verkefni í sögu Google Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2016 07:00 Gummi Hafsteinsson hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá 2005. vísir/Anton Brink Gummi Hafsteinsson frumkvöðull seldi Google fyrirtæki sitt Emu fyrir tveimur árum. Síðustu tvö ár hefur hann stýrt teyminu sem þróaði vöruna Google Assistant meðal annars út frá vöru Emu. Google Assistant var kynnt þann 4. október síðastliðinn. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í. „Við höfum aldrei séð aðra eins sameiningu innan fyrirtækisins á bak við eina vöru. Þetta var eitt stærsta teymi í sögu Google að vinna að Google Assistant. Það var mjög spennandi að vera að leiða þetta verkefni áfram,“ segir Gummi. Hann hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá því árið 2005. Gummi starfaði fyrst hjá Google í fimm ár þar sem hann byrjaði að vinna að Google Maps fyrir farsíma og stýrði markaðssetningu þess. Síðar starfað hann hjá Apple þar sem hann vann meðal annars að þróun aðstoðarforritsins Siri. Hann stofnaði svo fyrirtækið Emu sem bauð upp á sýndaraðstoð við skilaboðaforrit. Google keypti svo það fyrirtæki í ágúst 2014 og sneri Gummi þá aftur til starfa hjá Google. „Það má líta á Google Assistant sem samtal við Google-leitarvélina. Í Emu vorum við að koma með sýndaraðstoð inn í skilaboðaforrit. Þetta kemur svo allt saman, eins og margir litlir lækir, í Google Assistant. Eftir að þetta er búið að renna saman síðustu tvö árin þá verður þetta að næstu kynslóð af Google í rauninni,“ segir hann. „Með Google Assistant geturðu nýtt leitarvélina með því að tala við Google. Ef þú vilt panta borð á veitingastað geturðu beðið Google um lista af veitingastöðum og svo spyrðu Google hvort sé laust borð klukkan sjö á morgun til dæmis,“ segir hann. Gummi segir vöruna að vissu leyti svipaða Siri. „En með Google nær þetta víðar en síminn. Þú getur fengið Google Assistant bæði í símanum og í Allo, nýja skilaboðaforritinu, og svo geturðu fengið þetta í Google Home. Í Google Home er Google Assistant byggður inn í hátalara sem þú getur haft inni í stofu eða eldhúsi og getur þá til dæmis spurt hvað þú eigir að sjóða egg lengi til að það verði harðsoðið. Þetta er rosalega eðlilegt og þægilegt. Þetta er stærðarinnar verkefni innan Google og ég er yfir vöruþróuninni. Þetta er orðið eitt helsta verkefni fyrirtækisins og meira að segja fyrir Google er þetta óvenju stórt verkefni. Þetta er sennilega í heildina séð eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í,“ segir hann. Fram undan hjá Gumma er áframhaldandi þróun á vörunni. „Manni finnst alltaf eins og þegar varan komi á markað sé hún búin, en við verðum á fullu að fylgja þessu eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Gummi Hafsteinsson frumkvöðull seldi Google fyrirtæki sitt Emu fyrir tveimur árum. Síðustu tvö ár hefur hann stýrt teyminu sem þróaði vöruna Google Assistant meðal annars út frá vöru Emu. Google Assistant var kynnt þann 4. október síðastliðinn. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í. „Við höfum aldrei séð aðra eins sameiningu innan fyrirtækisins á bak við eina vöru. Þetta var eitt stærsta teymi í sögu Google að vinna að Google Assistant. Það var mjög spennandi að vera að leiða þetta verkefni áfram,“ segir Gummi. Hann hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá því árið 2005. Gummi starfaði fyrst hjá Google í fimm ár þar sem hann byrjaði að vinna að Google Maps fyrir farsíma og stýrði markaðssetningu þess. Síðar starfað hann hjá Apple þar sem hann vann meðal annars að þróun aðstoðarforritsins Siri. Hann stofnaði svo fyrirtækið Emu sem bauð upp á sýndaraðstoð við skilaboðaforrit. Google keypti svo það fyrirtæki í ágúst 2014 og sneri Gummi þá aftur til starfa hjá Google. „Það má líta á Google Assistant sem samtal við Google-leitarvélina. Í Emu vorum við að koma með sýndaraðstoð inn í skilaboðaforrit. Þetta kemur svo allt saman, eins og margir litlir lækir, í Google Assistant. Eftir að þetta er búið að renna saman síðustu tvö árin þá verður þetta að næstu kynslóð af Google í rauninni,“ segir hann. „Með Google Assistant geturðu nýtt leitarvélina með því að tala við Google. Ef þú vilt panta borð á veitingastað geturðu beðið Google um lista af veitingastöðum og svo spyrðu Google hvort sé laust borð klukkan sjö á morgun til dæmis,“ segir hann. Gummi segir vöruna að vissu leyti svipaða Siri. „En með Google nær þetta víðar en síminn. Þú getur fengið Google Assistant bæði í símanum og í Allo, nýja skilaboðaforritinu, og svo geturðu fengið þetta í Google Home. Í Google Home er Google Assistant byggður inn í hátalara sem þú getur haft inni í stofu eða eldhúsi og getur þá til dæmis spurt hvað þú eigir að sjóða egg lengi til að það verði harðsoðið. Þetta er rosalega eðlilegt og þægilegt. Þetta er stærðarinnar verkefni innan Google og ég er yfir vöruþróuninni. Þetta er orðið eitt helsta verkefni fyrirtækisins og meira að segja fyrir Google er þetta óvenju stórt verkefni. Þetta er sennilega í heildina séð eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í,“ segir hann. Fram undan hjá Gumma er áframhaldandi þróun á vörunni. „Manni finnst alltaf eins og þegar varan komi á markað sé hún búin, en við verðum á fullu að fylgja þessu eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira