Brynjar Þór: Gott að taka pabba gamla með á æfingarnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2016 19:41 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins, og öðrum fremur séð til þess að KR-liðið er með fullt hús á toppnum þrátt fyrir að vera án manna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar og Pavels Ermolinskij. Brynjar Þór Björnsson hefur skorað 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum KR-liðsins og er næststigahæsti leikmaður Domino´s deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Brynjar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir samanburð á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum í vetur miðað við fyrstu tvo leikina í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið þarna. Ég hef verið í góðu og breiðu liði hjá KR og því hefur einstaklingurinn ekki fengið að njóta sín. Við höfum verið mjög samheldinn hópur og margir að leggja sitt að mörkum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. „Það hafa verið margir að skora sem hefur verið okkar helsta vopn. Nú hafa þrír stórir partar af liðinu ekki verið með í fyrstu leikjunum og þá þurfa aðrir að stíga upp,“ sagði Brynjar. Brynjar hefur verið að halda körfuboltanámskeið í ár fyrir fullorðna sem hafa ekki fengið grunnþjálfun í íþróttinni. Þar kennir hann áhugasömum að skjóta og helstu leyndarmálin á bak við það að skora mikið. Getur verið að námskeiðið sé að hjálpa honum sjálfum? „Já að einhverju leiti. Ég er í rauninni að selja sjálfan mig,“ sagði Brynjar brosandi og bætti við: "Ég vil að einstaklingurinn fái að njóta sín. Ég tel að bumbuboltinn sé ekki góður ef leikmenn ætla að reyna að bæta sig. Þú tekur kannski fimm skot á klukkutíma. Þegar þú kemur til mín þá ertu að taka allt upp í 150 skot á einni æfingu. ,“ sagði Brynjar. „Ég er líka að skjóta sjálfur með og taka aukaæfingu. Ég tók pabba gamla á æfingu um daginn og það er alltaf gott að hafa hann með. Hann gefur mér góða punkta um hvað ég þarf að laga. Það hefur reynst mér mjög vel,“ sagði Brynjar. Dominos-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins, og öðrum fremur séð til þess að KR-liðið er með fullt hús á toppnum þrátt fyrir að vera án manna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar og Pavels Ermolinskij. Brynjar Þór Björnsson hefur skorað 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum KR-liðsins og er næststigahæsti leikmaður Domino´s deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Brynjar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir samanburð á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum í vetur miðað við fyrstu tvo leikina í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið þarna. Ég hef verið í góðu og breiðu liði hjá KR og því hefur einstaklingurinn ekki fengið að njóta sín. Við höfum verið mjög samheldinn hópur og margir að leggja sitt að mörkum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. „Það hafa verið margir að skora sem hefur verið okkar helsta vopn. Nú hafa þrír stórir partar af liðinu ekki verið með í fyrstu leikjunum og þá þurfa aðrir að stíga upp,“ sagði Brynjar. Brynjar hefur verið að halda körfuboltanámskeið í ár fyrir fullorðna sem hafa ekki fengið grunnþjálfun í íþróttinni. Þar kennir hann áhugasömum að skjóta og helstu leyndarmálin á bak við það að skora mikið. Getur verið að námskeiðið sé að hjálpa honum sjálfum? „Já að einhverju leiti. Ég er í rauninni að selja sjálfan mig,“ sagði Brynjar brosandi og bætti við: "Ég vil að einstaklingurinn fái að njóta sín. Ég tel að bumbuboltinn sé ekki góður ef leikmenn ætla að reyna að bæta sig. Þú tekur kannski fimm skot á klukkutíma. Þegar þú kemur til mín þá ertu að taka allt upp í 150 skot á einni æfingu. ,“ sagði Brynjar. „Ég er líka að skjóta sjálfur með og taka aukaæfingu. Ég tók pabba gamla á æfingu um daginn og það er alltaf gott að hafa hann með. Hann gefur mér góða punkta um hvað ég þarf að laga. Það hefur reynst mér mjög vel,“ sagði Brynjar.
Dominos-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira