Undirbúningurinn hefst á ný um leið og hátíðinni lýkur Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2016 12:00 Hrönn Marinósdóttir notaði MBA-námið til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina RIFF. Vísir/Anton Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíðinni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópusambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skólabörn, meðal annars stuttmyndasmiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frábært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA-gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamaður og ferðaðist meðal annars á kvikmyndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um náttúruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrésdóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmyndahátíðum í Tékklandi í lok mánaðarins. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíðinni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópusambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skólabörn, meðal annars stuttmyndasmiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frábært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA-gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamaður og ferðaðist meðal annars á kvikmyndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um náttúruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrésdóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmyndahátíðum í Tékklandi í lok mánaðarins.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira