Undirbúningurinn hefst á ný um leið og hátíðinni lýkur Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2016 12:00 Hrönn Marinósdóttir notaði MBA-námið til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina RIFF. Vísir/Anton Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíðinni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópusambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skólabörn, meðal annars stuttmyndasmiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frábært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA-gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamaður og ferðaðist meðal annars á kvikmyndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um náttúruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrésdóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmyndahátíðum í Tékklandi í lok mánaðarins. Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíðinni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópusambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skólabörn, meðal annars stuttmyndasmiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frábært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA-gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamaður og ferðaðist meðal annars á kvikmyndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um náttúruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrésdóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmyndahátíðum í Tékklandi í lok mánaðarins.
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira