Undirbúningurinn hefst á ný um leið og hátíðinni lýkur Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2016 12:00 Hrönn Marinósdóttir notaði MBA-námið til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina RIFF. Vísir/Anton Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíðinni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópusambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skólabörn, meðal annars stuttmyndasmiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frábært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA-gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamaður og ferðaðist meðal annars á kvikmyndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um náttúruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrésdóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmyndahátíðum í Tékklandi í lok mánaðarins. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíðinni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópusambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skólabörn, meðal annars stuttmyndasmiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frábært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA-gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamaður og ferðaðist meðal annars á kvikmyndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um náttúruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrésdóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmyndahátíðum í Tékklandi í lok mánaðarins.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira