Fataverð ekki lækkað í takt við afnám gjalda Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Greining Íslandsbanka veltir því fyrir sér hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum muni ýta undir verðlækkanir. vísir/ernir Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fötum og skóm lækkað um 4,5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hafa 15 prósent tollar á föt og skó verið afnumdir og gengi krónu hækkað um nærri 13 prósent að jafnaði. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þessa litlu lækkun vera áfall fyrir neytendur. „Ef rétt reynist eru þetta ekki vonbrigði heldur áfall. Ef lögmál markaðarins eru eitthvað öðruvísi á Íslandi en annars staðar í veröldinni þá er það líka annað sérstakt áhyggjuefni,“ segir Teitur. Það er að mati greiningar Íslandsbanka með nokkrum ólíkindum að slík lækkun á kostnaðarverði hafi ekki skilað meiri verðlækkun á fatnaði og skóm. Fróðlegt verði að sjá hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum í innlendri fataverslun muni ýta við þeim búðum sem fyrir eru að bæta úr þessu á komandi mánuðum. „Frjáls samkeppni er veigamesti þátturinn í viðskiptaumhverfi og svo skipta reglur samfélagsins um viðskipti líka gríðarlega miklu máli og hvernig þeim er hagað. Þegar ríkisvaldið gengur fram með góðu fordæmi og einfaldar reglurnar, til dæmis með niðurfellingu vörugjalda og tolla, þá á það að sýna sig í lækkuðu vöruverði strax,“ segir Teitur.Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.„Allt bendir til þess að þessi flotta aðgerð ríkisins sé að renna í vasa kaupmanna og þannig var það ekki hugsað, þetta átti að stærstum hluta að skila sér til neytenda. Þetta eru vonbrigði,“ segir Teitur. Teitur segir að Neytendasamtökin muni ekki horfa þegjandi fram hjá þessu. „Við munum hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum þangað sem verð er eðlilegt. IKEA hefur til dæmis lækkað verð að undanförnu, þeir sögðu einfaldlega að hagnaður þeirra væri það góður að óeðlilegt væri að taka meira. Þetta er dæmi um þetta fína ástand þar sem báðir aðilar koma sáttir frá borði, neytandinn og kaupmaðurinn,“ segir Teitur. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að föt og skór hækkuðu í verði um ríflega 4,7 prósent milli mánaða í september. Þegar horft sé á þriðja ársfjórðung í heild nemi lækkun þessara liða 0,5 prósentum. Samtök verslunar og þjónustu vildu ekki tjá sig um málið og beindu fyrirspurnum til kaupmanna landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Á síðustu tólf mánuðum hefur verð á fötum og skóm lækkað um 4,5 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hafa 15 prósent tollar á föt og skó verið afnumdir og gengi krónu hækkað um nærri 13 prósent að jafnaði. Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þessa litlu lækkun vera áfall fyrir neytendur. „Ef rétt reynist eru þetta ekki vonbrigði heldur áfall. Ef lögmál markaðarins eru eitthvað öðruvísi á Íslandi en annars staðar í veröldinni þá er það líka annað sérstakt áhyggjuefni,“ segir Teitur. Það er að mati greiningar Íslandsbanka með nokkrum ólíkindum að slík lækkun á kostnaðarverði hafi ekki skilað meiri verðlækkun á fatnaði og skóm. Fróðlegt verði að sjá hvort aukin samkeppni frá væntanlegum verslunarrisum í innlendri fataverslun muni ýta við þeim búðum sem fyrir eru að bæta úr þessu á komandi mánuðum. „Frjáls samkeppni er veigamesti þátturinn í viðskiptaumhverfi og svo skipta reglur samfélagsins um viðskipti líka gríðarlega miklu máli og hvernig þeim er hagað. Þegar ríkisvaldið gengur fram með góðu fordæmi og einfaldar reglurnar, til dæmis með niðurfellingu vörugjalda og tolla, þá á það að sýna sig í lækkuðu vöruverði strax,“ segir Teitur.Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.„Allt bendir til þess að þessi flotta aðgerð ríkisins sé að renna í vasa kaupmanna og þannig var það ekki hugsað, þetta átti að stærstum hluta að skila sér til neytenda. Þetta eru vonbrigði,“ segir Teitur. Teitur segir að Neytendasamtökin muni ekki horfa þegjandi fram hjá þessu. „Við munum hvetja neytendur til að beina viðskiptum sínum þangað sem verð er eðlilegt. IKEA hefur til dæmis lækkað verð að undanförnu, þeir sögðu einfaldlega að hagnaður þeirra væri það góður að óeðlilegt væri að taka meira. Þetta er dæmi um þetta fína ástand þar sem báðir aðilar koma sáttir frá borði, neytandinn og kaupmaðurinn,“ segir Teitur. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að föt og skór hækkuðu í verði um ríflega 4,7 prósent milli mánaða í september. Þegar horft sé á þriðja ársfjórðung í heild nemi lækkun þessara liða 0,5 prósentum. Samtök verslunar og þjónustu vildu ekki tjá sig um málið og beindu fyrirspurnum til kaupmanna landsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira