Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Hulda Hólmkelsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 4. október 2016 13:18 Af fundi Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Vísir/GVA Fulltrúar sjö stærstu flokkanna sögðust á fundi Samtaka iðnaðarins í dag vera jákvæð gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu á einhvern hátt. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um framtíð krónunnar. Fundurinn hafði yfirskriftina Kjósum gott líf og var fulltrúum sjö stjórnmálaflokka boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Á fundinum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í hugmyndir sínar um efnahagslegan stöðugleika og nefndi Össur Skarphéðinsson þá að hann teldi að langtímamarkmiðið í stöðugleika í efnahagslífinu væri að taka upp evru. Í ljósi þess voru allir fulltrúar flokkanna spurðir um afstöðu sína til áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið. Umræðurnar sköpuðust eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar velti upp hugmyndum um myntráð. „Við erum með lausn, ég skil ekki af hverju þessi lausn hafi ekki verið meira í umræðunni og það er myntráð. Við viljum koma á fót myntráði á Íslandi, myntráð er stærsta hagsmunamálið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili, fyrir íslenskt atvinnulíf, það myndi lækka vexti, það myndi gera verðtryggingu óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið,“ sagði Jóna Sólveig. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að myntráð væri of áhættusöm leið. „Ég held að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið komnar svo langt, við getum tekið þær upp á ný ef við gerum það á næsta kjörtímabili,“ sagði Össur.Af fundinum i morgun.Vísir/GVA„Það er ekki hægt að nefna það hér eins og ekkert sé að við erum að fara að taka upp evruna. Það þarf að vera skýrt umboð frá þjóðinni. Að sjálfsögðu erum við til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið já eða nei,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði jákvætt að umræða hafi skapast um myntráð og evru. Katrín Jakobsdóttir sagðist hliðholl þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarviðræðna við ESB og Þórunn Pétursdóttir frá Bjartri Framtíð tók í sama streng. Össur Skarphéðinsson, Smári McCarthy, fulltrúi Pírata og Lilja Alfreðsdóttir voru öll hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagðist hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Jóna Sólveig sagðist vilja að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður og að í kjölfarið yrði kosið um aðild. Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Fulltrúar sjö stærstu flokkanna sögðust á fundi Samtaka iðnaðarins í dag vera jákvæð gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu á einhvern hátt. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um framtíð krónunnar. Fundurinn hafði yfirskriftina Kjósum gott líf og var fulltrúum sjö stjórnmálaflokka boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Á fundinum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í hugmyndir sínar um efnahagslegan stöðugleika og nefndi Össur Skarphéðinsson þá að hann teldi að langtímamarkmiðið í stöðugleika í efnahagslífinu væri að taka upp evru. Í ljósi þess voru allir fulltrúar flokkanna spurðir um afstöðu sína til áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið. Umræðurnar sköpuðust eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar velti upp hugmyndum um myntráð. „Við erum með lausn, ég skil ekki af hverju þessi lausn hafi ekki verið meira í umræðunni og það er myntráð. Við viljum koma á fót myntráði á Íslandi, myntráð er stærsta hagsmunamálið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili, fyrir íslenskt atvinnulíf, það myndi lækka vexti, það myndi gera verðtryggingu óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið,“ sagði Jóna Sólveig. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að myntráð væri of áhættusöm leið. „Ég held að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið komnar svo langt, við getum tekið þær upp á ný ef við gerum það á næsta kjörtímabili,“ sagði Össur.Af fundinum i morgun.Vísir/GVA„Það er ekki hægt að nefna það hér eins og ekkert sé að við erum að fara að taka upp evruna. Það þarf að vera skýrt umboð frá þjóðinni. Að sjálfsögðu erum við til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið já eða nei,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði jákvætt að umræða hafi skapast um myntráð og evru. Katrín Jakobsdóttir sagðist hliðholl þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarviðræðna við ESB og Þórunn Pétursdóttir frá Bjartri Framtíð tók í sama streng. Össur Skarphéðinsson, Smári McCarthy, fulltrúi Pírata og Lilja Alfreðsdóttir voru öll hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagðist hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Jóna Sólveig sagðist vilja að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður og að í kjölfarið yrði kosið um aðild.
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent