Vítahringur kvennalauna Hildur Björnsdóttir skrifar 7. október 2016 07:00 Á sumarmánuðum eignaðist kona stúlkubarn. Barnið kom nokkuð óvænt undir - en einungis tveimur mánuðum eftir áætlaðan fæðingardag átti konan að hefja framhaldsnám erlendis. Nokkuð var haft fyrir inngöngu í skólann og eftirvæntingin því mikil. Eftir nokkra umhugsun var ákveðið að áformin skyldu standa – hún myndi hefja námið enda barnið ábyrgð beggja foreldra. Einungis örfáum vikum fyrir eiginlegan fæðingardag var komið að máli við mann konunnar. Hann var beðinn að taka að sér tiltekin verkefni sem krefðust búferlaflutninga fjölskyldunnar – og krefðust aflýsingar hennar námsáforma. Það vakti undrun hve flestum þótti þetta sjálfsagt. Þegar karlmaður fengi tækifæri skyldu kona og börn láta af öllum sínum áformum samstundis – það væri auðvitað ekkert meira aðkallandi en framgangur karla á vinnumarkaði. Einhverjum þótti ábyrgðarlaust af henni, konunni, að ætla í framhaldsnám með hvítvoðung. En öllum þótti sjálfsagt að hann, karlinn, tæki við aukinni ábyrgð á sömu tímamótum. Aldrei yrði konu sem ætti von á barni innan örfárra daga boðið ábyrgðarstarf. Það gerist þó margoft í tilfellum karla. Nýlegar tölur sýna 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Enn fækkar körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs. Meirihluti mæðra tekur enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis, því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahringnum. Kynbundnum launamun verður að eyða. Þak á fæðingarorlofsgreiðslur verður að hækka. Viðhorfin verða að breytast. Öðruvísi geta mæður aldrei notið sömu tækifæra á vinnumarkaði og feður. Öðruvísi verður jafnrétti aldrei náð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun
Á sumarmánuðum eignaðist kona stúlkubarn. Barnið kom nokkuð óvænt undir - en einungis tveimur mánuðum eftir áætlaðan fæðingardag átti konan að hefja framhaldsnám erlendis. Nokkuð var haft fyrir inngöngu í skólann og eftirvæntingin því mikil. Eftir nokkra umhugsun var ákveðið að áformin skyldu standa – hún myndi hefja námið enda barnið ábyrgð beggja foreldra. Einungis örfáum vikum fyrir eiginlegan fæðingardag var komið að máli við mann konunnar. Hann var beðinn að taka að sér tiltekin verkefni sem krefðust búferlaflutninga fjölskyldunnar – og krefðust aflýsingar hennar námsáforma. Það vakti undrun hve flestum þótti þetta sjálfsagt. Þegar karlmaður fengi tækifæri skyldu kona og börn láta af öllum sínum áformum samstundis – það væri auðvitað ekkert meira aðkallandi en framgangur karla á vinnumarkaði. Einhverjum þótti ábyrgðarlaust af henni, konunni, að ætla í framhaldsnám með hvítvoðung. En öllum þótti sjálfsagt að hann, karlinn, tæki við aukinni ábyrgð á sömu tímamótum. Aldrei yrði konu sem ætti von á barni innan örfárra daga boðið ábyrgðarstarf. Það gerist þó margoft í tilfellum karla. Nýlegar tölur sýna 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Enn fækkar körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs. Meirihluti mæðra tekur enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis, því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahringnum. Kynbundnum launamun verður að eyða. Þak á fæðingarorlofsgreiðslur verður að hækka. Viðhorfin verða að breytast. Öðruvísi geta mæður aldrei notið sömu tækifæra á vinnumarkaði og feður. Öðruvísi verður jafnrétti aldrei náð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun