Yeezy Boost 350 V2 munu fást í Húrra Reykjavík

22. september 2016
skrifar

Verslunin Húrra Reykjavík mun selja nýjustu strigaskó rapparans Kanye West, Yeezy Boost 350 V2. Ekki verður hægt að mæta í búðina til þess að versla skóna heldur verður dregið úr potti sem hægt er að skrá sig í á netinu. 

Aðeins er boðið upp á skó í karlmannsstærðum, eða frá stærð 40 til 47. Dregið verður annað kvöld en hægt er að skrá sig hér. Þeir sem skrá sig eru vinsamlegast beðnir um að hafa símann við höndina. Ef ekki næst í þá útvöldu verður einfaldlega dregið aftur. 

Yeezy skórnir sem eru úr smiðju Kanye West og Adidas hafa farið sigurför um heiminn á seinasta árinu. Fólk er tilbúið að borga háar fjárhæðir fyrir skónna í endursölu, eftirspurnin er svo mikil.

Í fyrsta sinn sem að Húrra seldi Yeezy Boost skónna hér á landi myndaðist löng röð fyrir utan búðina sólahring áður en skórnir fóru á sölu. Sumir tóku upp á því að tjalda til þess að gera nóttina bærilegri. Eftir það breyttu þau hjá Húrra fyrirkomulaginu svo að enginn mundi neyðast til þess að sofa úti á gangstétt. Það er ekki svo langt síðan að fólk byrjaði að tjalda fyrir utan verslun Húrra til þess að bíða eftir Yeezy skónum. Vísir/Ernir