Krispy Kreme opnar í Hagkaup Smáralind Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. september 2016 12:00 Það eru eflaust ófáir sem fagna komu Krispy Kreme til landsins. Myndvinnsla/Garðar Kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme mun opna dyr sínar fyrir gestum í Hagkaup Smáralind þann 5. nóvember næstkomandi. Krispy Kreme, Inc og Hagar hf hafa skrifað undir samstarfssamning, en kleinuhringjarisinn starfrækir nú þegar verslanir í um 25 löndum með yfir 1.100 útibúum. Ísland bætist nú í hópinn, fyrst Norðurlandaþjóða.Hið víðfræga "Hot light"Mynd/Krispy KremeKrispy Kreme var stofnað árið 1937 og hefur uppskrift fyrsta kleinuhringsins, Original Glazed, haldist óbreytt frá stofnun. Sá upprunalegi mun spila veigamikla rullu í Krispy Kreme hér eins og annars staðar en þegar gestir og gangandi sjá kveikt á svokölluðu „Hot Light“ skilti þýðir það að nýr skammtur af Original Glazed sé á leiðinni. Allir gestir sem stoppa við þegar kveikt er á skiltinu fá að smakka frían kleinuhring. „Þetta verður svona happy hour,“ segir Viðar Brink, rekstrarstjóri Krispy Kreme á Íslandi, í samtali við Vísi. „Við bökum alla kleinuhringi og allar vörur sem við erum með frá grunni og við gerum það á hverjum einasta degi þannig að þetta er alltaf ferskt,“ segir Viðar. Gestir munu geta fylgst með framleiðslunni í svokölluðu Doughnut Theater, eða kleinuhringjaleikhúsi og er stefnt að því að staðurinn verði mjög fjölskylduvænn. Til að mynda verða sérstök barnabox sem innihalda litabók, liti og kleinuhring sem börnin geta skreytt sjálf. Viðar Brink, rekstrarstjóri Krispy Kreme á ÍslandiMynd/Krispy KremeFjölskylduvæn stemning og sérútbúin kaffiblanda Þá verður Krispy Kreme í samstarfi með Te & Kaffi, sem hefur útbúið kaffiblöndu fyrir keðjuna. „Þau gerðu sérstaka blöndu fyrir Krispy Kreme á Íslandi, sem við erum gríðarlega sátt við,“ segir Viðar. „Það er þekkt á öllum Krispy Kreme stöðum að þetta er mjög fjölskylduvænn staður, sérstaklega um helgar. Við verðum með fría nettengingu og innstungur fyrir síma og tölvur. Við viljum hafa þægilega og góða stemningu fyrir fólk ef það vill koma að læra, eða hvernig sem það er,“ segir Viðar sem segir að ráða þurfi töluvert af starfsfólki á næstu dögum. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir Krispy Kreme stórskemmtilega viðbót í verslanir Hagkaups. „Við erum afskaplega ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa nýjung strax í byrjun nóvember,” segir Gunnar Ingi. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme mun opna dyr sínar fyrir gestum í Hagkaup Smáralind þann 5. nóvember næstkomandi. Krispy Kreme, Inc og Hagar hf hafa skrifað undir samstarfssamning, en kleinuhringjarisinn starfrækir nú þegar verslanir í um 25 löndum með yfir 1.100 útibúum. Ísland bætist nú í hópinn, fyrst Norðurlandaþjóða.Hið víðfræga "Hot light"Mynd/Krispy KremeKrispy Kreme var stofnað árið 1937 og hefur uppskrift fyrsta kleinuhringsins, Original Glazed, haldist óbreytt frá stofnun. Sá upprunalegi mun spila veigamikla rullu í Krispy Kreme hér eins og annars staðar en þegar gestir og gangandi sjá kveikt á svokölluðu „Hot Light“ skilti þýðir það að nýr skammtur af Original Glazed sé á leiðinni. Allir gestir sem stoppa við þegar kveikt er á skiltinu fá að smakka frían kleinuhring. „Þetta verður svona happy hour,“ segir Viðar Brink, rekstrarstjóri Krispy Kreme á Íslandi, í samtali við Vísi. „Við bökum alla kleinuhringi og allar vörur sem við erum með frá grunni og við gerum það á hverjum einasta degi þannig að þetta er alltaf ferskt,“ segir Viðar. Gestir munu geta fylgst með framleiðslunni í svokölluðu Doughnut Theater, eða kleinuhringjaleikhúsi og er stefnt að því að staðurinn verði mjög fjölskylduvænn. Til að mynda verða sérstök barnabox sem innihalda litabók, liti og kleinuhring sem börnin geta skreytt sjálf. Viðar Brink, rekstrarstjóri Krispy Kreme á ÍslandiMynd/Krispy KremeFjölskylduvæn stemning og sérútbúin kaffiblanda Þá verður Krispy Kreme í samstarfi með Te & Kaffi, sem hefur útbúið kaffiblöndu fyrir keðjuna. „Þau gerðu sérstaka blöndu fyrir Krispy Kreme á Íslandi, sem við erum gríðarlega sátt við,“ segir Viðar. „Það er þekkt á öllum Krispy Kreme stöðum að þetta er mjög fjölskylduvænn staður, sérstaklega um helgar. Við verðum með fría nettengingu og innstungur fyrir síma og tölvur. Við viljum hafa þægilega og góða stemningu fyrir fólk ef það vill koma að læra, eða hvernig sem það er,“ segir Viðar sem segir að ráða þurfi töluvert af starfsfólki á næstu dögum. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir Krispy Kreme stórskemmtilega viðbót í verslanir Hagkaups. „Við erum afskaplega ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa nýjung strax í byrjun nóvember,” segir Gunnar Ingi.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira