Krispy Kreme opnar í Hagkaup Smáralind Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. september 2016 12:00 Það eru eflaust ófáir sem fagna komu Krispy Kreme til landsins. Myndvinnsla/Garðar Kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme mun opna dyr sínar fyrir gestum í Hagkaup Smáralind þann 5. nóvember næstkomandi. Krispy Kreme, Inc og Hagar hf hafa skrifað undir samstarfssamning, en kleinuhringjarisinn starfrækir nú þegar verslanir í um 25 löndum með yfir 1.100 útibúum. Ísland bætist nú í hópinn, fyrst Norðurlandaþjóða.Hið víðfræga "Hot light"Mynd/Krispy KremeKrispy Kreme var stofnað árið 1937 og hefur uppskrift fyrsta kleinuhringsins, Original Glazed, haldist óbreytt frá stofnun. Sá upprunalegi mun spila veigamikla rullu í Krispy Kreme hér eins og annars staðar en þegar gestir og gangandi sjá kveikt á svokölluðu „Hot Light“ skilti þýðir það að nýr skammtur af Original Glazed sé á leiðinni. Allir gestir sem stoppa við þegar kveikt er á skiltinu fá að smakka frían kleinuhring. „Þetta verður svona happy hour,“ segir Viðar Brink, rekstrarstjóri Krispy Kreme á Íslandi, í samtali við Vísi. „Við bökum alla kleinuhringi og allar vörur sem við erum með frá grunni og við gerum það á hverjum einasta degi þannig að þetta er alltaf ferskt,“ segir Viðar. Gestir munu geta fylgst með framleiðslunni í svokölluðu Doughnut Theater, eða kleinuhringjaleikhúsi og er stefnt að því að staðurinn verði mjög fjölskylduvænn. Til að mynda verða sérstök barnabox sem innihalda litabók, liti og kleinuhring sem börnin geta skreytt sjálf. Viðar Brink, rekstrarstjóri Krispy Kreme á ÍslandiMynd/Krispy KremeFjölskylduvæn stemning og sérútbúin kaffiblanda Þá verður Krispy Kreme í samstarfi með Te & Kaffi, sem hefur útbúið kaffiblöndu fyrir keðjuna. „Þau gerðu sérstaka blöndu fyrir Krispy Kreme á Íslandi, sem við erum gríðarlega sátt við,“ segir Viðar. „Það er þekkt á öllum Krispy Kreme stöðum að þetta er mjög fjölskylduvænn staður, sérstaklega um helgar. Við verðum með fría nettengingu og innstungur fyrir síma og tölvur. Við viljum hafa þægilega og góða stemningu fyrir fólk ef það vill koma að læra, eða hvernig sem það er,“ segir Viðar sem segir að ráða þurfi töluvert af starfsfólki á næstu dögum. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir Krispy Kreme stórskemmtilega viðbót í verslanir Hagkaups. „Við erum afskaplega ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa nýjung strax í byrjun nóvember,” segir Gunnar Ingi. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme mun opna dyr sínar fyrir gestum í Hagkaup Smáralind þann 5. nóvember næstkomandi. Krispy Kreme, Inc og Hagar hf hafa skrifað undir samstarfssamning, en kleinuhringjarisinn starfrækir nú þegar verslanir í um 25 löndum með yfir 1.100 útibúum. Ísland bætist nú í hópinn, fyrst Norðurlandaþjóða.Hið víðfræga "Hot light"Mynd/Krispy KremeKrispy Kreme var stofnað árið 1937 og hefur uppskrift fyrsta kleinuhringsins, Original Glazed, haldist óbreytt frá stofnun. Sá upprunalegi mun spila veigamikla rullu í Krispy Kreme hér eins og annars staðar en þegar gestir og gangandi sjá kveikt á svokölluðu „Hot Light“ skilti þýðir það að nýr skammtur af Original Glazed sé á leiðinni. Allir gestir sem stoppa við þegar kveikt er á skiltinu fá að smakka frían kleinuhring. „Þetta verður svona happy hour,“ segir Viðar Brink, rekstrarstjóri Krispy Kreme á Íslandi, í samtali við Vísi. „Við bökum alla kleinuhringi og allar vörur sem við erum með frá grunni og við gerum það á hverjum einasta degi þannig að þetta er alltaf ferskt,“ segir Viðar. Gestir munu geta fylgst með framleiðslunni í svokölluðu Doughnut Theater, eða kleinuhringjaleikhúsi og er stefnt að því að staðurinn verði mjög fjölskylduvænn. Til að mynda verða sérstök barnabox sem innihalda litabók, liti og kleinuhring sem börnin geta skreytt sjálf. Viðar Brink, rekstrarstjóri Krispy Kreme á ÍslandiMynd/Krispy KremeFjölskylduvæn stemning og sérútbúin kaffiblanda Þá verður Krispy Kreme í samstarfi með Te & Kaffi, sem hefur útbúið kaffiblöndu fyrir keðjuna. „Þau gerðu sérstaka blöndu fyrir Krispy Kreme á Íslandi, sem við erum gríðarlega sátt við,“ segir Viðar. „Það er þekkt á öllum Krispy Kreme stöðum að þetta er mjög fjölskylduvænn staður, sérstaklega um helgar. Við verðum með fría nettengingu og innstungur fyrir síma og tölvur. Við viljum hafa þægilega og góða stemningu fyrir fólk ef það vill koma að læra, eða hvernig sem það er,“ segir Viðar sem segir að ráða þurfi töluvert af starfsfólki á næstu dögum. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir Krispy Kreme stórskemmtilega viðbót í verslanir Hagkaups. „Við erum afskaplega ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa nýjung strax í byrjun nóvember,” segir Gunnar Ingi.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira