Viðskipti innlent

Lindarhvoll selur eignarhlut í Sjóvá

Sæunn Gísladóttir skrifar
Um er að ræða áður útgefna hluti í Sjóvá og nemur eignarhluturinn 13,93 prósent alls hlutafjár í Sjóvá.
Um er að ræða áður útgefna hluti í Sjóvá og nemur eignarhluturinn 13,93 prósent alls hlutafjár í Sjóvá.

Lindarhvoll ehf., fyrir hönd SAT eignarhaldsfélags hf., sem er í eigu ríkissjóðs Íslands, býður til sölu allan eignarhlut ríkissjóðs í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Um er að ræða áður útgefna hluti í Sjóvá og nemur eignarhluturinn 13,93 prósent alls hlutafjár í Sjóvá, segir í tilkynningu.



Markaðsviðskipti Landsbankans hf. hafa umsjón með sölu hlutanna samkvæmt samningi við Lindarhvol ehf. Salan mun fara fram í útboði sem er undanþegið útgáfu lýsingar.



Tilboðum skal skila á stöðluðu tilboðsformi sem fjárfestar geta nálgast á heimasíðu Landsbankans, www.landsbankinn.is. Fjárfestar geta skilað inn fleiri en einu tilboði. Lágmark hvers tilboðs er 1.250.000 hlutir í Sjóvá, en hver hlutur í Sjóvá er 1 kr. að nafnverði. Lágmarksgengi í útboðinu eru 12,85 krónur á hlut.



Útboðið verður með hollensku fyrirkomulagi sem felur í sér að öll samþykkt tilboð bjóðast tilboðsgjöfum á sama gengi, þar sem lægsta samþykkta gengi ræður sölugenginu. Tilboðsfrestur rennur út klukkan 08.30 mánudaginn 26. september 2016. Tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins á vefsíðu Landsbankans, www.landsbankinn.is, að útboði loknu og eigi síðar en klukkan 09:30 mánudaginn 26. september 2016.


Tengdar fréttir

Bjarni skipar stjórn Lindarhvols

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×