Gerir auknar kröfur um samfélagsábyrgð félaga Hafliði Helgason skrifar 28. september 2016 11:15 Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Landsbankinn hefur frá árinu 2013 verið aðili að PRI (Principle for Responsible Investment), alþjóðlegum samtökum fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar. „Nú ætlum við að taka næsta skref og horfa út á við,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Hún segir að hagfræðideild bankans, sem sér um greiningar, muni taka inn í sína greiningu á fyrirtækjum hvernig staðið sé að samfélagsábyrgð og væntir hún þess að það hafi áhrif á verðmat þeirra. Í fyrstu muni hún einbeita sér að því að safna slíkum upplýsingum, en síðar verði farið að nýta þær við verðmat. Hrefna verður einn frummælenda á morgunfundi um ábyrgar fjárfestingar sem haldinn verður á Hótel Natura við Nauthólsveg í fyrramálið. „Í fyrstu munum við horfa á útgefendur hlutabréfa sem skráðir eru í Kauphöll Íslands og spyrja út í félagslega þætti og umhverfisþætti.“ Í framhaldinu gæti slíkt haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir. Hrefna segir að bankinn hugsi þetta með svipuðum hætti og gert var þegar með góða stjórnarhætti. „Við byrjuðum á því að spyrja hvort fyrirtæki hefðu sett sér reglur og gáfum fyrirtækjum tíma til að bæta úr því sem á vantaði. Við viljum fara svipaða leið með samfélagsábyrgðina, en þegar frá líður geta þessi þættir farið að hafa áhrif á ávöxtunarkröfu og þar með verðlagningu fyrirtækja.“ Hrefna segir að reynslan af innleiðingu góðra stjórnarhátta sýni að þegar kominn sé rammi þá sé ríkur vilji hjá fyrirtækjum að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að innleiða stefnuna að fullu. Í þessu efni skipti einnig miklu að Kauphöllin vinni með því að innleiða slíkt, en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er einn frummælenda á fundinum og mun greina frá því hvernig Kauphöllin muni koma að þessum málum. Sá hópur fjárfesta sem er mest áberandi á íslenska markaðnum eru lífeyrissjóðir sem eru í eðli sínu langtímafjárfestar. Hrefna segir að bankinn hafi byrjað á því að vinna í samfélagsábyrgð innanhúss, en miðlað þeirri vinnu áfram til annarra þar með talið lífeyrissjóða. „Það er mikil pressa á skammtímaárangur með örri birtingu uppgjöra á markaði. Ef fyrirtækin finna að það er verið að fylgjast með þáttum sem stuðla að langtímasjónarmiðum í rekstri, þá held ég að það verði til þess að þau falli síður í freistni hvað varðar skammtímasjónarmið.“ Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Landsbankinn hefur frá árinu 2013 verið aðili að PRI (Principle for Responsible Investment), alþjóðlegum samtökum fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar. „Nú ætlum við að taka næsta skref og horfa út á við,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Hún segir að hagfræðideild bankans, sem sér um greiningar, muni taka inn í sína greiningu á fyrirtækjum hvernig staðið sé að samfélagsábyrgð og væntir hún þess að það hafi áhrif á verðmat þeirra. Í fyrstu muni hún einbeita sér að því að safna slíkum upplýsingum, en síðar verði farið að nýta þær við verðmat. Hrefna verður einn frummælenda á morgunfundi um ábyrgar fjárfestingar sem haldinn verður á Hótel Natura við Nauthólsveg í fyrramálið. „Í fyrstu munum við horfa á útgefendur hlutabréfa sem skráðir eru í Kauphöll Íslands og spyrja út í félagslega þætti og umhverfisþætti.“ Í framhaldinu gæti slíkt haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir. Hrefna segir að bankinn hugsi þetta með svipuðum hætti og gert var þegar með góða stjórnarhætti. „Við byrjuðum á því að spyrja hvort fyrirtæki hefðu sett sér reglur og gáfum fyrirtækjum tíma til að bæta úr því sem á vantaði. Við viljum fara svipaða leið með samfélagsábyrgðina, en þegar frá líður geta þessi þættir farið að hafa áhrif á ávöxtunarkröfu og þar með verðlagningu fyrirtækja.“ Hrefna segir að reynslan af innleiðingu góðra stjórnarhátta sýni að þegar kominn sé rammi þá sé ríkur vilji hjá fyrirtækjum að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að innleiða stefnuna að fullu. Í þessu efni skipti einnig miklu að Kauphöllin vinni með því að innleiða slíkt, en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er einn frummælenda á fundinum og mun greina frá því hvernig Kauphöllin muni koma að þessum málum. Sá hópur fjárfesta sem er mest áberandi á íslenska markaðnum eru lífeyrissjóðir sem eru í eðli sínu langtímafjárfestar. Hrefna segir að bankinn hafi byrjað á því að vinna í samfélagsábyrgð innanhúss, en miðlað þeirri vinnu áfram til annarra þar með talið lífeyrissjóða. „Það er mikil pressa á skammtímaárangur með örri birtingu uppgjöra á markaði. Ef fyrirtækin finna að það er verið að fylgjast með þáttum sem stuðla að langtímasjónarmiðum í rekstri, þá held ég að það verði til þess að þau falli síður í freistni hvað varðar skammtímasjónarmið.“
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira