Gerir auknar kröfur um samfélagsábyrgð félaga Hafliði Helgason skrifar 28. september 2016 11:15 Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Landsbankinn hefur frá árinu 2013 verið aðili að PRI (Principle for Responsible Investment), alþjóðlegum samtökum fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar. „Nú ætlum við að taka næsta skref og horfa út á við,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Hún segir að hagfræðideild bankans, sem sér um greiningar, muni taka inn í sína greiningu á fyrirtækjum hvernig staðið sé að samfélagsábyrgð og væntir hún þess að það hafi áhrif á verðmat þeirra. Í fyrstu muni hún einbeita sér að því að safna slíkum upplýsingum, en síðar verði farið að nýta þær við verðmat. Hrefna verður einn frummælenda á morgunfundi um ábyrgar fjárfestingar sem haldinn verður á Hótel Natura við Nauthólsveg í fyrramálið. „Í fyrstu munum við horfa á útgefendur hlutabréfa sem skráðir eru í Kauphöll Íslands og spyrja út í félagslega þætti og umhverfisþætti.“ Í framhaldinu gæti slíkt haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir. Hrefna segir að bankinn hugsi þetta með svipuðum hætti og gert var þegar með góða stjórnarhætti. „Við byrjuðum á því að spyrja hvort fyrirtæki hefðu sett sér reglur og gáfum fyrirtækjum tíma til að bæta úr því sem á vantaði. Við viljum fara svipaða leið með samfélagsábyrgðina, en þegar frá líður geta þessi þættir farið að hafa áhrif á ávöxtunarkröfu og þar með verðlagningu fyrirtækja.“ Hrefna segir að reynslan af innleiðingu góðra stjórnarhátta sýni að þegar kominn sé rammi þá sé ríkur vilji hjá fyrirtækjum að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að innleiða stefnuna að fullu. Í þessu efni skipti einnig miklu að Kauphöllin vinni með því að innleiða slíkt, en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er einn frummælenda á fundinum og mun greina frá því hvernig Kauphöllin muni koma að þessum málum. Sá hópur fjárfesta sem er mest áberandi á íslenska markaðnum eru lífeyrissjóðir sem eru í eðli sínu langtímafjárfestar. Hrefna segir að bankinn hafi byrjað á því að vinna í samfélagsábyrgð innanhúss, en miðlað þeirri vinnu áfram til annarra þar með talið lífeyrissjóða. „Það er mikil pressa á skammtímaárangur með örri birtingu uppgjöra á markaði. Ef fyrirtækin finna að það er verið að fylgjast með þáttum sem stuðla að langtímasjónarmiðum í rekstri, þá held ég að það verði til þess að þau falli síður í freistni hvað varðar skammtímasjónarmið.“ Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Landsbankinn hefur frá árinu 2013 verið aðili að PRI (Principle for Responsible Investment), alþjóðlegum samtökum fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar. „Nú ætlum við að taka næsta skref og horfa út á við,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Hún segir að hagfræðideild bankans, sem sér um greiningar, muni taka inn í sína greiningu á fyrirtækjum hvernig staðið sé að samfélagsábyrgð og væntir hún þess að það hafi áhrif á verðmat þeirra. Í fyrstu muni hún einbeita sér að því að safna slíkum upplýsingum, en síðar verði farið að nýta þær við verðmat. Hrefna verður einn frummælenda á morgunfundi um ábyrgar fjárfestingar sem haldinn verður á Hótel Natura við Nauthólsveg í fyrramálið. „Í fyrstu munum við horfa á útgefendur hlutabréfa sem skráðir eru í Kauphöll Íslands og spyrja út í félagslega þætti og umhverfisþætti.“ Í framhaldinu gæti slíkt haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir. Hrefna segir að bankinn hugsi þetta með svipuðum hætti og gert var þegar með góða stjórnarhætti. „Við byrjuðum á því að spyrja hvort fyrirtæki hefðu sett sér reglur og gáfum fyrirtækjum tíma til að bæta úr því sem á vantaði. Við viljum fara svipaða leið með samfélagsábyrgðina, en þegar frá líður geta þessi þættir farið að hafa áhrif á ávöxtunarkröfu og þar með verðlagningu fyrirtækja.“ Hrefna segir að reynslan af innleiðingu góðra stjórnarhátta sýni að þegar kominn sé rammi þá sé ríkur vilji hjá fyrirtækjum að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að innleiða stefnuna að fullu. Í þessu efni skipti einnig miklu að Kauphöllin vinni með því að innleiða slíkt, en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er einn frummælenda á fundinum og mun greina frá því hvernig Kauphöllin muni koma að þessum málum. Sá hópur fjárfesta sem er mest áberandi á íslenska markaðnum eru lífeyrissjóðir sem eru í eðli sínu langtímafjárfestar. Hrefna segir að bankinn hafi byrjað á því að vinna í samfélagsábyrgð innanhúss, en miðlað þeirri vinnu áfram til annarra þar með talið lífeyrissjóða. „Það er mikil pressa á skammtímaárangur með örri birtingu uppgjöra á markaði. Ef fyrirtækin finna að það er verið að fylgjast með þáttum sem stuðla að langtímasjónarmiðum í rekstri, þá held ég að það verði til þess að þau falli síður í freistni hvað varðar skammtímasjónarmið.“
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira