Pavel vill vera leikstjórnandi: Vil fá boltann og láta til mín taka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2016 07:00 Pavel Ermolinskij hefur fengið góðan tíma í sumar til að hvíla sig fyrir átökin sem eru fram undan í Domino’s-deild karla. Hann hefur lítið æft í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum Íslands í undankeppni EM í körfubolta, þar sem Ísland tryggði sér þátttökurétt í sinni annarri lokakeppni í röð. Fréttablaðið ræddi við Pavel í gær og sagði hann að sér liði vel eftir sumarið og hefði náð að vinna á mörgum kvillum sem hafi hrjáð hann síðustu misseri. Pavel hefur verið lykilmaður í liði KR sem hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þá hafi hann ávallt sett lið sitt í forgrunn en nú fer hann inn í nýtt tímabil með aðrar áherslur. „Ég finn fyrir mikilli persónulegri þörf til að standa mig og skara fram úr á nýjan leik,“ sagði Pavel sem segir að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur af árangri KR, sem hafi vissulega verið góður. „Ég finn fyrir persónulegri áskorun þetta tímabilið. Það er eitthvað sem kviknaði í mér í sumar. Kannski var það vegna þess að ég fékk tíma til að staldra við og skoða þetta utan frá. Það kviknaði í mér blossi að byrja að skara fram úr aftur.“Vill vera leikstjórnandi Áhuginn er enn til staðar hjá Pavel sem hlakkar til að hefja nýtt tímabil. Hjá KR hefst það gegn Tindastóli á föstudag í næstu viku. „Ég hlakka til að komast aftur af stað og sýna mitt rétta andlit,“ segir hann. Pavel var á síðasta tímabili ýmist notaður sem leikstjórnandi eða kraftframherji. Hann vill einbeita sér að leikstjórnandastöðunni í vetur. „Ég vil fá boltann og láta þannig til mín taka. KR hefur verið með þannig lið síðustu árin að það hefur ekki þurft að fara mikið fyrir mér. Ég hef verið meira í því að stýra liðinu, sem ég mun gera áfram. En ég vil taka enn meiri ábyrgð í leikjum liðsins, líkt og var tilfellið fyrir nokkrum árum.“Leysa vandamálin í klefanum Jón Arnór Stefánsson mun spila með KR í vetur en þeir Pavel eru góðir vinir, innan vallar sem utan. „Þetta snýst líka að miklu leyti um félagsskapinn og það er frábært að fá hann inn í liðið. Ég er búinn að merkja honum pláss við hliðina á mér í búningsklefanum og þar munum við leysa öll helstu vandamálin, eins og við höfum svo oft áður gert.“ Þrátt fyrir þennan góða liðsstyrk hafa KR-ingar misst lykilmenn úr sínum röðum og er ekki jafn mikil breidd í leikmannahópnum og síðustu ár. Það óttast Pavel ekki. „KR er ekki lengur talið besta liðið fyrirfram. KR er enn með sterkt lið en það er ekki sú ára yfir liðinu að það megi helst ekki tapa leik. Það er flott áskorun fyrir þann kjarna leikmanna sem hefur verið í liðinu síðustu ár. Við þurfum að sýna að við getum þetta enn þá.“ Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Pavel Ermolinskij hefur fengið góðan tíma í sumar til að hvíla sig fyrir átökin sem eru fram undan í Domino’s-deild karla. Hann hefur lítið æft í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum Íslands í undankeppni EM í körfubolta, þar sem Ísland tryggði sér þátttökurétt í sinni annarri lokakeppni í röð. Fréttablaðið ræddi við Pavel í gær og sagði hann að sér liði vel eftir sumarið og hefði náð að vinna á mörgum kvillum sem hafi hrjáð hann síðustu misseri. Pavel hefur verið lykilmaður í liði KR sem hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þá hafi hann ávallt sett lið sitt í forgrunn en nú fer hann inn í nýtt tímabil með aðrar áherslur. „Ég finn fyrir mikilli persónulegri þörf til að standa mig og skara fram úr á nýjan leik,“ sagði Pavel sem segir að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur af árangri KR, sem hafi vissulega verið góður. „Ég finn fyrir persónulegri áskorun þetta tímabilið. Það er eitthvað sem kviknaði í mér í sumar. Kannski var það vegna þess að ég fékk tíma til að staldra við og skoða þetta utan frá. Það kviknaði í mér blossi að byrja að skara fram úr aftur.“Vill vera leikstjórnandi Áhuginn er enn til staðar hjá Pavel sem hlakkar til að hefja nýtt tímabil. Hjá KR hefst það gegn Tindastóli á föstudag í næstu viku. „Ég hlakka til að komast aftur af stað og sýna mitt rétta andlit,“ segir hann. Pavel var á síðasta tímabili ýmist notaður sem leikstjórnandi eða kraftframherji. Hann vill einbeita sér að leikstjórnandastöðunni í vetur. „Ég vil fá boltann og láta þannig til mín taka. KR hefur verið með þannig lið síðustu árin að það hefur ekki þurft að fara mikið fyrir mér. Ég hef verið meira í því að stýra liðinu, sem ég mun gera áfram. En ég vil taka enn meiri ábyrgð í leikjum liðsins, líkt og var tilfellið fyrir nokkrum árum.“Leysa vandamálin í klefanum Jón Arnór Stefánsson mun spila með KR í vetur en þeir Pavel eru góðir vinir, innan vallar sem utan. „Þetta snýst líka að miklu leyti um félagsskapinn og það er frábært að fá hann inn í liðið. Ég er búinn að merkja honum pláss við hliðina á mér í búningsklefanum og þar munum við leysa öll helstu vandamálin, eins og við höfum svo oft áður gert.“ Þrátt fyrir þennan góða liðsstyrk hafa KR-ingar misst lykilmenn úr sínum röðum og er ekki jafn mikil breidd í leikmannahópnum og síðustu ár. Það óttast Pavel ekki. „KR er ekki lengur talið besta liðið fyrirfram. KR er enn með sterkt lið en það er ekki sú ára yfir liðinu að það megi helst ekki tapa leik. Það er flott áskorun fyrir þann kjarna leikmanna sem hefur verið í liðinu síðustu ár. Við þurfum að sýna að við getum þetta enn þá.“
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira