Glamour

Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga

Ritstjórn skrifar
Glamour/Skjáskot

Þá er komið að því, fyrsta stiklan fyrir framhaldið á kvikmyndinni Fimmtíu gráir skuggar, Fimmtíu dekkri skuggar, var sett í loftið í dag en myndin sjálf verður ekki frumsýnd fyrr en í byrjun næsta árs. 

Dakota Johnson og Jamie Dornan snúa aftur í hlutverkum Anastasia Steele og Christian Grey og hafa í nógu að snúast ef marka má stilkuna. Búningaball, þyrluferðir og nóg af dramatík. Punkturinn yfir i-ið er svo þegar það sést glitta í sjálfa Kim Basinger í lokinn en hún fer með hlutverk fyrrum ástkonu Grey í þessari framhaldsmynd. 

Aðdáendur myndinna, já og bókanna, hljóta að bíða spenntir - það er spurning hvort þessi mynd fái betri dóma en sú fyrri?Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.