Viðskipti innlent

Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona er áætlað að sjóböðin muni líta út.
Svona er áætlað að sjóböðin muni líta út. Vísir
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í gær fyrstu skóflustunguna að sjóböðum sem reisa á skammt norðan Húsavíkur. Gert er ráð fyrir að fyrstu gestirnir fari í sjóböðin fyrri hluta árs 2018.

Í tilkynningu segir að sjóböðin verði „einstakur baðstaður skammt norðan Húsavíkur með útsýni út á Skjálfanda og yfir í Kinnarfjöllin.“ Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum.

Gert er ráð fyrir að gestir á fyrsta ári verði um 40.000 og fjölgi jafnt og þétt en stærstu hluthafar í fyrirtækinu sem stendur að baki sjóböðunum eru Tækifæri hf., Norðursigling, Baðfélag Mývatnssveitar, Orkuveita Húsavíkur og Dimmuborgir ehf.

Yfirlitsmynd.Vísir

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.