Viðskipti innlent

Takmarkanir á innflutningi brjóta gegn EES-samningnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Takmarkanir á innflutningi á vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins er ekki í samræmi við EES-samninginn.
Takmarkanir á innflutningi á vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins er ekki í samræmi við EES-samninginn. Vísir/EPA/AFP
Takmarkanir á innflutningi á vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins er ekki í samræmi við EES-samninginn. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, komst að þeirri niðurstöðu í rökstuddu áliti sem sent var út í dag.

Þar segir að takmarkanir sem þær og eru hér á landi geti valdið innflutningsaðilum erfiðleikum við að koma vörum sínum á markað.

Samkvæmt tilkynningu frá eftirlitsstofnuninni segir að íslensk löggjöf feli í sér innflutningstakmarkanir á hráum eggjum og vörum úr þeim sem og ógerilsneyddri mjólk og mjólkurvörum.

Innflytjendur verði að sækja um leyfi og leggja fram gögn til Matælastofnunar. ESA telur að þessar kröfur stangist á við tilskipun um eftilrlit með dýraheilbrigði.

„Vörur úr eggjum og mjólk sem viðskipti eru með innan Evrópska efnahagsvæðisins lúta nákvæmum reglum um heilbrigðiseftirlit í framleiðsluríkinu. Eftirlit í viðtökuríki er hins vegar takmarkað við stikkprufur. Yfirgripsmikið regluverk ESB, sem er hluti af EES-samningnum, er sérstaklega hannað til að  draga úr áhættu og minnka líkur á að sjúkdómsvaldar berist milli landa. Víðtækt kerfi varúðarráðstafana er við lýði ef hætta skapast á útbreiðslu sjúkdómsfaraldurs í EES-ríkjum,“ segir í tilkynningunni.

EFTA-dómstóllinn hefur áður úrskurðað að sambærilegar kröfur íslenska ríkisins varðandi innflutning á hráu kjöti stangaðist á við áðurnefnda tilskipun og telur eftirlitsstofnunin að slíkt hið sama gildi um innflutning á vörum úr eggjum og mjólk.

Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við áliti ESA er stofnuninni heimilt að vísa málinu til EFTA-dómstólsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×