Landsvirkjun setur sér reglur um keðjuábyrgð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2016 10:05 Reglurnar, sem kenndar eru við keðjuábyrgð, fela í sér að að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum vísir/gva Landsvirkjun hefur sett sér reglur um sem ætlað er að tryggja að allir sem vinni fyrir Landsvirkjun á óbeinan hátt, hjá verktökum, undirverktökum eða starfsmannaleigum, njóti réttinda og kjara í samræmi við lög og kjarasamninga. Reglurnar, sem kenndar eru við keðjuábyrgð, fela í sér að að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að stjórn fyrirtækisins hafi samþykkt reglurnar á fundi sínum í ágúst. Verði ákvæði um ábyrgð héðan í frá sett inn í alla innlenda samninga Landsvirkjunar um innkaup, það er verksamninga, vörusamninga og samninga um kaup á þjónustu. Samkvæmt ákvæðinu skal verktaki tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við samninginn, gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Að auki ber verktaki ábyrgð á og skal hafa í gildi og viðhalda tryggingum fyrir tjóni vegna slysa, veikinda, sjúkdóma, sjúkrakostnaðar eða dauða sem starfsmenn verktaka verða fyrir og rekja má til framkvæmda. Verktaki ber ábyrgð á að undirverktakar og starfsmannaleigur og starfsmenn þeirra hafi samskonar tryggingar. Landsvirkjun hefur hingað til sett inn í samninga sína ákvæði um að verktakar, undirverktakar og starfsmannaleigur fari í öllu eftir lögum og samningum sem gilda á vinnumarkaði. Með nýja ákvæðinu er ábyrgðin nánar skilgreind, auk þess sem Landsvirkjun fær úrræði til að framfylgja því að reglunum sé fylgt, þar sem það kveður á um viðurlög, brjóti mótaðili gegn ákvæðinu eða veiti ekki umbeðnar upplýsingar. Tengdar fréttir Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33 Yfirverktaki rifti samningi vegna brota Hreiðar Hermannsson, eigandi Byggingarfélagsins Sandfells ehf, segist ekki hafa haft nokkurn grun um brot undirverktaka síns á verkafólki sem reisti vinnubúðir á Bakka. Vinnumálastofnun getur kært fyrirtæki sem brjóta á verkafólki til lögreglu. 10. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Landsvirkjun hefur sett sér reglur um sem ætlað er að tryggja að allir sem vinni fyrir Landsvirkjun á óbeinan hátt, hjá verktökum, undirverktökum eða starfsmannaleigum, njóti réttinda og kjara í samræmi við lög og kjarasamninga. Reglurnar, sem kenndar eru við keðjuábyrgð, fela í sér að að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að stjórn fyrirtækisins hafi samþykkt reglurnar á fundi sínum í ágúst. Verði ákvæði um ábyrgð héðan í frá sett inn í alla innlenda samninga Landsvirkjunar um innkaup, það er verksamninga, vörusamninga og samninga um kaup á þjónustu. Samkvæmt ákvæðinu skal verktaki tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við samninginn, gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Að auki ber verktaki ábyrgð á og skal hafa í gildi og viðhalda tryggingum fyrir tjóni vegna slysa, veikinda, sjúkdóma, sjúkrakostnaðar eða dauða sem starfsmenn verktaka verða fyrir og rekja má til framkvæmda. Verktaki ber ábyrgð á að undirverktakar og starfsmannaleigur og starfsmenn þeirra hafi samskonar tryggingar. Landsvirkjun hefur hingað til sett inn í samninga sína ákvæði um að verktakar, undirverktakar og starfsmannaleigur fari í öllu eftir lögum og samningum sem gilda á vinnumarkaði. Með nýja ákvæðinu er ábyrgðin nánar skilgreind, auk þess sem Landsvirkjun fær úrræði til að framfylgja því að reglunum sé fylgt, þar sem það kveður á um viðurlög, brjóti mótaðili gegn ákvæðinu eða veiti ekki umbeðnar upplýsingar.
Tengdar fréttir Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33 Yfirverktaki rifti samningi vegna brota Hreiðar Hermannsson, eigandi Byggingarfélagsins Sandfells ehf, segist ekki hafa haft nokkurn grun um brot undirverktaka síns á verkafólki sem reisti vinnubúðir á Bakka. Vinnumálastofnun getur kært fyrirtæki sem brjóta á verkafólki til lögreglu. 10. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33
Yfirverktaki rifti samningi vegna brota Hreiðar Hermannsson, eigandi Byggingarfélagsins Sandfells ehf, segist ekki hafa haft nokkurn grun um brot undirverktaka síns á verkafólki sem reisti vinnubúðir á Bakka. Vinnumálastofnun getur kært fyrirtæki sem brjóta á verkafólki til lögreglu. 10. ágúst 2016 07:00