Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2016 11:17 Ásgeir Jónsson hagfræðingur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að búast megi við áframhaldandi hækkunum á lánshæfi ríkissjóðs Íslands. Þær verði væntanlega þegar frekari skref eru stigin í átt að afnámi hafta. „Ef þetta gengur vel hjá okkur og ef þessi áætlun um afnám hafta, sem hefur verið lögð fram, gengur samkvæmt plani – sem ég held að hún geri – þá held ég að við getum séð aðra hækkun á lánshæfi núna í vetur myndi ég halda, einhvern tímann í kringum áramót,“ segir Ásgeir. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hækkaði í gær lánshæfiseinkunn Íslands um tvö þrep; úr Baa2 í A3 með stöðugum horfum. Lánshæfiseinkunn Íslands hefur ekki verið eins há frá hruni. „Þetta er í raun við að rétta okkur við aftur. Þannig að þetta er að einhverju leyti viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð,“ segir Ásgeir og bendir á að fyrirtækið hafi sýnt nokkra tregðu til að hækka lánshæfið. Það sé meðal annars vegna þess að þeir voru seinir að lækka lánshæfið fyrir bankahrunið árið 2008.Skýrist af þremur þáttum Ásgeir segir hækkunina fyrst og fremst skýrast af þremur þáttum en að frumvarp um afnám hafta hafi verið úrslitavaldur í þeim efnum. „Í fyrsta lagi eru það stöðugleikaframlögin frá slitabúunum. Þar erum við að tala um gríðarlega mikla peninga sem hafa orðið til þess að skuldir ríkissjóðs hefur lækkað og þá hafa tekjur ríkissjóðs vaxið mjög mikið þannig að ríkissjóðir er rekinn með miklum afgangi. Þetta tvennt; lækkun skulda og afgangur af ríkisrekstri er það sem rekur Moody‘s til að hækka lánshæfi. Síðan er það væntanlega í þriðja lagi að það er komin fram áætlun um afnám hafta.“ Hann telur að Moody‘s hafi viljað bíða eftir að íslensk stjórnvöld myndu sýna fram á að það væri raunverulegur vilji til að afnema höftin. Þegar sú áætlun hafi verið lögð fram hafi ákvörðun um hærra lánshæfismat verið tekin.Góðærið mætt Aðspurður segir Ásgeir vissulega sama sem merki á milli hærra lánshæfismats og góðæris. „Já. Lánshæfiseinkunn Íslands er að einhverju leyti mat á hversu góður skuldunautur ríkissjóður Íslands er, þannig að það má vissulega setja sama sem merki þarna á milli,“ segir hann. Þá segir hann þessar hækkanir fyrst og fremst jákvæðar. „Almennt séð leiðir hækkun á lánshæfi til betri kjara fyrir ríkið. Þannig að þetta ætti að leiða til þess að eiginlega allir fá betri kjör og þetta er mikilvægt fyrir til dæmis bankana, Landsvirkjun og Orkuveituna, svo eitthvað sé nefnt. Það er gríðarlega mikill ábati af hærra lánshæfi,“ segir Ásgeir. Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að búast megi við áframhaldandi hækkunum á lánshæfi ríkissjóðs Íslands. Þær verði væntanlega þegar frekari skref eru stigin í átt að afnámi hafta. „Ef þetta gengur vel hjá okkur og ef þessi áætlun um afnám hafta, sem hefur verið lögð fram, gengur samkvæmt plani – sem ég held að hún geri – þá held ég að við getum séð aðra hækkun á lánshæfi núna í vetur myndi ég halda, einhvern tímann í kringum áramót,“ segir Ásgeir. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hækkaði í gær lánshæfiseinkunn Íslands um tvö þrep; úr Baa2 í A3 með stöðugum horfum. Lánshæfiseinkunn Íslands hefur ekki verið eins há frá hruni. „Þetta er í raun við að rétta okkur við aftur. Þannig að þetta er að einhverju leyti viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð,“ segir Ásgeir og bendir á að fyrirtækið hafi sýnt nokkra tregðu til að hækka lánshæfið. Það sé meðal annars vegna þess að þeir voru seinir að lækka lánshæfið fyrir bankahrunið árið 2008.Skýrist af þremur þáttum Ásgeir segir hækkunina fyrst og fremst skýrast af þremur þáttum en að frumvarp um afnám hafta hafi verið úrslitavaldur í þeim efnum. „Í fyrsta lagi eru það stöðugleikaframlögin frá slitabúunum. Þar erum við að tala um gríðarlega mikla peninga sem hafa orðið til þess að skuldir ríkissjóðs hefur lækkað og þá hafa tekjur ríkissjóðs vaxið mjög mikið þannig að ríkissjóðir er rekinn með miklum afgangi. Þetta tvennt; lækkun skulda og afgangur af ríkisrekstri er það sem rekur Moody‘s til að hækka lánshæfi. Síðan er það væntanlega í þriðja lagi að það er komin fram áætlun um afnám hafta.“ Hann telur að Moody‘s hafi viljað bíða eftir að íslensk stjórnvöld myndu sýna fram á að það væri raunverulegur vilji til að afnema höftin. Þegar sú áætlun hafi verið lögð fram hafi ákvörðun um hærra lánshæfismat verið tekin.Góðærið mætt Aðspurður segir Ásgeir vissulega sama sem merki á milli hærra lánshæfismats og góðæris. „Já. Lánshæfiseinkunn Íslands er að einhverju leyti mat á hversu góður skuldunautur ríkissjóður Íslands er, þannig að það má vissulega setja sama sem merki þarna á milli,“ segir hann. Þá segir hann þessar hækkanir fyrst og fremst jákvæðar. „Almennt séð leiðir hækkun á lánshæfi til betri kjara fyrir ríkið. Þannig að þetta ætti að leiða til þess að eiginlega allir fá betri kjör og þetta er mikilvægt fyrir til dæmis bankana, Landsvirkjun og Orkuveituna, svo eitthvað sé nefnt. Það er gríðarlega mikill ábati af hærra lánshæfi,“ segir Ásgeir.
Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09