Prófessor í hagfræði segir álit matsfyrirtækjanna skipta enn máli Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2016 07:00 Lánshæfiseinkunnin fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. Vísir/Anton Brink Efnahagsmál Matsfyrirtækið Moody's hækkaði í fyrradag lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um tvö þrep, í A3 úr Baa2. Horfur eru stöðugar. Í umsögn sinni segir Moody's að hækkun um tvö þrep endurspegli hraða og umfang bata þjóðarbúskaparins eftir bankakreppuna 2008. Samfelldur hagvöxtur og aðhald í ríkisfjármálum hafi leitt til verulegrar lækkunar á skuldum ríkissjóðs síðast liðið ár. Moody's býst við að sú þróun haldi áfram. Þetta nýja lánshæfismat leiðir væntanlega til þess að opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveitan munu eiga auðveldara með að fjármagna sig, en einnig munu einkafyrirtæki eiga auðveldara með fjármögnun.Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði Háskólinn í Reykjavík Vendipunktar„Þetta þýðir einfaldari fjármögnun fyrir þessa aðila og þetta þýðir hugsanlega betri kjör,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann bendir þó á að markaðurinn hafi að einhverju leyti brugðist við betri stöðu Íslands. Lægra skuldatryggingaálag sýni þetta. Stærstu lánshæfismatsfyrirtækin, auk Moody's, eru Standard & Poor's og Fitch. Friðrik Már segir að þótt Moody's hafi alltaf verið einna jákvæðast gagnvart Íslandi sé líklegt að hinir aðilarnir fylgi á eftir. Hann segir líka að þótt lánshæfismatsfyrirtækin hafi beðið hnekki í bankakreppunni 2008, þá hafi álit þeirra enn áhrif á markaðinn. „Þau voru harðlega gagnrýnd og það réttilega. Þeirra tekjur byggðust að verulegu leyti á því að gefa flóknum fjármálagjörningum, eins og skuldabréfavafningum, einkunnir og þeir gáfu þeim einkunnir sem reyndust síðan allt of góðar. Þau gáfu líka íslensku bönkunum allt of góðar einkunnir,“ segir Friðrik. Þrátt fyrir það sé sé staðan enn þannig að þegar Ísland fer í A-flokk þýðir það að fjárfestum sem geta fjárfest í íslenskum skuldabréfum fjölgar. „Það er ennþá byggt inn í kerfið að þeirra álit eru mikilvæg.“ Friðrik Már bendir á að þó að nýtt lánshæfismat sé til marks um þá umbreytingu sem hafi orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu árum sé rétt að hvetja til varfærni. „Það þarf að minna á að maður skyldi samt fara varlega og ekki spenna bogann of hátt,“ segir hann. Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17 Hlutabréf rjúka upp í Kauphöllinni Lánshæfismat ríkisins var hækkað í gær. 2. september 2016 10:06 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Efnahagsmál Matsfyrirtækið Moody's hækkaði í fyrradag lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um tvö þrep, í A3 úr Baa2. Horfur eru stöðugar. Í umsögn sinni segir Moody's að hækkun um tvö þrep endurspegli hraða og umfang bata þjóðarbúskaparins eftir bankakreppuna 2008. Samfelldur hagvöxtur og aðhald í ríkisfjármálum hafi leitt til verulegrar lækkunar á skuldum ríkissjóðs síðast liðið ár. Moody's býst við að sú þróun haldi áfram. Þetta nýja lánshæfismat leiðir væntanlega til þess að opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveitan munu eiga auðveldara með að fjármagna sig, en einnig munu einkafyrirtæki eiga auðveldara með fjármögnun.Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði Háskólinn í Reykjavík Vendipunktar„Þetta þýðir einfaldari fjármögnun fyrir þessa aðila og þetta þýðir hugsanlega betri kjör,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann bendir þó á að markaðurinn hafi að einhverju leyti brugðist við betri stöðu Íslands. Lægra skuldatryggingaálag sýni þetta. Stærstu lánshæfismatsfyrirtækin, auk Moody's, eru Standard & Poor's og Fitch. Friðrik Már segir að þótt Moody's hafi alltaf verið einna jákvæðast gagnvart Íslandi sé líklegt að hinir aðilarnir fylgi á eftir. Hann segir líka að þótt lánshæfismatsfyrirtækin hafi beðið hnekki í bankakreppunni 2008, þá hafi álit þeirra enn áhrif á markaðinn. „Þau voru harðlega gagnrýnd og það réttilega. Þeirra tekjur byggðust að verulegu leyti á því að gefa flóknum fjármálagjörningum, eins og skuldabréfavafningum, einkunnir og þeir gáfu þeim einkunnir sem reyndust síðan allt of góðar. Þau gáfu líka íslensku bönkunum allt of góðar einkunnir,“ segir Friðrik. Þrátt fyrir það sé sé staðan enn þannig að þegar Ísland fer í A-flokk þýðir það að fjárfestum sem geta fjárfest í íslenskum skuldabréfum fjölgar. „Það er ennþá byggt inn í kerfið að þeirra álit eru mikilvæg.“ Friðrik Már bendir á að þó að nýtt lánshæfismat sé til marks um þá umbreytingu sem hafi orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu árum sé rétt að hvetja til varfærni. „Það þarf að minna á að maður skyldi samt fara varlega og ekki spenna bogann of hátt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17 Hlutabréf rjúka upp í Kauphöllinni Lánshæfismat ríkisins var hækkað í gær. 2. september 2016 10:06 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09
Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent