Prófessor í hagfræði segir álit matsfyrirtækjanna skipta enn máli Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2016 07:00 Lánshæfiseinkunnin fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. Vísir/Anton Brink Efnahagsmál Matsfyrirtækið Moody's hækkaði í fyrradag lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um tvö þrep, í A3 úr Baa2. Horfur eru stöðugar. Í umsögn sinni segir Moody's að hækkun um tvö þrep endurspegli hraða og umfang bata þjóðarbúskaparins eftir bankakreppuna 2008. Samfelldur hagvöxtur og aðhald í ríkisfjármálum hafi leitt til verulegrar lækkunar á skuldum ríkissjóðs síðast liðið ár. Moody's býst við að sú þróun haldi áfram. Þetta nýja lánshæfismat leiðir væntanlega til þess að opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveitan munu eiga auðveldara með að fjármagna sig, en einnig munu einkafyrirtæki eiga auðveldara með fjármögnun.Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði Háskólinn í Reykjavík Vendipunktar„Þetta þýðir einfaldari fjármögnun fyrir þessa aðila og þetta þýðir hugsanlega betri kjör,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann bendir þó á að markaðurinn hafi að einhverju leyti brugðist við betri stöðu Íslands. Lægra skuldatryggingaálag sýni þetta. Stærstu lánshæfismatsfyrirtækin, auk Moody's, eru Standard & Poor's og Fitch. Friðrik Már segir að þótt Moody's hafi alltaf verið einna jákvæðast gagnvart Íslandi sé líklegt að hinir aðilarnir fylgi á eftir. Hann segir líka að þótt lánshæfismatsfyrirtækin hafi beðið hnekki í bankakreppunni 2008, þá hafi álit þeirra enn áhrif á markaðinn. „Þau voru harðlega gagnrýnd og það réttilega. Þeirra tekjur byggðust að verulegu leyti á því að gefa flóknum fjármálagjörningum, eins og skuldabréfavafningum, einkunnir og þeir gáfu þeim einkunnir sem reyndust síðan allt of góðar. Þau gáfu líka íslensku bönkunum allt of góðar einkunnir,“ segir Friðrik. Þrátt fyrir það sé sé staðan enn þannig að þegar Ísland fer í A-flokk þýðir það að fjárfestum sem geta fjárfest í íslenskum skuldabréfum fjölgar. „Það er ennþá byggt inn í kerfið að þeirra álit eru mikilvæg.“ Friðrik Már bendir á að þó að nýtt lánshæfismat sé til marks um þá umbreytingu sem hafi orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu árum sé rétt að hvetja til varfærni. „Það þarf að minna á að maður skyldi samt fara varlega og ekki spenna bogann of hátt,“ segir hann. Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17 Hlutabréf rjúka upp í Kauphöllinni Lánshæfismat ríkisins var hækkað í gær. 2. september 2016 10:06 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Efnahagsmál Matsfyrirtækið Moody's hækkaði í fyrradag lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um tvö þrep, í A3 úr Baa2. Horfur eru stöðugar. Í umsögn sinni segir Moody's að hækkun um tvö þrep endurspegli hraða og umfang bata þjóðarbúskaparins eftir bankakreppuna 2008. Samfelldur hagvöxtur og aðhald í ríkisfjármálum hafi leitt til verulegrar lækkunar á skuldum ríkissjóðs síðast liðið ár. Moody's býst við að sú þróun haldi áfram. Þetta nýja lánshæfismat leiðir væntanlega til þess að opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveitan munu eiga auðveldara með að fjármagna sig, en einnig munu einkafyrirtæki eiga auðveldara með fjármögnun.Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði Háskólinn í Reykjavík Vendipunktar„Þetta þýðir einfaldari fjármögnun fyrir þessa aðila og þetta þýðir hugsanlega betri kjör,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann bendir þó á að markaðurinn hafi að einhverju leyti brugðist við betri stöðu Íslands. Lægra skuldatryggingaálag sýni þetta. Stærstu lánshæfismatsfyrirtækin, auk Moody's, eru Standard & Poor's og Fitch. Friðrik Már segir að þótt Moody's hafi alltaf verið einna jákvæðast gagnvart Íslandi sé líklegt að hinir aðilarnir fylgi á eftir. Hann segir líka að þótt lánshæfismatsfyrirtækin hafi beðið hnekki í bankakreppunni 2008, þá hafi álit þeirra enn áhrif á markaðinn. „Þau voru harðlega gagnrýnd og það réttilega. Þeirra tekjur byggðust að verulegu leyti á því að gefa flóknum fjármálagjörningum, eins og skuldabréfavafningum, einkunnir og þeir gáfu þeim einkunnir sem reyndust síðan allt of góðar. Þau gáfu líka íslensku bönkunum allt of góðar einkunnir,“ segir Friðrik. Þrátt fyrir það sé sé staðan enn þannig að þegar Ísland fer í A-flokk þýðir það að fjárfestum sem geta fjárfest í íslenskum skuldabréfum fjölgar. „Það er ennþá byggt inn í kerfið að þeirra álit eru mikilvæg.“ Friðrik Már bendir á að þó að nýtt lánshæfismat sé til marks um þá umbreytingu sem hafi orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu árum sé rétt að hvetja til varfærni. „Það þarf að minna á að maður skyldi samt fara varlega og ekki spenna bogann of hátt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17 Hlutabréf rjúka upp í Kauphöllinni Lánshæfismat ríkisins var hækkað í gær. 2. september 2016 10:06 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09
Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris. 2. september 2016 11:17