Skiptar skoðanir um þjóðpeninga Hafliði Helgason skrifar 7. september 2016 10:00 Seðlabankastjóri og Martin Wolf voru ekki á einu máli um ágæti þess að taka upp nýtt peningamálakerfi. „Þegar litið er til almennrar velsældar, stjórnunar hins opinbera og baráttu við sjúkdóma hefur heiminum að mestu leyti farið fram. Það gildir ekki um peningamálakerfið,“ sagði Martin Wolf, aðalálitsgjafi The Financial Times um efnahagsmál. Wolf var einn frummælenda á fundi um þjóðpeninga sem haldinn var í tilefni nýrrar skýrslu KPMG um efnið. Þjóðpeningakerfi byggir á því að Seðlabankanum einum er heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið og ríkið hafi möguleika á að setja nýtt fé inn í hagkerfið í gegnum fjárlög. Wolf sagði að litlar líkur væru á að vilji væri til slíkra breytinga nú: „Við verðum að vera tilbúin með nýtt plan þegar næsta áfall dynur yfir.“ Hann sagði að bankakrísur dagsins í dag væru alvarlegri en áður vegna þess hversu stór efnahagsreikningur banka væri í hlutfalli við hagkerfin. Frosti Sigurjónsson alþingismaður hefur verið talsmaður þess að innleiða slíkt kerfi. Fylgjendur kerfisins hafa bent á veikleika núverandi kerfis þar sem fjármunamyndun á sér stað í gegnum viðskiptabanka með útlánum á grundvelli innlána út í hagkerfið. Frosti Sigurjónsson sagði í pallborði að í hugbúnaðargeiranum myndi kerfi sem hefur valdið jafn miklum skakkaföllum og núverandi peningakerfi, þrátt fyrir umbætur, ekki verða bætt einu sinni enn, heldur yrði því skipt út. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var einn frummælenda. Már fagnaði umræðu um málið, en lýsti miklum efasemdum um þessa leið. Hann sagði sjónarhorn talsmanna þjóðpeningakerfis þröngt. Vissulega mætti taka undir gagnrýni á veikleika núverandi kerfis, en líta þyrfti einnig til þess að bankakerfin hefðu skapað jarðveg fyrir vöxt og viðgang efnahagslífsins. Hann lagði áherslu á styrk íslenskra banka í dag og hátt eiginfjárhlutfall. Ásgeir Jónsson hagfræðingur tók þátt í pallborði og hafði einnig miklar efasemdir um þjóðpeningakerfi. Hann sagði að síðasta ofris bankakerfisins hefði ekki stafað af útlánum á grundvelli innlána, heldur hefði verið um vöxt sem grundvallaðist á skuldabréfafjármögnun að ræða. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Þegar litið er til almennrar velsældar, stjórnunar hins opinbera og baráttu við sjúkdóma hefur heiminum að mestu leyti farið fram. Það gildir ekki um peningamálakerfið,“ sagði Martin Wolf, aðalálitsgjafi The Financial Times um efnahagsmál. Wolf var einn frummælenda á fundi um þjóðpeninga sem haldinn var í tilefni nýrrar skýrslu KPMG um efnið. Þjóðpeningakerfi byggir á því að Seðlabankanum einum er heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið og ríkið hafi möguleika á að setja nýtt fé inn í hagkerfið í gegnum fjárlög. Wolf sagði að litlar líkur væru á að vilji væri til slíkra breytinga nú: „Við verðum að vera tilbúin með nýtt plan þegar næsta áfall dynur yfir.“ Hann sagði að bankakrísur dagsins í dag væru alvarlegri en áður vegna þess hversu stór efnahagsreikningur banka væri í hlutfalli við hagkerfin. Frosti Sigurjónsson alþingismaður hefur verið talsmaður þess að innleiða slíkt kerfi. Fylgjendur kerfisins hafa bent á veikleika núverandi kerfis þar sem fjármunamyndun á sér stað í gegnum viðskiptabanka með útlánum á grundvelli innlána út í hagkerfið. Frosti Sigurjónsson sagði í pallborði að í hugbúnaðargeiranum myndi kerfi sem hefur valdið jafn miklum skakkaföllum og núverandi peningakerfi, þrátt fyrir umbætur, ekki verða bætt einu sinni enn, heldur yrði því skipt út. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var einn frummælenda. Már fagnaði umræðu um málið, en lýsti miklum efasemdum um þessa leið. Hann sagði sjónarhorn talsmanna þjóðpeningakerfis þröngt. Vissulega mætti taka undir gagnrýni á veikleika núverandi kerfis, en líta þyrfti einnig til þess að bankakerfin hefðu skapað jarðveg fyrir vöxt og viðgang efnahagslífsins. Hann lagði áherslu á styrk íslenskra banka í dag og hátt eiginfjárhlutfall. Ásgeir Jónsson hagfræðingur tók þátt í pallborði og hafði einnig miklar efasemdir um þjóðpeningakerfi. Hann sagði að síðasta ofris bankakerfisins hefði ekki stafað af útlánum á grundvelli innlána, heldur hefði verið um vöxt sem grundvallaðist á skuldabréfafjármögnun að ræða.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira