Skiptar skoðanir um þjóðpeninga Hafliði Helgason skrifar 7. september 2016 10:00 Seðlabankastjóri og Martin Wolf voru ekki á einu máli um ágæti þess að taka upp nýtt peningamálakerfi. „Þegar litið er til almennrar velsældar, stjórnunar hins opinbera og baráttu við sjúkdóma hefur heiminum að mestu leyti farið fram. Það gildir ekki um peningamálakerfið,“ sagði Martin Wolf, aðalálitsgjafi The Financial Times um efnahagsmál. Wolf var einn frummælenda á fundi um þjóðpeninga sem haldinn var í tilefni nýrrar skýrslu KPMG um efnið. Þjóðpeningakerfi byggir á því að Seðlabankanum einum er heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið og ríkið hafi möguleika á að setja nýtt fé inn í hagkerfið í gegnum fjárlög. Wolf sagði að litlar líkur væru á að vilji væri til slíkra breytinga nú: „Við verðum að vera tilbúin með nýtt plan þegar næsta áfall dynur yfir.“ Hann sagði að bankakrísur dagsins í dag væru alvarlegri en áður vegna þess hversu stór efnahagsreikningur banka væri í hlutfalli við hagkerfin. Frosti Sigurjónsson alþingismaður hefur verið talsmaður þess að innleiða slíkt kerfi. Fylgjendur kerfisins hafa bent á veikleika núverandi kerfis þar sem fjármunamyndun á sér stað í gegnum viðskiptabanka með útlánum á grundvelli innlána út í hagkerfið. Frosti Sigurjónsson sagði í pallborði að í hugbúnaðargeiranum myndi kerfi sem hefur valdið jafn miklum skakkaföllum og núverandi peningakerfi, þrátt fyrir umbætur, ekki verða bætt einu sinni enn, heldur yrði því skipt út. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var einn frummælenda. Már fagnaði umræðu um málið, en lýsti miklum efasemdum um þessa leið. Hann sagði sjónarhorn talsmanna þjóðpeningakerfis þröngt. Vissulega mætti taka undir gagnrýni á veikleika núverandi kerfis, en líta þyrfti einnig til þess að bankakerfin hefðu skapað jarðveg fyrir vöxt og viðgang efnahagslífsins. Hann lagði áherslu á styrk íslenskra banka í dag og hátt eiginfjárhlutfall. Ásgeir Jónsson hagfræðingur tók þátt í pallborði og hafði einnig miklar efasemdir um þjóðpeningakerfi. Hann sagði að síðasta ofris bankakerfisins hefði ekki stafað af útlánum á grundvelli innlána, heldur hefði verið um vöxt sem grundvallaðist á skuldabréfafjármögnun að ræða. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Þegar litið er til almennrar velsældar, stjórnunar hins opinbera og baráttu við sjúkdóma hefur heiminum að mestu leyti farið fram. Það gildir ekki um peningamálakerfið,“ sagði Martin Wolf, aðalálitsgjafi The Financial Times um efnahagsmál. Wolf var einn frummælenda á fundi um þjóðpeninga sem haldinn var í tilefni nýrrar skýrslu KPMG um efnið. Þjóðpeningakerfi byggir á því að Seðlabankanum einum er heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið og ríkið hafi möguleika á að setja nýtt fé inn í hagkerfið í gegnum fjárlög. Wolf sagði að litlar líkur væru á að vilji væri til slíkra breytinga nú: „Við verðum að vera tilbúin með nýtt plan þegar næsta áfall dynur yfir.“ Hann sagði að bankakrísur dagsins í dag væru alvarlegri en áður vegna þess hversu stór efnahagsreikningur banka væri í hlutfalli við hagkerfin. Frosti Sigurjónsson alþingismaður hefur verið talsmaður þess að innleiða slíkt kerfi. Fylgjendur kerfisins hafa bent á veikleika núverandi kerfis þar sem fjármunamyndun á sér stað í gegnum viðskiptabanka með útlánum á grundvelli innlána út í hagkerfið. Frosti Sigurjónsson sagði í pallborði að í hugbúnaðargeiranum myndi kerfi sem hefur valdið jafn miklum skakkaföllum og núverandi peningakerfi, þrátt fyrir umbætur, ekki verða bætt einu sinni enn, heldur yrði því skipt út. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var einn frummælenda. Már fagnaði umræðu um málið, en lýsti miklum efasemdum um þessa leið. Hann sagði sjónarhorn talsmanna þjóðpeningakerfis þröngt. Vissulega mætti taka undir gagnrýni á veikleika núverandi kerfis, en líta þyrfti einnig til þess að bankakerfin hefðu skapað jarðveg fyrir vöxt og viðgang efnahagslífsins. Hann lagði áherslu á styrk íslenskra banka í dag og hátt eiginfjárhlutfall. Ásgeir Jónsson hagfræðingur tók þátt í pallborði og hafði einnig miklar efasemdir um þjóðpeningakerfi. Hann sagði að síðasta ofris bankakerfisins hefði ekki stafað af útlánum á grundvelli innlána, heldur hefði verið um vöxt sem grundvallaðist á skuldabréfafjármögnun að ræða.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent