Skiptar skoðanir um þjóðpeninga Hafliði Helgason skrifar 7. september 2016 10:00 Seðlabankastjóri og Martin Wolf voru ekki á einu máli um ágæti þess að taka upp nýtt peningamálakerfi. „Þegar litið er til almennrar velsældar, stjórnunar hins opinbera og baráttu við sjúkdóma hefur heiminum að mestu leyti farið fram. Það gildir ekki um peningamálakerfið,“ sagði Martin Wolf, aðalálitsgjafi The Financial Times um efnahagsmál. Wolf var einn frummælenda á fundi um þjóðpeninga sem haldinn var í tilefni nýrrar skýrslu KPMG um efnið. Þjóðpeningakerfi byggir á því að Seðlabankanum einum er heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið og ríkið hafi möguleika á að setja nýtt fé inn í hagkerfið í gegnum fjárlög. Wolf sagði að litlar líkur væru á að vilji væri til slíkra breytinga nú: „Við verðum að vera tilbúin með nýtt plan þegar næsta áfall dynur yfir.“ Hann sagði að bankakrísur dagsins í dag væru alvarlegri en áður vegna þess hversu stór efnahagsreikningur banka væri í hlutfalli við hagkerfin. Frosti Sigurjónsson alþingismaður hefur verið talsmaður þess að innleiða slíkt kerfi. Fylgjendur kerfisins hafa bent á veikleika núverandi kerfis þar sem fjármunamyndun á sér stað í gegnum viðskiptabanka með útlánum á grundvelli innlána út í hagkerfið. Frosti Sigurjónsson sagði í pallborði að í hugbúnaðargeiranum myndi kerfi sem hefur valdið jafn miklum skakkaföllum og núverandi peningakerfi, þrátt fyrir umbætur, ekki verða bætt einu sinni enn, heldur yrði því skipt út. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var einn frummælenda. Már fagnaði umræðu um málið, en lýsti miklum efasemdum um þessa leið. Hann sagði sjónarhorn talsmanna þjóðpeningakerfis þröngt. Vissulega mætti taka undir gagnrýni á veikleika núverandi kerfis, en líta þyrfti einnig til þess að bankakerfin hefðu skapað jarðveg fyrir vöxt og viðgang efnahagslífsins. Hann lagði áherslu á styrk íslenskra banka í dag og hátt eiginfjárhlutfall. Ásgeir Jónsson hagfræðingur tók þátt í pallborði og hafði einnig miklar efasemdir um þjóðpeningakerfi. Hann sagði að síðasta ofris bankakerfisins hefði ekki stafað af útlánum á grundvelli innlána, heldur hefði verið um vöxt sem grundvallaðist á skuldabréfafjármögnun að ræða. Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
„Þegar litið er til almennrar velsældar, stjórnunar hins opinbera og baráttu við sjúkdóma hefur heiminum að mestu leyti farið fram. Það gildir ekki um peningamálakerfið,“ sagði Martin Wolf, aðalálitsgjafi The Financial Times um efnahagsmál. Wolf var einn frummælenda á fundi um þjóðpeninga sem haldinn var í tilefni nýrrar skýrslu KPMG um efnið. Þjóðpeningakerfi byggir á því að Seðlabankanum einum er heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið og ríkið hafi möguleika á að setja nýtt fé inn í hagkerfið í gegnum fjárlög. Wolf sagði að litlar líkur væru á að vilji væri til slíkra breytinga nú: „Við verðum að vera tilbúin með nýtt plan þegar næsta áfall dynur yfir.“ Hann sagði að bankakrísur dagsins í dag væru alvarlegri en áður vegna þess hversu stór efnahagsreikningur banka væri í hlutfalli við hagkerfin. Frosti Sigurjónsson alþingismaður hefur verið talsmaður þess að innleiða slíkt kerfi. Fylgjendur kerfisins hafa bent á veikleika núverandi kerfis þar sem fjármunamyndun á sér stað í gegnum viðskiptabanka með útlánum á grundvelli innlána út í hagkerfið. Frosti Sigurjónsson sagði í pallborði að í hugbúnaðargeiranum myndi kerfi sem hefur valdið jafn miklum skakkaföllum og núverandi peningakerfi, þrátt fyrir umbætur, ekki verða bætt einu sinni enn, heldur yrði því skipt út. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var einn frummælenda. Már fagnaði umræðu um málið, en lýsti miklum efasemdum um þessa leið. Hann sagði sjónarhorn talsmanna þjóðpeningakerfis þröngt. Vissulega mætti taka undir gagnrýni á veikleika núverandi kerfis, en líta þyrfti einnig til þess að bankakerfin hefðu skapað jarðveg fyrir vöxt og viðgang efnahagslífsins. Hann lagði áherslu á styrk íslenskra banka í dag og hátt eiginfjárhlutfall. Ásgeir Jónsson hagfræðingur tók þátt í pallborði og hafði einnig miklar efasemdir um þjóðpeningakerfi. Hann sagði að síðasta ofris bankakerfisins hefði ekki stafað af útlánum á grundvelli innlána, heldur hefði verið um vöxt sem grundvallaðist á skuldabréfafjármögnun að ræða.
Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent