Af karakter 6. september 2016 10:00 Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey Íþróttalið eru stundum sögð sýna karakter. Áhrifamiklir einstaklingar eru oft sagðir hafa litríkan karakter. Aðrir eru sagðir skorta karakter á ögurstundu. En hver er þinn karakter – hvert er þitt innsta eðli? Hugtök eins og heilindi, auðmýkt, tryggð, hófsemi, hugrekki, réttlæti, þolinmæði og iðni eru oft notuð til að spegla okkar innri karakter. Karakter varpar ljósi á hver þú ert í raun, ekki hvað þú átt eða hver þú þykist vera, eða endilega hverju þú hefur áorkað. Karakter þinn hefur áhrif á allt sem þú gerir, allar þínar ákvarðanir og aðgerðir og orð. Okkar sanni karakter birtist oft best þegar við erum undir álagi – og brýst mjög skýrt fram eftir áfall eða miklar breytingar í okkar lífi. Sumir segja að karakter sé sá sem ég er, þegar ég tel engan sjá til mín. Í metsölubók Stephens Covey, 7 venjur til árangurs sem kemur út á íslensku í lok mánaðar, minnir Covey okkur á að árangursríkir forgöngumenn leiða sjálfa sig og aðra til árangurs á grunni karakters – en sækjast ekki eftir að öðlast innantóma velgengni sem vekur skammvinna athygli en fjarar út með næstu öldu. Jim Collins, prófessor og höfundur Good to Great, ítrekar: „Það fæst enginn árangur án aga, og það fæst enginn agi án karakters.“ Flestir foreldrar leitast alla ævi við að innræta börnum sínum góð gildi og þroska karakter þeirra. Karakter vinnustaða – eða menning þeirra – mótast af hugsun og hegðun hvers starfsmanns. Ekki af mætti innri eða ytri markaðssetningar. Það sama á við um okkar innri mann – við getum fengið sérfræðinga til að pússa okkar ytri ásýnd, með förðun, fötum og tilsögn í framkomu. En þinn sanni karakter geislar enn sterkar heldur en gríma fassins. Við getum líkt karakter við rætur, sem, ef rétt er hlúð að, gefa ávöxt um ókomna tíð. Verkefni okkar tíma, verkefni allra tíma, krefjast heilsteypts karakters. Við höfum séð – og saknað – tákn göfugs karakters í fréttum síðustu vikna. Styrksins að kunna að biðjast afsökunar, iðrast og bæta fyrir mistök sín. Kjarkinn til að viðurkenna að þótt að aðgerð mín sé innan ramma laganna, þá er hún ekki til eftirbreytni – og mögulega skaðleg og siðlaus. Auðmýktina til að segja: „Ég hafði rangt fyrir mér og það er nóg til skiptanna. Ég þarf ekki alla þessa fjármuni til eigin nota.“ Hvaða karakter vilt þú að aðrir sjái í þér? Hvaða raunframlag verður skráð í þína sögu? Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Íþróttalið eru stundum sögð sýna karakter. Áhrifamiklir einstaklingar eru oft sagðir hafa litríkan karakter. Aðrir eru sagðir skorta karakter á ögurstundu. En hver er þinn karakter – hvert er þitt innsta eðli? Hugtök eins og heilindi, auðmýkt, tryggð, hófsemi, hugrekki, réttlæti, þolinmæði og iðni eru oft notuð til að spegla okkar innri karakter. Karakter varpar ljósi á hver þú ert í raun, ekki hvað þú átt eða hver þú þykist vera, eða endilega hverju þú hefur áorkað. Karakter þinn hefur áhrif á allt sem þú gerir, allar þínar ákvarðanir og aðgerðir og orð. Okkar sanni karakter birtist oft best þegar við erum undir álagi – og brýst mjög skýrt fram eftir áfall eða miklar breytingar í okkar lífi. Sumir segja að karakter sé sá sem ég er, þegar ég tel engan sjá til mín. Í metsölubók Stephens Covey, 7 venjur til árangurs sem kemur út á íslensku í lok mánaðar, minnir Covey okkur á að árangursríkir forgöngumenn leiða sjálfa sig og aðra til árangurs á grunni karakters – en sækjast ekki eftir að öðlast innantóma velgengni sem vekur skammvinna athygli en fjarar út með næstu öldu. Jim Collins, prófessor og höfundur Good to Great, ítrekar: „Það fæst enginn árangur án aga, og það fæst enginn agi án karakters.“ Flestir foreldrar leitast alla ævi við að innræta börnum sínum góð gildi og þroska karakter þeirra. Karakter vinnustaða – eða menning þeirra – mótast af hugsun og hegðun hvers starfsmanns. Ekki af mætti innri eða ytri markaðssetningar. Það sama á við um okkar innri mann – við getum fengið sérfræðinga til að pússa okkar ytri ásýnd, með förðun, fötum og tilsögn í framkomu. En þinn sanni karakter geislar enn sterkar heldur en gríma fassins. Við getum líkt karakter við rætur, sem, ef rétt er hlúð að, gefa ávöxt um ókomna tíð. Verkefni okkar tíma, verkefni allra tíma, krefjast heilsteypts karakters. Við höfum séð – og saknað – tákn göfugs karakters í fréttum síðustu vikna. Styrksins að kunna að biðjast afsökunar, iðrast og bæta fyrir mistök sín. Kjarkinn til að viðurkenna að þótt að aðgerð mín sé innan ramma laganna, þá er hún ekki til eftirbreytni – og mögulega skaðleg og siðlaus. Auðmýktina til að segja: „Ég hafði rangt fyrir mér og það er nóg til skiptanna. Ég þarf ekki alla þessa fjármuni til eigin nota.“ Hvaða karakter vilt þú að aðrir sjái í þér? Hvaða raunframlag verður skráð í þína sögu?
Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira