Viðskipti innlent

Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar

Atli Ísleifsson skrifar
Stefanía starfaði nýverið í kosningastjórn Guðna Th. Jóhannessyni í forsetakosningunum sem fram fóru í júní síðastliðinn.
Stefanía starfaði nýverið í kosningastjórn Guðna Th. Jóhannessyni í forsetakosningunum sem fram fóru í júní síðastliðinn. Mynd/Viðreisn
Stefanía Sigurðardóttir, viðburðarstjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar.

Stefanía starfaði nýverið í kosningastjórn Guðna Th. Jóhannessyni í forsetakosningunum sem fram fóru í júní síðastliðinn. Hún hefur lengi verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins.

Í frétt á vef Viðreisnar er haft eftir Stefaníu að mikil löngun sé hjá henni fyrir því að taka þátt í að móta samfélagið.

„Ég vil að samfélagið sem við búum í sé opið og umburðarlynt, frjálslynt og óhrætt við að breyta til batnaðar. Ég hef trú á því að Viðreisn geti verið það afl sem breyti okkar samfélagi til hins betra. Ég hef því ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn og mun þar ásamt frábærum hóp stýra komandi kosningabaráttu,“ segir Stefanía.

Áætlað er að þingkosningar fari fram í haust og hefur 29. október verið nefndur í því samhengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×